Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 13
— Hvað segirðu? Hvaða erindi getur hann átt til borgar- innar? — Það má hamingjan vita. Hann var að koma út um hliðið á British Museum, þegar ég ók framhjá. Eins og eðlilegt var gat ritarafrúin ekki stillt sig um að spyrja hvort þau væru að tala um raunverulegan ábóta. — Nei, nei, elskan mín. Aðeins nágranna okkar úr sveitinni, sem keypti Lufford Abbey fyrir nokkrum árum. Hann heitir í rauninni Karswell. (Abbey þýðir klaustur. Innsk. þýðanda). — Er hann vinur ykkar? spurði ritarinn og sendi konu sinni þýðingarmikið augnaráð. Spurningunni var svarað með heilu flóði af yfirlýsingum. Eiginlega var ekki hægt að segja neitt gott um hr. Karswell. Enginn vissi hvað hann aðhafðist, þjónalið hans var hræði- legur óþjóðalýður, hann hafði stofnað ný trúarbrögð fyrir sjálfan sig og iðkaði þau á vægast sagt dularfullan hátt, hann var uppstökkur og fyrirgaf aldrei neinum neitt, hann var hroðalega ljótur, eða svo fullyrti frúin þó að bóndi hennar vildi aðeins draga úr, hann gerði aldrei góðverk og ef hann beitti áhrifum sínum til einhvers, var það ævinlega til ills. — Vertu nú sanngjörn væna mín, greip bóndi hennar fram í. — Þú gleymir því sem hann gerði fyrir skólabörnin. — Gleymi því! Ég ætti nú ekki annað eftir! En það var gott að þú minntist á það, því það gefur góða mynd af mann- inum. Hlustaðu nú Florence. Fyrsta veturinn sem þessi skemmtilegi nágranni okkar bjó á Lufford, skrifaði hann sókn- arprestinum sínum (hann er ekki okkar prestur, en við erum vel kunnug honum) og bauðst til að sýna skólabörnunum töfra — skuggamyndir. Hann sagðist hafa nýja gerð mynda, sem þau myndu áreiðanlega hafa gaman af. Nú. Presturinn varð ekki svo lítið hissa, þvi að hr. Karswell hafði sýnt sig í allskonar meinbægni við börnin, kvartað yfir átroðningi þeirra og þess háttar, en auðvitað þáði hann boðið og tíminn var ákveðinn. Kunningi okkar fór sjálfur á staðinn til að fylgjast með og á eftir sagðist hann aldrei hafa orðið eins þakklátur fyrir neitt, eins og það að hans eigin börn gátu ekki komið því við að vera viðstödd. Þau voru raunar í barna- boði heima hjá okkur. Greinilegt var að hr. Karswell hafði einsett sér að gera vesalings þorpsbörnin viti sínu fjær af hræðslu og ég er sannfærður um að hefði hann ekki verið stöðvaður, hefði honum tekist það. Hann byrjaði á tiltölu- lega meinlausum hlutum, einn af þeim var Rauðhetta og jafn- vel þá, segir hr. Ferrar, var úlfurinn svo hroðalegur, að það varð að fara með nokkur af smærri börnunum út og hann sagði að hr. Karswell hefði byrjað söguna með því að væla eins og úlfur einhvers staðar í fjarska og það var eitthvað það hroðalegasta hljóð sem hann hafði heyrt. Hr. Ferrar sagði að allar skuggamyndirnar, sem hann sýndi hefðu verið mjög vel gerðar. Þær voru algerlega raunverulegar, en hvar hann hafði fengið þær, eða hvernig hann hafði búið þær til, gat hann ekki ímyndað sér. Nú en sýningin hélt áfram og sög- urnar urðu smám saman meira hrollvekjandi og börnin voru slegin algerri þögn. Að lokum kom hann með myndaflokk, sem sýndi lítinn dreng í garði hans sjálfs — Lufford á ég við — að kvöldlagi. Hvert einasta barn í stofunni hlaut að þekkja staðinn af myndunum. Þessi aumingja drengur var eltur, ofsóttur og síðar yfirbugaður og annað hvort rifinn í tætlur, eða komið fyrir kattarnef á einhvern annan hátt af hryllilegri hvítklæddri og hoppandi ófreskju, sem í fyrstu faldi sig á milli trjánna og kom síðan æ betur í ljós. Hr. Ferrar sagði að þetta hefði verið einhver sú versta martröð, sem hann hefur lifað og hann þorir ekki að hugleiða hver áhrif hún hefur haft á börnin. Og nú var þó nóg komið og hann talaði vægast sagt höstuglega til hr. Karswell og sagði honum að þetta gæti ekki gengið lengur. Hann svaraði ekki öðru en þessu: „Nú já. Yður finnst vera tími til kominn að við hættum þessari ágætu sýningu og sendum börnin heim að hátta. Allt í lagi!“ Og hugsið ykkur bara! Þá smellti hann nýrri mynd á og hún var af miklum fjölda snáka, marg- fætlna og einhverjum viðbjóðslegum kvikindum með vængi og einhvern^veginn tókst honum að láta svo sýnast, að ófögn- uðurinn væri að þrengja sér út úr myndinni út á milli áhorf- endanna. Þessu fylgdi eins konar þurrt hrygluhljóð sem gerði börnin viti sínu fjær og auðvitað ruddust þau til dyra. Það varð hroðalegt uppnám í þorpinu á eftir. Auðvitað kenndu mæðurnar vesalings hr. Ferrar um ósköpin að miklu leyti og hefðu feðurnir komist í gegnum hliðið heim að Lufford, hefði ekki verið ein einasta heil rúða þar eftir. Og þarna hafið þið hr. Karswell. Þetta er ábótinn af Lufford og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu mjög við þráum félagsskap hans! — Já, ég held að hr. Karnswell hafi allt sem til þarf, til að verða eftirtektarverður glæpamaður og ég myndi aumka hvern þann, sem kæmist á svarta listann hjá honum, sagði gestgjafinn. — Ætli hann sé maðurinn sem . .. ? Eða er ég að rugla honum saman við einhvern annan, sagði ritarinn, sem um hríð hafði verið á svipinn, eins og hann væri að rifja eitt- hvað upp fyrir sér. — Ætli hann sé maðurinn sem gaf út „Sögu svartagaldurs- ins“ fyrir' tíu árum eða svo. — Sá er maðurinn og manstu hverja dóma hún fékk? — Ég hefði nú haldið það og það sem meira er: Ég þekkti þann sem skrifaði þann skeleggasta og það gerðir þú reyndar líka. Þú hlýtur að muna eftir John Harrington. Hann var með okkur í skóla. Framh. á bls. 32. HROLLVEKJA ÚR SAFNI HITCHCOCKS - FYRRI HLUTI FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.