Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 7
Suzie Wong raunveruleikans ásamt syni sínutn — Áttu við að til sé kona. sem hafi verið fyrirmyndin að Suzie Wong? — Vitanlega, sagði Ying Ying og var ofurlítið móðguð yfir efanum í rödd minni. — Ég talaði við hana einu sinni, á sjúkrahúsinu, þar sem við erum skoðaðar einu sinni í viku. — Geturðu hjálpað mér að finna hana? — Það getur verið, sagði Ying Ying. — Langar þig í raun og veru til þess? Hún er nú ekki sérstaklega falleg lengur, á ég við . . — Góða Ying Ying, sagði ég, — það er ekki til þess, sem ég vil finna hana. — Gott og vel, sagði hún — Ég skal reyna. Þessi kona heitir reyndar ekki Suzie Wong. Hún heitir réttu nafni Chop U Tong. Þriðja kvöldið sagði Ying Ying: — Ég hef ekki getað náð í hana, en ég veit að hún vinnur á stað, sem heitir Lokwo. Það var ekki vandratað til Lokwo-vínstofunnar á hafnar- bakkanum. Blátt ljósaskiltið sást af langleið. Ég hafði húist við hávaða og þrengslum. í stað þess komum við inn í ömurlegan, nærri tóman sal. Dúklaus borð með ölblettum, gluggatjöld dregin fyrir, veggur með hafnarhverfis- mynd í ósmekklegum. daufum litum, uppljómuð vínstúka í einu horninu. Tveir iðjulausir barþjónar horfðu tortryggnislega á okkur, þegar við komum inn. Þeim stökk ekki bros. Við gengum að vínstúkunni, báðum um drykk og reyndum að hefja viðræður við náungann í stúkunni. Það gekk treg- lega. Svo spurði ég hann, hvort þarna væri stúlka, sem héti Chop U Tong. Barþjónninn leit á mig andartak og kallaði síðan á þjón. Þeir töluðu saman á kínversku. Þjónninn sagði við mig: — Þekkið þér hana? — Nei, sagði ég, — ekki persónulega. — Hún er ekki hér í kvöld. Ég skýrði fyrir honum hvers vegna ég vildi finna hana. — Getið þér ekki hringt til hennar og beðið hana um að koma hingað? spurði ég. — Ég get ekki hringt. Við þjörkuðum um þetta fram og aftur um stund. Það er ekkert í heiminum til erfiðara að lempa til en Kínverji, sem ekki vill láta lempast. — Gjörið svo vel að hringjd til hennar, sagði ég í áttunda skipti og lagði tíu Hong Kong dollara í lófa hans. Maðurinn hvarf bak við vængjahurð. Nokkrum mínútum síðar stakk hann höfðinu inn um gættina og tilkynnti: — Getið þér beðið í klukkutíma? Hún kemur kannski um ellefuleytið. Chop U Tong, sem er hin raunverulega Suzie Wong, settist niður. Hún bað um Tom Collins. Hún var feimin og sagði: — Ég er ekki falleg lengur. Bráðum verð ég í útliti eins og „Mamasan“ (Mamasan er fyrrverandi barstúlka. sem með tímanum er orðin eins konar húsfreyja og yfirboðari stúlkn- anna á staðnum.) — Eiginlega hefði ég ekki átt að koma hingað. Ég á frí í kvöld. Við sátum heima og lékum Mahjong, þegar þið hringd- uð. — Er það rétt, að Mason hafi skrifað bók sína um yður? spurði ég. — Segir hún frá sönnum atburðum? —; Já, hún er um mig, sagði hún. — Sumt er satt, annað ekki. Og endirinn kemur hvergi nálægt sannleikanum. — Elskuðuð þið hvort annað — eins og í bókinni? — Já, sagði hún, — það gerðum við. Við bjuggum saman marga mánuði. Mason (hún kallaði hann Miison) sagði að við ættum að gifta okkur. Þegar hann fór frá Hong Kong, sagði hann: — Nú verð ég'fjarverandi um tíma og safna peningum. Svo kem ég aftur og þá giftum við okkur. Nákvæmlega þetta sagði hann. — Hafið þér séð hann síðan? — Nei, ég hef ekki séð hann síðan. •— Hvar er hann nú? — Hann býr á Indlandi. Hann er bráðum fimmtugur og hefur krabbamein. Ég hef frétt að hann sé að skrifa æviminn- ingar sínar, en hann er mjög veikur. — Eruð þér mjög vonsvikin? — Nei, ekki lengur. Til hvers er að vera vonsvikin. Ég lifi mínu lífi eins og ég er vön. — Hvernig hittuð þér Richard Mason? — Það var ekki á ferjunni eins og í kvikmyndinni. Það var hérna, sagði hún og benti fram í salinn. — Við borðið þarna. Þetta var hans fasta borð hérna á barnum. „Við borðið þarna.“ Þá fyrst skildum við, að við höfðum ekki aðeins fundið aðalpersónu leiksins, heldur sátum við á sjálfu leiksviðinu! Vínstofa Masons „Nam Kok“ var Lokwo raunveruleikans. Hann hafði ekki ýkt um eitt orð. Við hefðum getað farið eftir bókinni og fundið rétta staðinn. „Ferjan lagðist að hafnarbakkanum í Wanchai og land* göngubrúin var látin niður. Aðeins tvö hundruð metrum ofar var Nam Kok. Ég gat séð blátt ljósaskiltið yfir dyrunum og hornsvalirnar mínar á efstu hæð.“ Einkennileg tilfinning læddist að mér. Hún hafði setið hér á sama stað, lifað sama lífi öll þessi ár, meðan aðrir græddu stórfé á ævisögu hennar. Ég litaðist um. Við eitt borðið sátu nokkrar tötralegar götudrósir og prjónuðu og horfðu á okkur sljóum augum. Nokkrir þreyttir sjómenn drukku öl í einu horninu. Grammófónssjálfssalinn var þögull, það var langt síðan hann hafði leikið „Seven Lonely Days“ svo undir tók í salnum. Og við hlið okkar var hin glæsilega og tælandi söguhetja orðin að þreytulegri, fullorðinni konu. — Hann bjó á herbergi 517, sagði hún og var langt í burtu, í heimi minninganna. — Hafið þér aldrei fengið neinar bætur frá öllum vín- stofunum, sem raka saman peningum og draga að sér viðskipta- vini með nafninu Suzie Wong? — Aldrei, sagði hún og lét sér fátt um finnast. — En Framh. á bls. 31, 1 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.