Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 18
EFTIR níu ára hjónaband yfirgaf hann hana og börnin vegna annarrar konu. Nú ætlar hann að kvænast henni. Þau eru þegar íarin að búa saman. Hann er hamingjusamur í hinni nýju tilveru og virðist ekki sakna neins frá þeirri gömlu, ályktar hún, bitur í bragði. Það eina, sem hann fer fram á, er að viðhalda tengslunum við börnin. Og það eina, sem hún óskar eftir, er að geta neitað honum um það. — Við eigum ekki að valda börnunum meiri þjáningu en nauðsynlegt er, segir hann. — Þau þarfnast þess að hitta mig öðru hvoru. — Þá hefðirðu átt að vera kyrr hjá okkur þeirra vegna, segir hún. þau komast bara í uppnám af að vera hjá þér í nokkra klukkutíma. Þau eru óhlýðin í fleiri daga á eftir og full af þvermóðsku við mig. Þú ert elsku pabbinn, sem gefur gjafir og ert alltaf í góðu skapi. Ég verð leiðinlega mamman, sem oft er þreytt og döpur. Hvorki börnin né ég höfum gott af því, að þau umgangist þig. — Þú hefur engan rétt til að neita mér um að sjá þau, segir hann. Það stendur í skilnaðarskjalinu, að þú eigir að leyfa mér að viðhalda tengslunum. — Sem móðir þeirra ber mér að hugsa um velferð þeirra, segir hún. Þau hafa illt af að vera í stöðugum reipdrætti milli okkar. En í hjarta sínu er hún aðallega hrædd. Börnin er það eina, sem hún á. Og hún veit að þeim þykir vænt um föður sinn og skemmta sér alltaf vel hjá honum. Einhvern daginn vilja þau kannski heldur flytja til hans. Ef til vill kemur einnig að því, að þau yfirgefa hana. Hún þorir ekki að ljúka við hugsunina. Finnur aðeins ótt- ann ... Tilsýndar getur svo virzt, sem báðir skilnaðaraðilarnir séu upptendraðir af heilagri umhyggju fyrir „velferð" barnanna. í rauninni verða böx-nin í þessu tilviki, sem svo mörgum öðrum notuð sem baráttutæki í lokauppgjöri foreldranna. ★ BARNIÐ ER TYLLIÁSTÆÐAN. Faðir og móðir hegða sér eins og konurnar tvær. sem Biblían greinir frá: Þegar þær fullyrtu báðar, að vera móðir barnsins og börðust um eignaréttinn á því, lét dómarinn sækja svei’ð og bjóst til að kljúfa bai'nið í tvo helminga og gefa konunum sinn hvorn. Önnur konan afsalaði sér „rétti“ sínum af frjálsum vilja — og Salomon konungur dæmdi henni barnið. Það er alls ekki víst að konan hafi verið hið líffræðilega móðir barnsins, en eins og Berthold Brecht kemst að orði þegar^hann endurskapar þessa gömlu sögu í sjónleiknum „Krítarhringurinn“: „Börnin eiga að tilheyra hinum móður- Iegu.“ Og það er ekki svo sjaldan faðirinn. Við getum ekki leyft okkur jafn róttækar aðferðir og Salo- mon konungui’, en við getum litið ofui'lítið nánar á ástæðurn- ar, sem hinir fullorðnu bera fram. Hvers vegna ættu börnin ekki að hafa gott af að hitta föður sinn? Jú, móðirin segir, að þau verði óhlýðin og þver eftir að hafa verið hjá honum. En hún veit einnig, að þeim þykir mjög vænt um hann skemmta sér með honum og vilja fara til hans. „Ef til vill þykir þeim svo vænt um hann, að þau vilji heldur búa hjá honum,“ Svo þegar móðirin neitar föðurnum um að hitta börnin, byggist það ekki á umhyggju fyrir velfei’ð þeirra, heldur á óttanum um, að þau kunni að taka hann fram yfir hana. Eftir skilnað hafa oft báðir foreldrarnir sektartilfinningu gagnvart börnunum. Að vísu virtist þeim ekkert koma til greina nema skilnaður, — en var það rétt gagnvart börnun- um? Gerði ég í raun og veru allt sem ég gat, til að bjarga hjónabandinu? spyrja þau bæði í eigin bai’m. Var það ef til vill einnig niín sök, að svo fór sem fór og kemur það nú niður á börnunum? ★ BARNIÐ ER DÓMARINN. Dómstólar okkar hafa þá einkennilegu reglu, að dæma nærri undantekningarlaust móðurinni umráðaréttinn ; yfir barninu, jafnvel þegar augljóst er, að faðirinn muni jafn FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.