Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 9
Furðuvegir ástarinnar — Fyrrverandi maðurinn minn hefur alltaf elskað mig og ég hann, sagði Jósefína Baker við blaðamenn, þegar náunginn kom til hennar aftur eftir sjö ára aðskilnað. Og rétt fyrir síðustu jól gaf Jo Bouillon, en svo heitir maður- inn, svohljóðandi yfirlýsingu í Argentínu: — Ég sný brátt til baka og verð kyrr hjá konu minni og börnunum. Jósefína á sem kunnugt er sæg af fósturbörnum af öll- um kynþáttum og það mun upphaflega hafa verið fjárhags- örðugleikar vegna þeirra, sem ollu skilnaðinum. En ný- lega tókst Jósefínu að komast yfir þá með góðra manna hjálp og þá lét sá fyrrverandi ekki á sér standa. Á mynd- inni eru þau afskaplega lukkuleg með endurfundina. Samtaka nú Alice Evans og Anne Nichols eru báðar 26 ára og eru eineggja tvíburar. Þær giftu sig samtímis, urðu ófrískar samtímis og í síðasta mánuði ólu þær af sér sjö stúlku- börn, — samtímis. Börnin eru nákvæmlega jafn þung og fæðingartíminn var nákvæmlega jafn og börnin eru eins og spegilmynd hvort af öðru. Og þar sem tvíburarnir urðu samferða á fæðingardeildina, verða þær samferða þaðan aftur og svo verður maður að vona að þær verði jafn sam- taka í framtíðinni, þó að þær séu giftar sitt hvorum mann- inum. NÚ ER VANDALÍTIÐ AÐ VIÐHALDA UNDU LJTLITI DG AUKA Á FEGURÐ SÍNA EINFALDLEGA MEÐ ÞVÍ AÐ NGTA SNYRTIVDRURNAR FRÁ: REYNIÐ ÞESSAR HEIM5FRÆGU GÆÐAVÖRUR DG SANN- FÆRIST UM ÁHRIFAMÁTT ÞEIRRA FÁST í FLE5TUM LEIÐANDI SNYRTIVÖRUVERZLUNUM SIMVRTIVÖRLR HF. HEILDVERZLUN SÍMI; 11020 - 11021 FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.