Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 4
I SVIÐS- LJÓSINU BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ r r SKAGA-SEXTETTINN VINSÆLI Dúmbósextett og Steini írá Akranesi er sennilega fjölmennasta hljómsveit landsins. Hún samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og einum einsöngvara. Dumbó hafnaði í fjórða sæti í skoðanakönnun þáttarins á sínum tíma, en Steini nældi sér í 3. sætið á list- anum yfir vinsælustu söngv- arana og kom það fæstum á óvart, því hér er á ferð- inni framúrskarandi efni- legur söngvari, þó að hann eigi ekki nema þrjú ár að baki sem dægurlagasöngvari Sjömenningarnir hafa ó- sjaldan skemmt okkur Reykvíkingum og þá oftast í Glaumbæ. Þá fer hér á eftir kynning á meðiimum hljómsveitarinnar. Nafn: Ásgeir Rafn Guð- mundsson hljómsveitarstj. Fæddur: Akranesi 18. maí 1942. Hljóðfæri: Orgel. Atvinna: Skrifstofumaður hjá bæjarfógetanum á Akranesi. Reykvíkingar: Allavega er gott að spila fyrir þá, en Skagamenn eru betri í knattspyrnu. Bítlahár: Ósmekklegt. Nafn: Reynir Gunnarsson. Fæddur: Akranesi 24. janú- ar 1948. Hljóðfæri: Tenórsaxófónn. Atvinna: Bæjarstarfsmaður. Reykvíkingar: Þolanlegir. Bítlahár: Hef ekkert á móti þvi, ef það er snyrtilegt. Nafn: Jón Trausti Hervarðs- son. Fæddur: Súðuvík 17. ágúst 1945. Hljóðfæri: Tenórsaxófónn. Atvinna: Trésmíðanemi. Reykvíkingar: Ósköp elsku- legir. Bitlahár: Afsakanlegt, ef það tilheyrir atvinnunni. Nafn: Trausti Finnsson. Fæddur: Akranesi 14. apríl 1947. Hljóðfæri: Bassagítar. Atvinna: Iðnnemi. Reykvíkingar: Jú, þeir eru bara ágætir. Bítlahár: í lagi, ef það klæð- ir viðkomandi. Nafn: Finnbogi Gunnlaugs- laugsson. Fæddur: Steingrímsfirði 11. nóvember 1945. Hljóðfæri: Rythmagítar. Atvinna: Blikksmíðanemi. Reykvíkingar: Þeir eru slarkfærir, en Skagamenn standa alltaf framar. Bítlahár: Beatles eru þeir einu, sem bera það með sóma. Nafn: Ragnar Sigurjónsson. Fæddur: Akranesi 11. nóv- ember 1948. Hljóðfæri: Trommur. Atvinna: Iðnnemi. Reykvíkingar: Þeir eru skemmtilegir, hóflega ölv- aðir. Steini. Nafn: Sigursteinn Haraldur Hákonsson, söngvari. Fæddur: Akranesi 1. ágúst 1947. Atvinna: Rafvirkjanemi. Reykvíkingar: Með afbrigð- um skemmtilegt fólk, að maður tali nú ekki um stúlkurnar. Bítlahár: Hvorki með því né móti. Uppáhaldssöngvari: Elvis Presley. Dúmbó er stofnaður í maí 1963 og að sjálfsögðu á Akranesi. Piltarnir hafa leikið víða um landið og í fyrra léku þeir um tíma í Hótel Sögu og voru sérstak- lega ánægðir að fá tækifæri til þess og ekki hefur vinnu- veitandinn verið síður á- nægður, því þeim var boð- ið að gerast atvinnuhljóm- sveit, en urðu að hafna því og kom þar margt til m. a. að þeir eru allir búsettir á Akranesi og urðu þar af leið- andi að fara heim eftir hvert Framh. á bls. 30. I 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.