Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 15
mikill munur á Norður-Japön- um og Suður-Japönum, og þó að manni sýnist fólkið svip- brigðalaust áður en maður fer að þekkja það er það misskiln- ingur. Áður fyrr þótti fyrirlit- legt að sýna tilfinningar sínar, en nú hefur það breytzt — ég veit til dæmis ekki hver grét mest þegar ég var að fara frá Japan og kveðja japönsku vin- konurnar mínar, þær eða ég. Ef eitthvað óvænt kemur fyrir geta þeir þó átt til að fara að hlæja undir ólíklegustu kring- umstæðum þegar aðrir myndu gráta eða æpa upp yfir sig. Hláturinn var áður eina útrás- in sem þeir máttu leyfa sér fyrir geðshræringar sínar, og því hörmulegri sem atvikin voru þeim mun meira var hlegið.“ Margt sameiginlegt með Japönum og íslendingum „Áttirðu ekki erfitt með að setja þig inn í hugsanagang fólksins?" „Ja, ég skal segja þér, að það er furðumargt sameiginlegt með Japönum og íslendingum Þeir eru fiskiþjóð eins og við, búa í eldfjallalandi, hafa lengi verið einangraðir á þessum eyjum sínum og eiga sér merk- ar fornsögur sem greina frá hetjudáðum forfeðranna og endalausum vígaferlum milli valdamikilla ætta og erjum innanlands. Saga íslands og Japans er að ýmsu leyti svip- Perla hefur mikla listhæfileika, og málverk hennar skreyta marga veggi á heimilinu. Hér er hún með Búddhamynd sem hún mála'ði þegar hún var ellefu ára. uð. Á hinn bóginn byggist þjóð- félagið mikið á trúarbrögðun- um, Búddhadómi og Sjintó- isma, og þeim fylgja aðrir sið- ir en við erum vön.“ „Eru Japanir mjög trúuð þjóð?“ „Almennt séð held ég, að þeir séu nú brokkgengir í trúnni eins og margir aðrir, og stundum eru þeir sem oftast fara í hofin veikastir fyrir freistingunum. Það er gífur- legur fjöldi af hofum og helgi- dómum um allt landið, en þar eru engar messur eins og í kristnum kirkjum, heldur geng- ur guðsdýrkandinn fram fyrir helgimyndina, fleygir pening- um í kassa hjá henni, klappar þrisvar saman lófunum til að vekja athygli Búddha á sér og gerir síðan bæn sína. Oft eru guðalíkneski á heimilum, og sé einhver úr fjölskyldunni látinn, biðst fólkið fyrir þar, brennir reykelsi og skreytir fótstallinn blómum. En mér finnst ekki bera sérstaklega mikið á trúnni í daglegri um- gengni.“ „Kynntistu mörgum Japön- um eða þekktirðu meira af vesturlandabúum? “ „Ég umgekkst Japani tölu- vert og eignaðist sjö japansk- ar vildarvinkonur sem ég átti erfitt með að slíta mig frá þegar ég fór. Ég ferðaðist heil- mikið um landið með þeim og líka til Formósu og Kóreu, og þannig sá ég margt sem útlend- ingar fá yfirleitt ekki tækifæri til að kynnast. Við fórum alltaí Fjölskyldan að skoða eitt af mörgum myndaalbúmum frá Japan. Katrín, 5 ára, situr í fangi pabba síns, Erna beygir sig fram og bendir á mynd af nokkrum japönskum nemendum sínum sem hún kenndi ensku, Perla, 13 ára, og Gunnar, 11 ára, fylgjast með. Á myndina vantar Nínu, 16 ára, dóttur Ernu af fyrra hjónabandi, en hún var önnum kafin í próflestri. „Að minnsta kosti hefur hann séð meira af því en ég — á sama hátt og við höfum séð meira af Japan en margir landsmenn þar.“ „Já, vel á minnzt, reyndar var það nú aðallega Japan en ekki Franklin sem ég ætlaði að spyrja þig um. Hvað voruð 'þið að gera þangað?“ „Franklin var sendur til Tókíó á vegum MAAG (Mili- tary Assistance Advisory Group) sem herfræðilegur ráðunautur, og jafnframt vor- um við gestir japönsku stjórn- arinnar og höfðum diplómata- passa. Það fór afskaplega vel um okkur, og við fengum indæla íbúð í húsi sem stjórn- in hafði látið byggja handa MAAG. Þetta var stórt hverfi þar sem um fjögur hundruð manns bjuggu, og í kringum það var girðing og á henni tvö hlið sem japanskir verðir gættu dag og nótt.“ „Var það ekki þvingandi? Fannst þér þið ekki vera eins og í hálfgerðu fangelsi?" „Nei, nei, alls ekki, það voru gríðarstórir garðar umhverfis húsin, staðurinn var yndisleg- ur og mjög þægilegur fyrir krakkana. Enda hefði ekki verið gott, að þau hlypu eftir- litslaust út af afgirta svæðinu, því að umferðin fyrir utan var æðisgengin eins og annars stað- ar í Tókíó/1 Húsnœðisskorturinn er œgilegur „Hvað er fólksfjöldinn orð- inn þar?“ „Það er sagt, að hann sé milli ellefu og tólf milljónir, en það eru ekki nákvæmar töl- ur. Þarna er fullt af óskrásett- um íbúum, fólki sem býr hjá ættingjum og vinum og öðrum sem að nafninu til eiga kann- ski heimili annars staðar. Það er talið, að kringum tvö þús- und manns flytjist daglega til Tókíó. Auk þess eru útborg- ir, og margir sækja vinnu inn í borgina, þótt þeir búi fyrir utan hana.“ „Er þá ekki mikill húsnæðis- skortur?“ „Alveg ægilegur. Og húsa- leiga er óskaplega dýr, miðað við kaupið sem fólk hefur.“ „Hvað fannst þér ólíkast vesturlöndum þegar þú komst fyrst til Japans?“ „Það var nú margt. Útlit fólksins, klæðaburður og að sumu leyti framkoman, húsa- stíllinn, allt þetta smáa ffn- gerða, litlu göturnar, litlu utan- dyrasölubúðirnar, blærinn yfir öllu ... til að byrja með fannst mér allir Japanir nákvæmlega eins og gat ekki greint einn frá öðrum, en smám saman fór ég að sjá, að þeir voru alveg eins ólíkir innbyrðis og fólk af öðr- um þjóðum. Það er til dæmis FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.