Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Side 28

Fálkinn - 07.02.1966, Side 28
„Áttu enn blaðið?" „Það er heima. Ég klippti íréttina út og ætla að geyma hana. Ég ætla að nota þessa japönsku konu í söguna mina. „Hvað hét hún?“ „Hún var nefnd Aika eða eitt- hvað þess háttar. En ég ætla að nota anpað nafn. Ert þú kunn- ugur japönskum nöfnum? Hvað er að þér? Þú ert allt í einu orð- inn svo skrítinn á svipinn?" Chiang tók fimm dala seðil úr veski sínu og lét hann á borðið. „Borgaðu kvöldverðinn fyrir mig,“ sagði hann. „Ef til vill kem ég ekki aftur.“ Hann flýtti sér út úr veitinga- stofunni og keypti kvöldblað á horninu á Kearnystræti og Washingtonstræti. Fréttin var þegar farin af forsíðunni. Hann staldraði undir götuljóskeri óg fletti blaðinu. Loks fann hann það sem hann leitaði á næst öftustu síðu: JAPANSKRI KONU BJARG- AÐ AF GOLDEN GATE BRÚNNI. Ung og fögur japönsk kona reyndi snemma í morgun að fremja sjálfsmorð á Golden Gate brúnni, en tortrygginn leigubíl- stjóri gat komið í veg fyrir harmleikinn. Konan var Aika Yamamoto, tuttugu og fjögurra ára fráskilin kona frá Oakland. Lögreglan tjáði okkur, að um klukkan fimm í morgun hafi frú Yamamoto farið út úr Mount Zion sjúkrahúsinu, en þar hafði hún alið stúlkubarn þrem dög- um áður, kallað á leigubíl og beðið bílstjórann að aka sér til Galden Gate brúarinnar. Leigu- bílstjórinn, Joe Martinus, tók eftir tárvotum augum hennar og taugaóstyrk og gerðist tortrygg- inn. Hann spurði hana hvort hún vildi fara yfir brúna. Frú Yamamoto sagðist ætla í heim- sókn til vina, sem byggju ná- lægt brúnni. Martinus bauðst til að aka henni alla leið, en hún kvað það ekki nauðsynlegt. Þar sem honum var kunnugt, að enginn býr nálægt Golden Gate brúnni, hafði hann nánar gætur á henni, eftir að hún var farin út úr bilnum. Frú Yamamoto gekk að brúnni og Martinus ók í humátt á eftir henni. Þegar hún hafði gengið um fimmtíu metra út á brúna nam hún stað- ar og tók að fikra sig yfir grind- verkið. Martinus ók þangað, stökk út úr bilnum og þreif í hana og eftir að hún hafði veitt honum mótspyrnu féll hún í öng- vit í örmum Martinusar. Brúar- vörðurinn, Max Braxton, hringdi á sjúkrabíl og síðan var henni ekið til Hafnarslysastofunnar; seinna mun hún verða flutt til taugadeildar San Francisco sjúkrahússins til rannsóknar. Þegar Chiang hafði lesið frétt- ina, hraðaði hann sér inn í næstu lyfjaverzlun og hringdi til slysa- varðstofunnar. Honum var sagt að Aika væri farin þaðan til rannsóknar á geðverndardeild San Francisco sjúkrahússins. Hann hringdi þangað og var þá sagt, að hún væri þar í rann- sókn en myndi síðar verða flutt til Mount Zion. Þá hringdi hann til heimilis herra Yee í Oakland; ung stúlka svaraði í símann og sagði að herra Yee væri á skrif- stofu sinni. Chiang fór út úr lyfjaverzlun- inni og gekk upp eftir Grant- stræti. Þegar hann nálgaðist skrifstofu herra Yee, sá hann ijós í glugga á efri hæðinni. Hann flýtti sér upp stigann og fann herra Yee í móttökuher- berginu, með glas fyrir framan sig. Hann var fölur og tekinn, augun blóðhlaupin og skyrtu- kraginn fráhnepptur. „Farðu út,“ sagði hann við Chiang. „Ég vil ekki tala við þig. Ég vil ekki tala við neinn.“ „Herra Yee,“ sagði Chiang ákveðinn, „hvað gerðist? Ég var að lesa fréttina i blöðunum. Hvað kom fyrir Aiku?“ „Ef þú hefur lesið blöðin, þá veiztu hvað gerðist." „En hvers vegna? Hvers vegna?" „Spurðu mig ekki hvers vegna. Þú ættir að vita það. Hún er vinkona þín.“ „Heyrðu mig nú, herra Yee,“ sagði Chiang byrstur, „ég vil fá að vita hvers vegna Aika reyndi að fremja sjálfsmorð." „Hvers vegna? Gott og vel, ég skal segja þér hvers vegna, svaraði herra Yee og var auð- heyrilega töluvert drukkinn. „Vegna þess að ég vil ekki eiga telpuna. Ég sagði henni að ég vildi ekkert hafa með hana og telpuna hennar. Það sagði ég henni. Þú getur átt þær báðar fyrir mér. Hypjaðu þig út og láttu mig í friði." Hann tók um glas sitt skjálfandi hendi og drakk úr því. Chiang horfði á hann með fyrirlitningu. „Þú vildir auðvitað eignast dreng. Það varð að vera drengur, sem gæti erft ættar- nafnið og bölvaða peningana þína. Þú knýrð konu til sjálfs- morðs vegna þess að hún elur þér telpu í stað drengs...“ „Þegiðu, þegiðu!" hrópaði herra Yee og augu hans skutu gneistum. Hendur hans skulfu nú enn meir, eins og orð Chiangs hefðu sært hann holundarsári. Allt í einu fleygði hann glasinu í gólfið svo það mölbrotnaði, reis á fætur og benti með fingri út um gluggann og niður á göt- una. „Farðu og líttu á þessa telpu," sagði hann og rödd háns var rám. „Þú átt ekkert í henni. Hún er kynblendingur. Með ljóst hár og blá augu! Hvernig get ég sagt móður minni og ættingj- um, að ég eigi hana? Ég yrði auðmýktur svo að ég ætti mér ekki viðreisnar von það sem eftir væri ævinnar. Það fylgir þér ógæfa. Þú hefur ekkert fært mér annað en erfiðleika og óhamingju. Farðu nú út og leyfðu mér að vera í friði.“ Hann settist niður og huldi andlitið í höndum sér. Langa stund var Chiang þög- uli og lamaður eins og eftir reiðarslag. Kynblendingur! Það var John Larson, sem var faðir barnsins! Það hafði aldrei svo mikið sem hvarflað að honum fyrr, en þannig hlaut að liggja í því. Þau höfðu verið saman nokkra daga áður en Aika kom til hans og var hjá honum um nóttina. Hvers vegna hafði hon- um ekki skilist það? Hvernig gat hann hafa verið svo heimsk- ur? „Mér þykir þetta leitt þin vegna," sagði hann loksins. „Ég hefði átt að segja þér allan sann- leikann strax. Þessi fávizka mín hefur valdið okkur báðum ærn- um þjáningum, herra Yee.“ „Báðum? Hvað kemur þetta þínum tilfinningum við?“ „Ég elskaði hana,“ sagði Chi- ang rólega. „Aldrei á ævi minni hef ég elskað nokkra veru eins heitt og ég elskaði hana. En hún eiskaði mig ekki frekar en þig. Það er vestrænn maður, sem á ástir hennar og hann er faðir barnsins. Ég kynntist Aiku í veit- ingahúsi; hún er vændiskonan, sem ég sagði þér frá.“ Andlit herra Yee var enn falið í höndum hans. Skyndilega gaf hann frá sér ekkastunu. Chiang hafði aldrei áður séð karlmann gráta; hann vissi hve mikla þján- ingu þurfti til þess að koma manni á borð við herra Yee til að gráta. Hann vonaði að orð hans gætu flýtt fyrir viðreisn herra Yee; þau voru nauðsyn- leg, eins og hnífur, til að nema burt illkynjað æxli. Hann lang- aði til að segja eitthvað fleira herra Yee til huggunar, en gat ekkert fundið. Hér var við engan Hún spurði eftir þér og þegar ég sagði henni að þú vœrir farinn frá San Francisco, fór hún að gráta eins og þú vœrir dauður eða eitthvað þaðan af verra. Þú hefur líklega verið henni mjög góður. Hún spurði mig hvar þú vœrir og sagðist skulda þér peninga, sem hún œtlaði að senda þér strax og hún gœti.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.