Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 11
UTIASAGAN ^ EFTIR V WILLY BREINHOLST LOKSINS hafði okkur tekist að fá unga stúlku til húshjálpar. Hún var úr sveit og það var auðséð á henni, þunglamaleg og ósmekkleg var hún, en kunni til verka með gólfskrúbb, við þvottabalann og, allt þess háttar. Á kvöldin sat hún uppi í herbergi sínu og saumaði út sængurfatnað í þeirri von, að einhvern tíma kæmi prinsinn á hvíta hestinum. Einfalt, einfeldnislegt og óbrotið líf það! — Ætli það sé nú ekki hálf leiðin- legt fyrir Önnu að sitja alltaf uppi i herberginu sínu? sagði Maríanna eitt kvöldið. — Ef henni leiðist að sitja, getur hún sem hægast staðið upp, sagði ég áhuga- laust. — Maður á ekki að sýna þjónustu- fólki sínu of mikinn áhuga. Það er nú mín skoðun. Það fær himinhá laun og það ætti að nægja. — Hún myndi hafa gott af að fara dálitið út á fríkvöldum sínum og hitta jafnalda sína og fá sér snúning. — Hver myndi nenna að dansa við svona tötrughypju! Ja, þú verður að virða mér þessi orð á betri veg. Hún klæðir sig eins og hún sé nýstigin út úr flutningalest, út úr aftasta kartöflu- flutningavagninum! Nokkrum kvöldum síðar leið undar- legur umskiptingur yfir dagstofugólfið: — Jæja, þá fer ég frú mín, sagði hann og hvarf. — Góða skemmtun, sagði Maríanna. — Hvað í ósköpunum var nú þetta? Sophia Loren? — Þetta var Anna! Ég gaf henni einn af skástu kjólunum mínum, einn af skástu kjólunum mínum, einn af þeim, sem ég gat raunar ekki verið þekkt fyrir að láta sjá mig í lengur. Svo lag- aði ég hann dálítið til með andlitsfarfa og naglalakki og þess konar. — Anna! Það er útilokað! Hárið manneskja .. — Ég gaf henni 300 kall svo hún gæti farið á hárgreiðslustofu og nú ætlar hún á dansleik hjá átthagafélag- inu. Eg sat sem fastast og var súr á svip- inn, svo að Maríanna gæti látið sér skiljast að ég væri á móti fyrirtækinu. Maður á nefnilega ekki að skipta sér of mikið af þjónustufólki sínu. Meðan það situr við sauma í köldu og ein- manalegu herbergi sínu, veit maður maður hvar maður hefur ‘ það á frí- kvöldunum En ef maður fer að hlaða undir það á einn eða annan hátt, þá hlýtur það að koma niður á manni fyrr eða síðar. Þessa eru óteljandi dæmi í mannkynssögunni: afnám átthagafjötr- anna þrælauppreisnina í Kentucky 1844 upphaf kvenréttindahreyfingapnnar upp úr frönsku byltingunni, svo eitt- hvað sé nefnt. Nei, það var áreiðan- lega lífshættuleg tilraun, sem Maríanna hafði nú kastað sér út í. Næsta miðvikudagskvöld, en það var fríkvöld Önnu, var mér aftur ómögu- legt að þekkja hana þegar hún leið yfir stofugólfið. — Þá er ég farin frú, sagði hún með sínu elskul'egasta brosi. — Skemmtu þér vel, sagði Marianna og .kinkaði vingjarnlega kolli til henn- ar. — Höfuðið á henni. .. þessi hattur .. Hún var jú með hatt á höfðinu? Muldr- aði ég, þegar hún var komin vel út úr dyrunum. — Hún lét að því liggja, að þar sem hún hefði fengið þennan fallega kjól vantaði hana eiginlega hatt, sem færi við hann, uppháa hanzka ... Nú og ég fór með hana í hattabúðina og .. Maður verður jú að leggja tölu- vert á sig til að halda góðum strákum nú til dags. Alls staðar annars staðar hafa þær einkasjónvarpstæki á her- bergi sínu, sín eigin tehitunartæki og frí að minnsta kosti þrjú kvöld í viku. — Og skórnir ... og handtaskan ... Hefur þú líka gefið henni það? Maríanna kinkaði kolli án þess að mæta augnatilliti mínu. — Taskan var úr krókódílaskinni. Er það ekki rétt til getið? Aftur kinkaði hún kolli: — Jú, ég átti hana til, en hins veg- ar átti ég ekkert orðið, sem fór við hana. Mér fannst þá eins gott að hún fengi hana, eins og að láta hana liggja og rykfalla. Ég settist niður og var súr á svipinn. Það voru ekki peningarnir, sem ég sá eftir, heldur meginreglan í samskipt- um til þjónustufólksins. Ég var sann færður um að þetta kæmi niður á okk- ur. Það er nú einu sinni svo hér í heimi. að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Nokkrum vikum síðar leið Anna eitt miðvikudagskvöldið yfir dagstofugólfið íklædd ozelotfeldi konu minnar. — Nei, heyrðu nú! hrópaði ég, þegar stúlkubarnið var komið vel úr heyrnar- færi. — Var það gamli mölétni ozelotinn Framh. á bls. 34. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.