Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Síða 5

Fálkinn - 07.02.1966, Síða 5
DÖNSX BEAT TELPNAHLiÓMSVEIT Eitt sinn voru hér í þættinum kynntar tvær hljóm- sveitir, sem skipaðar voru ungum stúlkum; önpur bandarísk, en hin brezk. En nú skulum við bregða okkur til Danmerkur. Þar er hljómsveit, sem heitir THE CEETHAS og hún er skipuð fjórum bráðhuggu- legum stúlkum en þær eru: Kiri Henninge 18 ára, en hún er hljómsveitarstýran og lætur sér ekkert muna um að lemja trommurnar. Hún greiðir hár sitt í stíl við THE BEATLES og gengur í dátabuxum. Reyndar eru hinar stúlkurnar einnig í síðbuxum. Marianne er 17 ára og aðalsöngv- ari hljómsveitarinnar, auk þess sem hún leikur á sólógítar. Hún er eins og Kiri, hávaxin og dökkhærð og kann bezt við sig í ,,cowboy“-buxum. Hanne leik- ur einnig á sólógítar, 17 ára. Henni er ekkert gefið um mannfólkið, að því að hún segir, en óskadraum- ur hennar er að verða milljóner. Ekki svo afleit ósk. Á bassann leikur Anette, 17 ára. Hún bíður í eftir- væntingu eftir að taka bílpróf, því óskadraumur hennar er að eignast Plymouth. Ef þið skylduð vita um einhverja íslenzka telpna- hljómsveit, þá hikið ekki við að láta þáttinn vita, því þær verða umsvifalaust kynntar. Skrifið þættin- um um þetta málefni. KVIKiliYIMDIR OG BÖRIM Ég veit ekki hvort ég sný mér til rétts aðila að skrifa Fálkanum um það sem mér liggur á hjarta, en Fálkinn er gott og rótgróið blað, svo að mér fannst Það réttast. En mig langar til að tala svolítið um kvikmyndir og börn. Barna- myndir eru víst nokkuð góðar í kvikmyndahúsunum, en Það er opinbert leyndarmál að börn smeygja sér inn á myndir sem eiga að vera bannaðar fyrir Þau. Mér Þætti fróðiegt að Það væri athugað hversu stór hluti af kvikmyndahúsagestum yfir- leitt eru börn. Mig grunar að þau séu stór hluti, a. m. k. má sennilega segja að börn og unglingar séu stór hluti. Er ekki þörf á því að bíóin leggi sig fram um að hafa myndir er falla börnum og unglingum reglulega vel, en eru samt ekki spillandi eða skemmandi fyrir þau? Kvikmyndahúsin eru staðir þar sem börnum á að vera óhætt. Er ekki sanngjarnt að það sé mikið gert til þess að hafa gott kvikmyndaefni fyrir unglinga, ef sá grunur minn er réttur að börn og unglingar séu stór hluti kvik- myndahúsagestanna ? MóSir. Svar: Þessu er hér með komiö á framfœri. Annars engar at- hugasemdir. KLSJBBSJR FYRIR GAIVIALT FÓLK Ég sé það að ungt fólk kem- ur aðallega til blaðanna með áhyggjur sínar, hvort sem það er bara að spyrja um eitthvað eða óska eftir stjörnuspádóm- um. En þó að ég sé farinn að eldast langar mig til að biðja Fálkann um rúm fyrir fyrir- spurn eða tillögu. Nú á tímum er mikið talað um tómstundir. Svo var ekki fyrrum. Þá voru engar tómstundir til, ef eitt- hvert hlé varð á hinni nauð- synlegustu vinnu, hvort sem var til sjávar eða sveita, þá Þótti mönnum gott að hvílast 1 mínu ungdæmi var ekki al- gengt að menn væru nokkru sinni alveg hvíldir. En nú hef- ur gamalt fólk miklar tóm- stundir, eins og unga fólkið og allir. Er nokkur fjarstæða að stofna klúbba fyrir gamalt fólk um sitthvað sem því þyk- ir gaman að og er jafnvel upp- byggilegt fyrir það? Kannski eru til slíkir klúbbar? Æsku- lýðsráð hefur sett upp alls konar starfsemi fyrir unglinga (sem nú er farið að kalla tán- inga, en það finnst mér heldur böggulslegt orð). en er ekki líka þörf á að hjálpa gamla fólkinu til að eyða sínum tóm- stundum skynsamlega, þó að það sé engin hætta lengur að það lendi á glapstigum, eða geri ekki til þó að það londi þar. Gamall fmlur. Svar: Alveg afbragös liugmynd. AÐ LESA SKAPGERD IUAIMIMA Til vikublaðsins Fálkans. Eru til menn á Islandi sem lesa skapgerð manna út úr rit- hönd? Eða eru til einhverjir sem lesa í lófa og hægt er að trúa? Mér er sagt að til séu ýmsar spákonur, en ég hef ekki mikla trú á þeim. Ég fór til einnar og hún sagði mér að ég mundi hitta mannsefnið innan skamms, en ég er gift fyrir tveimur árum. Agga. Svar: Nei, Fálkanum er ekki kunn- ugt um neinn rithandarlesara eöa lófalesara liér. En í erlend- um tímaritum eru oft auglýs- ingar frá slikum mönnum. BRÉF FRÁ V-ÞÝZKALAIMDI Kæru herrarl Ég hef alltaf haft áhuga á landi yðar, og nú langar mig til að kynnast þjóðinni. Mig mundi langa til að eiga penna- vin á Islandi. Ég er sextán ára gömul stúlka, og mér þætti einstaklega gaman að fá bréf frá stúlkum eða piltum á mín- um aldri. Mest þætti mér í það varið að þau væru frá stúlk- um eða piltum er sæktu skóla á Laugavatni (bændasonum eða dætrum sem eiga íslenzka hesta) Reykjavík eða Akur- eyri. Ég hef mjög gaman af íþróttum (skíðaiðkun, sundi og fimleikum), og af dýrum (hest- um). Ég safna frímerkjum og póstkortum og hef yndi af alls konar tónlist og lestri. Vilduð þér vera svo góðir að birta beiðni mína í blaðinu. Ég mundi verða þakklát. Ég hlakka til að fá bréf frá ls- landi. Yðar einlæg. Mechtild Morlok, 7967 Bad Waldsee, Rossruckstr. 21 West Germany. — Ég vona að þú hafir óskað honum til hamingju með trúlofunina? — Já, en mér fannst ég vera að hræsna, ég þekki kvenmanninn. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.