Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 39
BERID FRAM NÝBAKAÐAR SKONSUR, MUFFINS og BOLLUR OG GLEÐJIÐ FJÖLSKYLDUNA RÚSÍNUBOLLUR. 450-500 g hveiti 1 egg 1 tsk. kaneil 3 msk. sykur V2 tsk. salt 75 g smjör 14 1 sjóðandi mjólk 3 V2 msk. ylvolgt vatn 50 g pressuger eða 15 g perluger 2 dl rúsínur. Rúsínurnar saxaðar; gerið leyst upp í volgu vatni. Blandið saman mjólk, smjöri, sykri, salti og kanel; þegar þessi hræra er rétt volg, er þeyttu egginu og helmingnum af hveitinu hrært saman; deigið slegið þar til það er gljáandi; þá er gerhrærunni og rúsínunum blandað saman við og það miklu af hveiti, að deigið sé vel meðfærilegt. Geymt á volgum stað vel til byrgt, þar til deigið hefur stækkað um helming (nálega 1 klukkustund). Deigið hnoðað, skipt í 24 bita og mótaðar bollur, sem settar eru á vel smurða plötu, haft gott bil á milli. Bollurnar smurðar með bræddu smjöri eða olíu og látnar lyfta sér um helming, tekur/um 30—40 mínútur. Klippið kross í toppinn á hverri bollu og penslið með eggi, sem þeytt hefur verið með dálitlu vatni (1—2 msk.). Boliurnar bakaðar við 200—225° í 15—20 mínútur. Búið til sykurbráð úr flórsykri og sjóðandi vatni og setjið dálítið af þessari bráð í krossinn á hverri bollu, meðan þær eru heitar. 3 % dl hveiti 5 msk. sykur 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt V2 tsk. engifer 1 egg MUFFINS. 60 g smjör 1 Vi dl mjólk 1 msk. rifinn sítrónu- börkur 2% dl smátt skorið epli 1 dl rúsínur. Skonsur. Rúsínubollur. Hveiti, sykri, salti og engifer sáldrað í skál; búið til litla holu í miðju þessarar blöndu og hellið þar í eggi, bræddu smjöri, mjólk og rifnum sítrónuberki; deigið hrært vel saman; eplunum og rúsinunum blandað saman við. Deigið sett með skeið í lítil smurð muffinsmót; dálitlum sykri stráð ofan á deigið. Bakað við 225° í 20—25 mínútur. Borið fram volgt með góðu smjöri. SKONSUR. 6 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft V2 tsk. salt 2 msk. sykur 5 msk. smjör 2 egg 1 dl mjólk V2 dl brætt smjör Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, salti og 1 msk. af sykri blandað saman við. Eggið þeytt, mjólkinni blandað saman. Smjörið mulið saman við hveitið, vætt í deiginu með eggja- mjólkinni. Hnoðað. Deigið flatt út á hveitistráðu borði í ferkantaða köku 20X40 cm. Kakan smurð með bræddu smjöri, afgangnum af sykrinum stráð ofan á. Kakan skorin í 10 cm stóra ferhyrninga, sem eru skornir í þríhyrninga, sem látnir eru á smurða plötu. Bakað við 200—225° í 12—15 mínútur. Borið fram volgt með smjöri og góðu aldinmauki eða osti. Muffins, FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.