Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 9
EPLAKVÖLD EPLAKVÖLDIÐ er gömul hefð f Kvennaskólanum, árleg skemmtun sem mjög er til vandað. Ábyrgðm hvílir öll á herðum námsmeyjanna, hver bekkur sér um sitt skemmtiatriði, og skólastjóra og kennurum er boðið að horfa á. Þarna eru settir á svið leik- þættir og lesin upp ljóð, gamanvísur sungnar og meira að segja uppfærðar óperur án undirleiks hljóðfæra. Þegar sýningunni er lokið framreiða stúlk- urnar kaffi og költur fyrir boðsgesti sína, skrautlegar tertur af ýmsum gerð- um, smákökur og annað hnossgæti, ljúffengt á bragðið og listilegt á að líta, svo sem verðandi húsmæðrum sæmir. Loks er slegið upp balli, og dansinn dunar í skólastofunum fram eftir kvöldi með glaðværð og léttum hlátrum, þótt engir séu herrarnir viðstaddir. Og ekki má gleyma að geta þess, að allir þátt- takendur fá epli til að gæða sér á, til þess að skemmtunin beri nafn sitt með réttu. Á efri myndinni sést loka- atriði hinnar hádramatísku óperu þar sem ungu elskend- urnir þeysa brott á hvítum reiðskjóta, en þriðja aðalper- sónan liggur dauð í valnum eft- ir einvígi við riddarann. Yngis- mærin er Eygló Magnúsdóttir úr IV. Z, en elskhuginn Svan- dís Magnúsdóttir úr sama bekk, formaður skemmtinefndar, sein einnig skreytir forsíðu okkar að þessu sinni. Á neðri mynd- inni sjáið þið viðbrögð áhorf- enda. Enda þótt Kvennaskóla- stúlkurnar séu með afbrigðum prúðar í framkomu og hæ- verskar geta þær hlegið hjart- anlega þegar svo ber undir, og liklega verkar fátt jafnkitl- andi á hláturtaugarnar og smellnar gamanvísur um hátt- virta kennara skólans. 9 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.