Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Page 33

Fálkinn - 07.02.1966, Page 33
/teiknað af sveini kjarval husgagnaarkite [SKEI F A N INÝTT D SEM GEFUR MÖGULEIKA TIL MARGBREYTNI Í UPPRÖÐUN 1*2’3. SÆTA HORN SÓFI • Leyndarmál Framh. af bls. 27. Myndi hún vilja fara einu sinni á ári — á dánardegi John Williams — og leggja krans á gröf hans? — Ég fer leiðar minnar og kem aldrei aftur, sagði Rose. Ég skal láta þig hafa næga pen- inga til þess að kaupa krans á hverju ári, það sem þú átt eftir ólifað. Rose tók sér far til Ameríku og hafði með sér það, sem eftir var af hinum mikla happdrætt- isvinningi eiginmannsins: um 300.000 krónur. Hún lagði pen- ingana í banka og tók sér bú- stað í Los Angeles. Endrum og eins bætti hún fáeinum dölum við bankainni- stæðu sína en hún tók aldrei neitt út að frátöldum nokkrum krónum, sem bankinn sendi ár- lega til frú Courtney. Hún hafði verið í Los Angeles í tvö ár, þegar banka- stjórinn skrifaði henni og bað hana um að koma til viðtals. Hann vildi ræða um innstæðu hennar. Þar sem svo virtist, að hún hefði ekki í hyggju að ráðstafa peningum sínum og bankinn vildi gjarnan veita við- skiptávinum sínum þjónustu þá vildi hann vita hvort þeir ættu að leggja fé hennar í eitt- hvað arðbært. — Það getið þér gert fyrir mér, sagði Rose Williams. — Ég skal skrifa undir skjöl þar að lútandi, ef þér viljið. Bankastjórinn var hygginn og innstæða Rose óx jafnt og þétt vegna hagstæðra fjárfest- inga. Féð var lagt í kvikmynda- félög, kvikmyndahús, járn- brautir, í rafvirkjanir og síma- félög. Dag einn fékk frú Williams aftur boð frá bankanum um, að nú ætti hún rúmlega fimm milljóna innstæðu. Þrátt fyrir það tók hún ekki út grænan eyri, — þvert á móti, þá spar- aði hún allt, sem hún gat við sig látið, eins og gömul kona, sem þrælar til að halda lífi. Bankinn hélt áfram að ráð- stafa fé hennar eins og honum þóknaðist og innstæðan óx og óx. En hún hélt áfram starfi sínu sem ræstingakona og klæddist sömu slitnu, rauðu fötunum og skónum, enda þótt hún hefði getað lifað í allsnægt- um og veitt sér það bezta af öllu. Hún sagði aldrei neinum af fortíð sinni, og eftir því, sem ég hef komizt næst, fékk hún aldrei bréf frá dóttur sinni. Hún skrifaði henni ekki held- ur, en hún hafði gefið póst- stofunni í heimabæ sínum í Englandi upp heimilisfang sitt, til þess að hægt væri að senda henni bréf, sem kynnu að ber- ast þangað. Vonaðist hún ef til vill eftir að dóttirin myndi skrifa einhvern tíma, þrátt fyr- ir allt? Þó varð henni ekki að von sinni. Einu sinni í mánuði fór hún á póstafgreiðsluna til að spyrja hvort þar væri nokkuð til Rose Williams, en hún kom ávallt tómhent heim. Fyrstu vikuna í desember 1964 fór Rose Williams, sem nú var orðin gömul kona á níræðis- aldri, í bankann og kvaðst ætla að semja erfðaskrá. Hún fékk eyðublað og skrif- aði erfðaskrána, með banka- stjórann og bankaþjón sem vitni, en hún vildi ekki leyfa þeim að sjá, hvað hún hafði skrifað. Þeir rituðu nöfn sín, sem vitni, hún innsiglaði erfða- skrána og fékk bankastjóran- um umslagið. Eftir jólafríið 1964 mætti Rose ekki til vinnu, í fyrsta skipti í meir en þrjátíu ár. Tvær þeirra, sem unnu með henni, fóru að heimsækja hana 29. desember og fundu hana þá aleina og sjúka. Meðan beð- ið var eftir sjúkrabílnum, sem átti að flytja hana á sjúkra- húsið, sagði Rose við aðra kon- una: — í þessari skúffu — hún benti á kommóðu við hlið- ina á rúminu — er bréf. Viltu vera svo væn áð setja það í póst fyrir mig? Bréfið var stílað til frú Co- urtney. Klukkan rúmlega átta morg- uninn eftir, þann 30. desember, fékk Rose Williams hægt and- lát í svefni. Það kom upp úr kafinu, að hún lét eftir sig tæpár sex milljónir króna, og í hólfi, sem hún hafði á leigu í hvelfingu bankans, fannst umslag. Erfða- skráin var opnuð og þá kom í ljós, að peningum hennar átti að ráðstafa á ýmsa vegu. Hún hafði bætt nokkrum línum við erfðaskrána: „Það voru þessir peningar, sem urðu manni mín- um að bana og sem hafa fært mér alla þá ógæfu, sem ég hef orðið við að stríða um ævina. Guð gefi, að þetta fé, sem fært hefur mér svo mikla óham- ingju, megi verða öðrum til gæfu.“ Þar var ekki orð að finna um dótturina, en Courn- ey-fjölskyldunni, „sem sér um gröf mannsins míns“ hafði hún ánafnað um tíu þúsund krón- um. Blaðaúrklippurnar í banka- hólfinu fjölluðu allar um dauða eiginmannsins og nú fengu all- ir að vita, hvers vegna hún var einatt rauðklædd. Við rétt- arhöldin forðum hafði hún ver- ið kölluð „rauðklædda konan“. Kvöldið, sem maður hennar dó, hafði hún klætt sig í bezta kjólinn sinn, sem var rauður og rauða skó. Upp frá þeim degi, er hún varð manni sínum að bana, óviljandi, gekk hún ávallt rauðklædd. FALKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.