Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 5
Hárskerar eru ágætis menn segja meðlimir Tempó Þeir vöktu mikla athygli og umtal á hljómleikum THE KINKS í Austur- bæjarbíói. Ástæðan var m. a. all frum- legur klæðaburður og hár, sem hafði verið óskorið mánuðum saman. Síðan hafa Tempó ekki komið fram opinber- lega, því þeir þurftu að helga skólan- um alla starfskrafta sína eða svo til. (Að vísu komu þeir fram á jólaskemmt- un í Háskólabíói). En aðdáendur þeirra höfðu ekki sagt skilið við piltana. Það kom í ljós svo að um munaði í skoðana- könnun þáttarins, en Tempó hafnaði í þriðja sæti. í janúar tókst mér að ná tali af pilt- unum, en það var niður í útvarpi, þar sem þeir voru að leika inn á segulband fyrir þáttinn, „Á nótum æskunnar“ og fer hér á eftir árangurinn af rabbi minu og kemur hér fyrst kynning á einstökum meðlimum hljómsveitarinn- ar. En þeir ætla að taka til starfa af fullum krafti strax og skólanum lýkur. Nafn: Guðni Jónsson. Aldur: Fimmtán ára. Hljóðfæri: Rythmagítar, Uppáhaldshljómsveit: The Beatles. Óskadraumur: Eignast villu með úti- sundlaug. Aðlaðandi stúlka: Hún má ekki kunna að dansa, því síður syngja, en hár verður hún að hafa í mittissídd. Bjór: Mér finnst hann vondur og er hlutlaus í þeim deilum. Nafn: Þorgeir Ástvaldsson. Aldur: Fimmtán ára. Hljóðfæri: Orgel. Uppáhaldshljómsveit: The Hollies. Óskadraumur: Að falla ekki í neinu, sízt á landsprófi. Aðlaðandi stúlka: Hógvær, lagleg og hafa gaman af „pop“-lögum. Bjór: Þannig drykkja er hættulítil og það ætti hiklaust að leyfa sölu á Agli sterka hér á landi. Nafn: Páll Böðvar Yalgeirsson. Aldur: Sextán ára. Hljóðfæri: Trommur. Uppáhaldshljómsveit: The Hollies. Óskadraumur: Að eignast tösku utan um trommurnar. Aðlaðandi stúlka: Þarf að hafa óþving- aða framkomu, smekkleg í klæða- burði, nú svo þarf hún auðvitað að vera dálítið kyssileg. Bjór: Algerlega á móti víni og bjór. Nafn: Halldór Kristinsson (söngvari). Aldur: Fimmtán ára. Hljóðfæri: Bassagítar. Uppáhaldshljómsveit: The Beatles. Óskadraumur: Að komast til Englands með hljómsveitinni. Aðlaðandi stúlka: Andlitsfríð, hæglát og með B. B. varir. Bjór: Ég er tvímælalaust með sölu á honum hérlendis. Nafn: Davíð Jóhannesson. Aldur: Fimmtán ára. Hljóðfæri: Sólógítar. Upnáha'dchljómsveit: The Kinks. Óskadraumur: Að leika á „nikku“ í pásunni á Röðli. Aðlaðandi stúlka: Skrafhreif, falleg og léttlynd og má ekki hafa vit á „beat“- músík. Bjór: Ég bragða ekki áfenga drykki, en er á móti höftum í þessu sambandi. Hvernig féll ykkur að koma fram á hljómleikum THE KINKS? Alveg sérstaklega vel og við vorum mjög ánægðir með móttökurnar. Sum- um þótti ærslin í krökkunum full mikil, en, að okkar dómi hefðu þau mátt vera meiri eða álíka og á hljómleikum Swing Blue Jeanes. Þar var sko fjör, sem tal- andi er um. Þið voruð frumlega klæddir á um- ræddum hljómleikum? Já, miðað við ísl. beathljómsveitir, en erlendis þykir svona klæðaburður ekki lengur frumlegur. Við höfum orð- ið fyrir smá aðkasti út af þessu og ekki sízt vegna síða hársins, en það hefur alltaf verið frá þeim sem ekki hafa hið minnsta vjt á „beat“-músík og klæðnaði þeim, er henni tilheyrir. Það gengu um það sögur, að þið hefð- uð verið skikkaðir til að láta klippa ykkur áður en þið fóruð í skólann. Já, það má orða það svo. Sannleik- urinn er sá, að okkur fannst það ekki taka því að komast í ónáð hjá skóla- stjóranum, en honum er ferlega illa við sítt hár á strákum. En úr því, að þú minnist á hárið, þá má bæta því við, að okkur er alls ekkert illa við hár- skera. 5 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.