Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 14
HNN heitir Jón Normann Jónasson, og á heima á Sel- nesi á Skaga í SkagafjarSarsýslu. Hann hefur dvalið þar að mestu einn nokkur undanfarin ár, áður var hann kennari í Reykjavík. Jón er fróður maður, vel lesinn og minnugur og kann frá mörgu að segja. Við höfum kynnzt töluvert og kemur hann gjarna til mín, þegar hann á leið á Krókinn. Það ber að vísu sjaldan við, því hann á ekki heimangengt, leiðin löng, og hann þarf að sinna skepnum sínum. Mér fannst því bera vel í veiði, þegar hann skrapp til Reykjavíkur síðastliðið haust og lofaði að heimsækja mig í bakaleið. Hann hafði leyft mér að skrifa ýmis- legt eftir sér og mér fannst aldrei nóg komið. Hann kom að sunnan 1. nóvember. Við fáum kaffi og Jón býður í nefið. Svo setjumst við að á skrifstofu minni og ég yddi blýantinn. ★ VIÐ VESTURÓSINN. SMÁMUNIR UM ÞORGEIRSBOLA. Við röbbum um Vesturósinn. Það er þar sem vesturkvísl Héraðsvatna fellur til sjávar, þung og dimm og uggvænleg. Þar voru Furðustrandir, byrgið hans Jóns Ósmanns, ferjumanns- ins, sem orðinn er að nokkurs konar þjóðsagnapersónu í Skaga firði. Þar háði hann sitt stríð við strauma og myrkur og flutti menn og málleysingja milli stranda, heljarmennið og góðmennið, sem vakti mörgum bros í auga, og kvaddi sjálfur lífið um vor- nótt fyrir rúmlega hálfri öld, þarna við ósinn, þar sem þungar öldur sletta köldum hrömmum upp á Borgarsandinn, og skolugt fljótið ber með sér voveiflegar sögur alla leið framan úr öræfum, um slys og háska þúsund ára. — Þarna ertu kunnugur, Jón? spyr ég, þegar við höfum látið útrætt um Jón Ósmann. Það spjall verður ekki skráð hér, enda þessari frásögn ekki beint því viðkomandi, þó það væri undanfari liennar og á vissan hátt aðdragandi. — Já, ég gætti dragferjunnar tíu árum síðar en Ósmann hvarf í djúpið, eða 1924, það var í fimm eða sex vikur. Ég átti alltaf að vera kominn á ferjustaðinn klukkan níu á morgnana, og heim mátti ég fara klukkan níu á kvöldin. Þetta var seinnipartinn í ágúst og september fram yfir göngur. Ég hélt til á Hellusandi. Mér þótti þetta dálítið gaman. Það komu margir og ég hef stund- um þörf fyrir að spjalla, og maður heyrði marga frétt. Svo var þetta laugardag í byrjun september. Það var orðin koldimm nótt og þá gnauðaði stundum þunglega í ósnum, en það skelfdi mig ekki. Seinnipart dagsins kom fólk af Króknum. Það var Jóhann heitinn Möller, faktor við Sameinuðu íslenzku verzlanirnar, sem áður voru nefndar Gránufélagsverzl-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.