Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Síða 32

Fálkinn - 07.02.1966, Síða 32
• Draugar Framh. aí bls. 21. mig ósegjanlegri gleði. Þessi uppgötvun, þetta samband við hina dauðu, var meira virði en allt annað. í sjö ár hef ég ekki málað eina einustu mynd, ekki snert á pensli og önnur áhugamál mín hafa orðið að víkja. Áður voru það málarar, rithöfundar, söngvarar og fornleifafræðing- ar eru og verða til, bæði vond- ir og góðir en maður, sem and- arnir hafa kosið til að hafa samband við með hjálp hlut- lausra hjálparmeðala, það var nokkuð sem ég vissi ekki um neitt fordæmi til áður. Rennihurðin opnaðist og frú Monica, sem er tannlæknir kemur inn. — Við manneskjurnar fel- um mikið af sjálfum okkur bak við þykka skel, skýtur hún inn í samtalið. — Það geta andarnir ekki. Þeir sjá þvert í gegnum hvern annan og einnig í gegnum okk- ur. Þegar þeir eru hér í húsinu, vita þeir nákvæmlega um allt sem gerist og allt sem við hugs- um. — Þér getið ekki ímyndað yður hve elskulegir andarnir eru, skýtur Jiirgenson inn í. — Svo vingjarnlegir og elskulegir og því meira sem maður umgengst þá því vænna þykir manni um þá. Og þeir hafa dásamlega kýmnigáfu og eru svo dásamlega þolinmóðir! T. d. hún Lena, aðstoðarkona mín meðal andanna, verður aldrei afundin eða óþolinmóð sama hvað mér gengur illa að skilja það sem mér er ætlað. Án Lenu gæti ég yfirleitt ekki unnið. Hún hefur geysimikla hæfileika, vísar mér á rétt bylgjusvið á útvarpinu, leið- réttir mig beint gegnum hljóð- nemann og telur í mig kjark- inn, þegar ég er í þann veginn að gefa allt frá mér. — Trúi?< þér á Guð? spyr ég skömmu siðar. — í eðli mínu er ég vantrú- arseggur og álít trúarbrögð eins konar óskhyggju, en ég vísa engu á bug með því einfald- lega að segja að það sé ómögu- legt. Hann þegir um stund, meðan hann virðir fyrir sér ógnandi þrumuskýin, sem hlaðast upp yfir vatninu. — í dag er heimurinn í þann veginn að eyðast af efnis- hyggju, stjórnleysi og guðleysi. Sú staðreynd að hinir dauðu hafa nú, líklega í fyrsta skipti í sögunni náð beinu sambandi við lifandi fólk, getur verið lausnin á þessum vanda. Þeir eru nú að vinna að því að full- komna samband sitt við jarðar- búa. Ja dauðir og ekki dauðir, frú Blom. .. Andarnir eru kannski miklu meira lifandi en við sem hér sitjum. Og stórum vitrari. Þeir búa í fullkominni einingu og næstum dýonesískri vináttu. Þeir gera sér ljóst, að lif þeirra hér á jörðu var óhjá- kvæmilegt með tilliti til lög- málsins um orsök og afleiðingu. Þeir segja: Hér í fjórðu vidd- inni, eru engir prestar sem prédika, engar kirkjur. Þið prédikið hins vegar dauða og tortýmingu hver yfir annan. — Þetta hljómar ekki svo afleitlega, en að sálirnar skuli geta . . . — Sálirnar? Jurgenson tekur fram í fyrir mér áður en mér tekst að ljúka við setninguna. — Hver hefur sagt að hinir dauðu séu sálir, sem svífa allt um kring í hvítum náttkjólum og spila á hörpur undir alls- herjar Hallelújasöng? Hinir dauðu hafa líkama rétt eins og við. Líkami þeirra er aðeins byggður upp af rafeindum. Landamærin milli hinna dauðu og okkar eru hrein ímyndun, byggð á skilningi okkar á formi, rúmi og tíma. — Og þessu viljið þér halda fram frammi fyrir öllum heim- inum? Hann verður mjög alvarleg- ur í bragði. — Þegar maður er sannfærð- ur um að hafa á réttu að standa, hræðist maður ekkert. Þá vogar maður öllu. — Vantrúin, sem verður á vegi yðar er hún engin hindr- un? — Það er eðli manneskjunn- ar að nálgast allt, sem er nýtt og óútskýrt með tortryggni. Það tók mig jafnvel langa bar- áttu og iangan tíma að losna við gámlar kreddur og vana- hugmyndir, þangað til ég varð móttækilegur fyrir því sem andarnir voru að koma á fram- færi við mig. Mér fannst næst- um fáránlegt að trúa hinum, vægast sagt, furðulegu skila- boðtim frá fjórðu viddinni. Það var of nýtt fyrir mér og ég var óvanur því og það var gagnstætt öllu því sem ég áleit heilbrigða skynsemi. Raddir hinna dauðu. Nú var tekið af borðinu og við klöngruðumst upp á aðra hæð, þar sem Júrgenson hefur vinnuherbergi sitt. — Ég á í fórum mínum bæði óþekktar raddir, raddir vina minna látinna og raddir heims- þekktra manna, segir hann. — 'Samt sem áður engar frá fornöld eða miðöldum. Líklega eru allir þeir, sem þá voru uppi margir endurfæddir og lifa nú meðal okkar á jörðinni, eða þá að þeir eru hinum megin undir öðrum nöfnum. — Þér trúið í raun og veru á endurfæðingu? — Afdráttarlaust. Annað hvort fæðist maður sem karl- maður eða kona. Kynið breyt- ist frá lífi til lifs. í hverju jarð- lífi söfnum við reynslu og það aukast drættir í persónuleik- ann. Náum við einhvern tíma þeim árangri að lifa fullkomnu hreinu jarðlífi, getum við tek- ið okkur fastan bústað hinum megin. En við getum líka, rétt eins og Kristur og Buddha snú- ið aftur til jarðarinnar, sem lærifeður manna, ef við kærum okkur um. Á hinn bóg- inn hafa andarnir sínum skyld- um að gegna, svo sem eins og að rannsaka geiminn og ganga aftur í sögunni... Nú setur Júrgenson tækið í gang og það fer að urga og væla með ólýsanlegum hávaða. Allt í einu stöðvar hann band- ið og hallar sér að mér: — Heyrðuð þér þetta? Spyr hann ákafur. — Heyrði? Spyr ég og veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. — Hvað þá? — Heyrðuð þér ekki rödd- ina, sem sagði: „So kalt ist in Dir?“ Og aftur er tækið sett í gang og allt í einu, gegnum allar truflanirnar, heyri ég hola rödd, sem segir: „So kalt ist in Dir.“ Ég kinka kolli í ákafa: — Nú heyrði ég það. — Gott. Þá höldum við áfram. Aftur fer bandið af stað með tilheyrandi truflunum og surgi. — Nú segja þeir ... „Wir fliegen til Mölnbo Far- bror Friedel" bæti ég við. Júrgenson með viðurkenn- ingarhreim: — Jú, jú. Það var mjög greinilegt. En hvað eiga þeir við með „wir fliengen? ... Hann slekkur á tækinu og hallar sér aftur á bak. — Setningin, sem þér heyrð- uð rétt í þessu merkir, að eitt af farartækjum hinna dauðu er á leið inn yfir Svíþjóð til Mölnbo og vill komast í sam- band við mig. — Þessi farartæki, sem fara með hér um bil 60 km. hraða á mínútu, heldur hann áfram eins og ekkert hafi í skorizt, — eru daglangt og náttlangt á ferðinni um jörðina, taka upp sendingar og skilaboð viðvíkj- andi deyjandi fólki og einnig annast þau svokallaða „dauða- flutninga" frá einu tilverustigi til annars. Þessi farartæki, þessi hreyfanlegu parasálfræði- legu undur, sem hafa sam- eindasamsetningu af öðrum þéttleika og á öðru bylgjusviði en okkar... — Augnablik! Gríp ég fram í. Hvernig í ósköpunum getið þér vitað allt þetta? — Meðal annars vegna send- inga frá rannsóknarmiðstöð andanna CISS (Central Invest- igation Station in the Space), þaðan sem þeir hafa auga með okkur og þaðan sem ég nótt og dag tek á móti skilaboðum til jarðarinnar. Og hver kjaftar upp í annan. — Tekur það ekki á taug- arnar að hlusta á raddirnar. Verðið þér ekki hræddar? Spyr Júrgenson. — Nei, það verð ég ekki. En segið mér: Hafa fleiri en þér þekkt raddirnar? — Að vísu. Hér hefur verið fólk, sem hefur hrærst svo við að heyra raddir látinna ást- vina, að það hefur grátið af gleði. Þér getið ekki ímyndað yður hvílíka sálfræðilega og geðheilsulega þýðingu það hef- ur að ná sambandi við látna ástvini, að heyra allt í einu rödd, sem maður hélt að væri þögnuð að eilífu og fá full- vissu um að viðkomandi er til og líður vel. Sjálfur hef ég haft samband við móður mína, en faðir minn er endurfæddur til jarðarinnar. Hvar veit, ég ekki. Nýtt band snarkar og snýst. Framh. á bls. 34. 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.