Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Síða 27

Fálkinn - 07.02.1966, Síða 27
RAUÐKLÆDDU KONUNI Þegar heimskreppan skall yfir árið 1921 og fólk stóð I biðröðum eftir mat og barðist með hnúum og hnefum um hverja atvinnu, var það einn dag, þegar John var nýkom- inn heim úr verzluninni og ætlaði að fara að setjast að snæðingi, að barið var að dyrum hjá þeim. Rose lauk upp og fyrir utan stóð simasendill. Rose, sem nú var hálffimmtug, varð skelfingu lostin — eitthvað hlaut að hafa orðið að dóttur þeirra eða öðrum í fjölskyldu henn- ar fyrst þau fengu símskeyti. Þetta var fyrsta símskeytið, sem þau John höfðu nokkurn tíma fengið. John opnaði umslagið skjálfhentur — símskeytið var stílað til hans, og þegar hann hafði lesið það, varð hann náfölur og hneig niður á stól. Kona hans var á barmi tauga- áfalls. þegar hún tók við simskeytinu af honum og las það. í símskeytinu stóð, að John Williams hefði unnið tvær og hálfa milljón króna í erlendu happdrætti, sem hann hafði keypt miða í fyrir einn shilling fyrir tveim mánuðum. Þessi auðæfi voru svo gífurleg, að þau yfirstigu glæsi- legustu drauma þessara fátæku hjóna. Það var Rose, sem fyrst áttaði sig, þau sendu hálfa milljón króna til dóttur sinnar og síðan héldu þau til London í fyrsta skemmti- ferðalag sitt. Peningarnir stigu John til höfuðs og hann fór að drekka. Hann hafði varla bragðað áfengi fyrr en nú uppgötvaði hann allt í einu nýjan heim, með áfengi, fjárhættuspili og veðhlaupum og þegar Rose sá, hvernig hann stráði um sig peningunum, þá lét hún málið til sín taka. Þá sló hann Rose í fyrsta skipti á ævinni. Hann var drukkinn og var einmitt að koma heim frá veðhlaupum, þar sem hann kvaðst hafa tapað fjörutíu þúsundum á tveim klukkustundum. Rose varð sem þrumulostin og sagði, að sér fyndist hann vera að fleygja peningunum á glæ. John hafði barið Rose í andlitið, en þegar hann vaknaði af vímunni morguninn eftir, hafði hann ekkert samvizku- bit. Hann sagðist ætla að flytja frá henni og að hann hefði hugsað sér að eyða nákvæmlega eins miklum peningum og hann lysti. Á næstu sjö mánuðum varð þessi fjárfúlga nærri því að engu í höndum hans. John tapaði stórum upphæðum í hesta- veðhlaupum, hundaveðhlaupum og fjárhættuspili. Hið örlagaríka júlíkvöld sat Rose og beið með kvöld- matinn. Hún beið eftir honum þangað til klukkan þrjú um nóttina, að hann kom loks heim, svo drukkinn, að hann stóð varla á fótunum. Þegar hann kom inn, stóð hún upp til að fagna honum eins og hún var vön. En hann hratt henni frá sér og æpti: — Á morgun fer ég frá þér. Ég er búinn að finna aðra, sem er miklu yngri og fallegri en þú gamla norn. Ég á nóga peninga og get fengið þá sem ég vil. — Ég mun aldrei gefa eftir skilnað sagði Rose rólega. — Ég giftist þér og hef hugsað mér að vera konan þín það, sem eftir er ævinnar. John slangraði til hennar, augu hans voru blóðhlaupin og hann hélt henni fyrir framan sig. — Fyrr skyldi ég drepa þig, sagði hann. — Ég skal drepa þig, þannig að ég geti orðið frjáls. Þegar hann lagði hendur um háls hennar, hrinti hún honum frá sér af öllum kröftum. Hún ætlaði að hlaupa út eftir hjálp en John rak fótinn f stól. þegar hún vtti honum frá sér, hann féll og rak höfuðið í aringrindina. Hann rann niður á gólfið og lá þar hreyfingarlaus. Rose varð kvíðin, beygði sig niður að honum og sá ekkert lífs- mark með honum. Hún flýtti sér til lögreglustöðvarinnar til að sækja hjálp. Þegar sjúkrabíllinn kom var John Williams látin.. Rose sagði lögreglunni nákvæmlega hvað hefði skeð og hún var tekin föst. Aðeins til málamynda, sagði lögreglu- þjónninn henni. Hann efaðist um, að nokkur kæra yrði borin fram á hendur henni. Og hann átti kollgátuna, bví hún var látin laus snemma morguninn eftir. Við líkskoðunina varð Rose aftur að bera vitni. Þar var lýst yfir því, að John Williams hefði látizt af slysför- um og Rose var sleppt. Sjálf hélt hún því fram, að bún hefði orðið manni sínum að bana og ætti þess vegna að hljóta refsingu. Það var að visu satt, að hún hafði drepið hann, en það var slys. Hún hafði hvorki ætlað að drepa hann né meiða, skýrði dómarinn fyrir henni þolinmóður, og jafnvel þótt hún hefði drepið hann af ásettu ráði. þá myndi enginn dómstóll dæma hana fyrir það. þar sem bað hefði verið í sjálfsvörn. En Rose gat ekki sætt sig við þetta: Hún ásakaði sjálía sig fyrir það, að maðurinn. sem hún elskaði var látinn. Dóttur hennar hefur að líkindum verið eins farið, því hun hætti að skrifa til móður sinnar og þegar Rose reyndi að skrifa til hennar lét Ruth mann sinn svara henni í stuttu bréf: — Æskilegt væri, að við hefðurri ekki frekara sam- band okkar á milli skrifaði tengdasonurinn. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Rose hafði fengið þetta bréf, tók hún saman hinar fáu eigur sínar og skömmu áður en hún yfirgaf heimili sitt, fór hún til nágrannakonu sinnar, Tessa Courtney. og bað hana að gera sér greiða: Framh. á bls. 33. Williains-fjölskyldan lifði kyrrlátu og hamingjusömu liPt unz stóri vinningurinn kom. Hér sést John, Ruth og Rose. FÁLKINM 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.