Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Síða 20

Fálkinn - 07.02.1966, Síða 20
Draugar á segulbandi Sœnskur listamaSur og írœSimaSur telur sig hafa náS sambandi við. framliðna menn gegnum segulbandstœki. Segir hann raddimar koma fram á bandinu innan um truflanir og annan hávaða, og þœr nota ýmis tungumál. i AÐ að maðurinn skuli vera söngvari, málari, rithöf- undur, leikari, — það að hann hefur tíu tungumál á valdi sínu og er álíka áhugasamur um fornleifafræði og Svíakóngur, er útaf fyrir sig nóg til að gera manninn forvitnilegan í augum almennings. En allt er ekki talið. Hann, sem fæddist í Odessu, stærsta hafnar- og verzlunarbæ rússneska keisara- dæmis, er nú seztur að í afskekktu þorpi í Svíþjóð, eftir að hafa ferðast svo að segja um allan heim. Þegar svo maðurinn heldur því fram, að hann standi í beinu sambandi við hina dauðu og leggur fram sönnun á sönn- un ofan, á segulbandsspólum, sem færustu sérfræðingar Svía treysta sér ekki til að véfengja, þá liggur í augum uppi að maðurinn hlýtur að vita lengra en nef hans nær. Norsk blaðakona, sem gekk á fund Friedrichs Jiirgensons og eyddi heilum haustdegi á heimili hans og konu hans, sem er sænsk og tannlæknir að at- vinnu, segir í eftirfarandi við- tali frá kynningu sinni við þennan mann, sem hvort sem maður trúir á fullyrðingar hans eða ekki, hefur mikið persónulegt aðdráttarafl. Bíllinn stanzar, svo að hvín í hemlunum, framan við gult steinhús, sem veitti ekki af að mála. Trjáviður í fullum blóma myndar umgerðina og það er engan mann að sjá. Ég geng hikandi heim. Það er ekki á hverjum degi, sem maður á fyrir höndum að standa augliti til auglitis við „forvitnilegasta mann aldar- innar, manninn, sem tekur raddir hinna dauðu upp á segulband.“ Og sem á 1 fórum sínum mörg hundruð segul- bandsupptökur af röddum löngu dauðra manna . .. Ég mynda mig til að berja að dyrum, en í þeim svifum opnast dyrnar og svartur og loðinn hundur kemur í flasið á mér með frekjulegu gelti. — Hann er ekkert hættu- legur. Hann er aðeins að bjóða góðan dag. Skammastín nú, skammastín Carino minn. Það er þá sem sagt Carino, sem ég hef þann heiður að hafa kynnst, tryggur kjölturakki Jurgensons, sem að því er Jurgenson heldur fram í bók sinni „Raddir utan úr geimn- um“, sér ekki aðeins, heldur heyrir einnig í öndum þeim, sem húsbóndi hans hljóðritar á segulbönd. Á meðan hann hengir regn- kápuna mína í fatahengið, gefst mér tækifæri til að sannreyna að heimspressan hefur ekki kveðið of sterkt að orði um persónu íbúans og þann stíl, sem hann hefur skapað í kring- um sig á Nýsunds búgarðin- um þar sem hann býr. Hann er hávaxinn og hárið ljóst, en grásprengt og hann á í mestu erfiðleikum með að halda því frá enninu. Húðin er dökkleit og hann virðist vera að minnsta kosti tíu árum yngri en fæðing- arvottorðið segir til um. Við setjumst í vínrautt sófa- sett í stofunni. Á veggjunum hanga róandi, en dálítið kald- ranalegar myndir frá Pompeij. (hér á eftir fer afskaplega kvenleg lýsing á stofunni í öllum smáatriðum og sjáum vér ekki ástæðu til að tíunda öll þau ósköp. Innskot Fálk- ans). Utan við gluggann sjáum við glampa á Langavatn, þar sem vélbátur duggar framhjá. — Er fiskur hér? — Jú, það er fiskur í vatn- inu, en við veiðum hann ekki. Börnin áttu einu sinni kött, sem lagði sig niður við fisk- veiðar og við förguðum hon- um. Allar götur siðan ég var smábarn, hef ég haft hina mestu andstyggð á allri vald- beitingu og drápi og það gildir jafnt um dýráríkið og mann- heima. Þess vegna hef ég stað- fastlega neitað að gegna her- þjónustu, algerlega burt séð frá því að það gæti kostað mig lífið. I Odessu upplifði ég ekki einasta fyrri heimsstyrjöldina, heldur og byltinguna miklu og hina hryllilegu hungursneyð og farsóttir, sem hún hafði í för með sér. Þegar ég fór til Pale- stínu, til að læra söng, lenti ég beint í kynþáttaofsóknar- öldu Araba gegn Gyðingum ... Þegar ég hafði dvalið nokkur ár í Róm við listmálaranám, ákvað ég að setjast að hjá móð- ur minni í Eistlandi, en ég var ekki fyrr kominn þangað en önnur heimsstyrjöld brauzt út. Þér ættuð því að geta gert yður í hugarlund, að dauðinn hefur verið næsti nágranni minn við hin margvíslegu tækifæri. Kannski er það ástæðan fyrir því að hinir dauðu hafa valið mig, sem milligöngumann . . . Ég lít snöggt upp og hann skilur samstundis hina þöglu spurningu mína. Svik? Ég er búinn að stunda þessar upptökur í sjö ár. Ef svik væru í tafli, hefðu þau verið afhjúpuð á einni viku. Hvers vegna skyldi ég annars stunda svik? Með því gerir maður ekki annað en að eyði- leggja mannorð sitt, fjölskyldu sína og efnahag.. . Þegar ég tók þá ákvörðun fyrir nærri tíu árum, að hætta öllu öðru og einbeita mér að drauga- rcddunum, var það úrslitastund og ég stóð á þröskuldi ókunnr- ar og ljómandi veraldar. Ég hafði þá verið í Vatikaninu og málað mynd af Piusi páfa tólfta og ég var eini listamað- urinn, sem fékk að vera við- staddur, þegar Pétur postuli var grafinn upp og legstaður hans rannsakaður í neðanjarð- arhvelfingum Péturskirkjunn- ar. Og ég hafði stundað árang- ursríkar rannsóknir í Pompeij. Samtímis þessu fékk ég tilboð um að vera viðstaddur upp- gröftinn á Casa Swedsi og tók því með hinni mestu ánægju, því að ég hef alltaf haft áhuga fyrir fornleifafræði og þar að auki elska ég Ítalíu. Það var einmitt um þessar mundir, sem ég fékk fyrsta beina talsambandið við fjórðu víddina, en það var í raunimii stórkostlegur stjarnfræðilegur ávinningur og það fékk ég stað- fest nokkrum dögum síðar í þýzkum og brezkum tímarit- um. Ég varð mjög undrandi á þessu, því að ég hef aldrei nokkurn tíma haft hinti minnsta skilning á stjörnu- fræði. Það var í júnímánuði 1959, að rödd frá hinu óþekkta kom í fyrsta skipti inn á bandið. Ég hafði ætlað mér að taka 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.