Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 37
ffet á bak og hugðist ríða heim. En þegar ég var kominn á bak og skyldi þeysa af stað, var þetta bráðviljuga hross ramm- statt og hafðist með engu móti burt frá hinum hrossunum hvaða ráðum sem ég beitti. Engu að síður fannst mér ég vera kominn í góðan félags- skap hjá blessuðum hrossun- um, og ákvað, að frá þeim skyldi ég ekki víkja. Af baki Hrannar færi ég ekki, hvað sém á dyndi. Og þar sat ég og barði fótastokkinn. Allt í einu kveða við sömu óhugnanlegu ýlfrin og fyrr, þrjú í röð, hvert á eftir öðru. Þau koma frá klöppinni með enn meiri ofsa og hryllingi en áður. Það var greinilegur illskuhreimurinn í því síðasta. Við þessi ósköp trylltust hross- in og tóku á sprettinn heim eins og fætur gátu hraðast 'borið þau/ Enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig ég hékk á merinni, að hún skyldi ekki hnjóta á vegleysunni í brúna- myrkrinu á þessari ægifart. Þegar komið var á brúnina fyrir ofan hesthúsið heima kveða enn við þrjú hljóð í fjarska, samt voru þau greini- leg. Og hrossin námu ekki staðar fyrr en við hesthúsdyrn- ar. Og ég lét þau inn. — Og er þar með búin sagan? spyr ég, eitthvað kanntu um tildrög þessara annarlegu áhrifa, sem þig sóttu og hljóð- anna sem þú heyrðir. — Kannski, sagði Jón og brosti hógværlega. Ég veit dá- lítið meira, það er ekki nóg, én mig grunar ýmislegt. Það var vorið eftir, eða 1916, að við faðir minn fórum út í Utan- verðunes. Það var vinskapur milli heimilanna. Það voru for- éldrar Jóns Ósmanns sem þjuggu þar, Magnús Árnason óg Sigurbjörg Guðmundsdóttir, sem m. a. var komin af þeim fræga manni séra Oddi á Miklabæ. Við riðum að vísu til Sauðárkróks, en það var á heimleiðinni, sem við komum í Nes, pabbi þurfti að hitta gömlu hjónin. Magnús var þá rúmliggjandi, enda dó hann þá um sumarið. Sigurbjörg hafði fótavist, hún dó 1919. Þeir spjölluðu margt saman karlarnir, en á meðan gaf Sigurbjörg sig á tal við mig. Við ræddum meðal annars um dulræna hluti, og ég sagði henni söguna, sem þú hefur nú heyrt. Þá segir gamla konan við mig eitthvað á þessa leið: — Þegar ég var ung stúlka á Hafsteinsstöðum hjá afa mín- um, og var að fara í fjósið á vetrarkvöldum, þá kom það iðulega fyrir í svipuðu veðfi, að ég og við fleiri, sáum ljós, rauðleitt flöktandi ljós, sem bar milli bæjanna Kárastaða og Hróarsdals, stundum var kyrrt, en oftar flöktandi.' Ég spurði afa hverju þetta sætti, en hann hafði líka séð það. (En sr. Gísli, afi Sigurbjargar var kunnugur í Hegranesi.) Afi sagði mér, að það hefði fyrrum verið altalað í Hegra- nesinu, að einmitt á þessum stað hefði förukona fætt barn í dul og grafið það í urðina undir klöppinni nálægt alda- mótunum 1800, þá trúi ég Stóridómur hafi enn verið í gildi. — En hafa ekki fleiri en þú heyrt útburðarvælið? spyr ég. — Ekki það ég veit, en Sigurbjörg þessi var skýr og merk. — En hvernig var það, í upphafi þessa máls sagðistu hafa fundið annarleg áhrif streyma til þín frá Vötnunum, hvaða skýringu gefurðu mér á því? — Það er önnur saga. Þau áhrif hurfu, þegar hestarnir tóku sprettinn. Þau stöfuðu frá manni, sem drukknaði í Vestur- ósnum, það var sagt að hann lægi ekki kyrr. Frá honum komu áhrifin, sem fylltu mig óhug og geig heima í Kára-. stöðum. En þó var ég aldrei hræddur við voðann til þeirrar handar, pabbi hafði áður séð við því, hann kunni skil á ýmsu, sem öðrum var hulið. — Viltu ekki segja mér nán- ar af þessu, Jón? — Ekki núna, ég held það sé tæpast timabært, seinna, kannski seinna. En nú er bíl- stjórinn víst farinn að bíða eftir mér. Og það er rétt með herkju- brögðum að ég fæ Jón til að súpa úr kaffibolla, hann vill ekki láta mjólkurbílstjórann úr Nesinu bíða. Jón var að koma að sunnan, en nú ætlar hann að skreppa á æskustöðv- arnar í Hegranesinu og hitta vini og frændur áður en hann fer heim í fásinnið á Skaga. Vindsveipur feykir mjöllinni framan í okkur þegar ég opna dyrnar. Við kveðjumst og hann gef- ur mér góð fyrirheit um fleiri sögur um furður og fyrirbæri, og enda ýmislegt fleira, því Jón kann sjó af sögum og hef- ur margt reynt. — Vertu blessaður. UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJÓNASILKI CERES, REYKJAVÍK CITROÉN í IIOKTE-CARLO KEI»I»]\I]\TINTI l»66 Sex af átta keppnisbiíreiðum frá Citroen voru á meðal tólf fyrstu: I 1. sœti: Toivonen/Mikander, í 4. sœti: Neyret/Terramorsi, í 7. sœti: Verrier/Pasquier, í 9. sœti: Laurent/Marche, í 11. sœti: Rolland/Augias og í 12. sœli: Ogier/Ogier.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.