Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 36
HEILDSÖLUBIRGÐIR- KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 kemur fljót- virkasti síðan hann spurði mig hverjir væru helztir sérfræðingar í gullgerðarfræðum og auðvitað sagði ég honum að þér væruð sá eini í öllu landinu. Ég skal athuga hvort ég næ ekki í hann. Ég er viss um að hann langar til að hitta yður. — Nei, í guðanna bænum látið það vera. Mér er sérstak- lega mikið í mun að forðast þann mann, sagði hr. Dunning. — Nú jæja þá, sagði aðstoð- armaðurinn. — Hann kemur hér ekki oft og ég held að mér sé óhætt að segja áð þér getið. sniðgengið hann. Á heimleiðinni um kvöldið, varð hr. Dunning oftar en einu sinni að játa fyrir sjálf- um sér að hann hlakkaði ekki til ánægjulegrar kvöldstundar heima hjá sér eins og venju- lega. Honum fannst eins og eitthvað óskiljanlegt og óhöndl- anlegt hefði risið milli hans og meðbræðra hans, hefði á einhvern hátt tekið af hon- um stjórnina. Hann langaði 36 FÁLKINN til að sitja nálægt nágrönn- um sínum, bæði í lestinni og sporvagninum, en aldrei þessu vant var hvort tveggja því sem næst tómt. George vagn- stjóri virtist vera þungt hugs- andi og niðursokkinn í að reikna út farþegafjöldann. Þegar hann kom heim, var þar fyrir heimilislæknirinn hans, Watson. Hann beið á tröppunum: — Mér þykir það leitt Dunn- ing. Þjónusturnar þínar eru báðar úr leik. Satt bezt að segja neyddist ég til að senda þær báðar á hjúkrunarheimili. — Guð hjálpi mér? Hvað hefur komið fyrir? — Það er einhvers konar matareitrun myndi ég segja. Sjálfur hefurðu sloppið sé ég, því annars stæðir þú ekki á fótunum. En ég held að þær nái sér aftur. — Ja hérna! Hafið þér nokkra hugmynd um hvernig á þessu stendur? — Jú. Þær sögðust hafa keypt skelfisk til miðdegis- verðar af umferðarsala. Það er þó eitthvað einkennilegt, því að ég hef spurzt fyrir í nágrenninu og að því er ég kemst næst hefur enginn um- ferðarsali barið að dyrum. Ég gat ekki komið boðum til yðar og þær munu verða fjarver- andi enn um stund. En þér skuluð koma og snæða kvöld- verð hjá mér og við getum gert áætlanir um framtíðina. Klukkan átta. Gerið yður ekki óþarfar áhyggjur. Niðurlag í næsta blaði. • Skilnaður Framh. af bls. 31. sér á vissan hátt og þá gera þeir það. Velferð barnanna — eða eigin velferð — hvort á að vera þyngra á metunum? Ef það eru börnin, sem við ber- um fyrir brjósti, þá forðumst við að setja þau í val — og valdaaðstöðu, sem þeim er of- vaxin, en leyfum þeim að þykja vænt um bæði pabba og mömmu. Sína eigin velferð — uppræt- ingu sektarkenndar, endur- heimt sjálfsálit, lausn frá hin- um aðilanum — það verða þau að sjá um sjálf. ☆ • Frá Bola Framh. af bls. 17. fyrir nokkru horfið út í dimm- una. En snögglega kemur hann þjótandi, skjálfandi og smáýlfr- andi af hræðslu og þorir hvergi að vera nema milli fóta mér, eða við tærnar á mér, svo ég átti óhægt um gang hans vegna. Varð ég hálf argur og fór að skamma greyið, en það þýddi lítið. Hann fór að vísu aftur- fyrir mig en er svo nærri, að ég finn lappirnar á honum við hæla mér og snúðinn í hnés- bótunum. Og svona morrum við áfram og er víst hvorugum rótt. Þá allt í einu heyrði ég þetta óskaplega hljóð, sem smaug gegnum merg og blóð. Ég hef aldrei heyrt neitt því líkt, nema helzt í lómi, þetta var aðeins stórum sterkara og háværara, mér fannst fyrst sem það kæmi ofan úr loftinu, en það var ekki svo gott að átta sig á því, það var svo dulmagnað, og eins og það þrengdi að alls staðar frá. Ég hrekk auðvitað illa við, þó ég væri síður en svo óvið- búinn. En um leið kemur annað veinið sízt minna, og strax á eftir hið þriðja og er það sýnu mest. Þá fæ ég greint að það kemur frá klöppinni — á ská suðaustur frá mér, þó ekki langt. Ónotin þutu í mig svo heift- arlega, að ég ætlaði að taka sprettinn, en það þýddi ekki, ég sídatt í móunum. Þá signdi ég mig, það róaði mig. Ég las líka faðirvorið og reyndi að ganga hægt. Sunnan við móana og neðan við klöppina tekur við mýíi, sem ég verð að fara. Þegar ég kem þangað heyri ég að eitt- hvað er að spikka (skvampa) í mýrinni, svo nú virtist mér sem alls staðar væri vá fyrir stafni. En ég hugsaði sem svo, að ekkert þýði að reyna að forðast þetta, heldur mæta því í drottins nafni. Þá sé ég glóra í eitthvað gráleitt rétt fram- undan mér, sé svo að þetta er hvít hryssa, kölluð Hrönn, sém faðir minn átti, vanalega þúfu- gæf. Öll hrossin okkar í Hróars- dal voru þarna í þéttum hnapp, ókyrr og frísandi og snerust hvert um annað. Ég hafði snæri í vasanum og þóttist góður að ná Hrönn, hún var að vísu stygg aldrei þessu vant, en ég náði henni samt, batt upp í hana, snarað-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.