Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 8
Við löbbuðum um skólann og litum inn í margar kennslustofur, og alls staðar voru kappsamir nemendur að hamast við að mennta sig fyrir framtíðina. í Kvennaskólanum læra stúlkurnar bæði til munns og handa, svo að þær verði jafnvígar á skrifstofu- störf og húsmóðurhlutverkið þeg- ar að því kemur. Það er ekki síð- ur nauðsynlegt að kunna að prjóna sokka og sauma barnaföt en skrifa enska og þýzka stíla, og matreiðsla og bakstur eru mjög nytsamar námsgreinar til við- bótar t. d. bókfærslu, stærðfræði og öðrum bóklegum fögum. Upp- eldisfræði þurfa verðandi mæður að vita einhver skil á, og þá get- ur hjúkrun komið að notum. Á efstu myndinni er frú Salóme Þ. Nagel að kenna þýzku í III. C og Þórunn Sigurðardóttir að skrifa stíl á töfluna. Hinar myndirnar eru úr handavinnutíma í I. Z. Stúlkurnar prjóna af mikilli elju, og þarfnist einhver þeirra aðstoð- ar réttir hún upp höndina. Að vörmu spori kemur svo kennar- inn, Ingibjörg Valdimarsdóttir, og leysir vandann fljótt og vel.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.