Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 22
STEINUNN S.BRIEM RÆÐIR SJUKLING'" SEM SKYRIR Fi SKILNI FRÁ YIÐSKIPTUM NDRÚMSLOFTIÐ er kyrrlátt, það er hlustað af djúpri athygli. Ræðumennirnir tala allir blaðalaust, en engan þeirra rekur í vörðurnar. Þeir eru innan um vini og félaga, og þeir flytja mál sitt ekki í hefðbundnu D ■ I fyrirlestrarformi, heldur segja með einföldum lát- lausum orðum frá eigin reynslu í sambandi við efni það sem er á dagskrá: áfengisvandamálið. Hér eru menn og konur af öllum stéttum þjóðfélagsins sameinuð í þeirri við- leitni að sigrast á hinu hræðilega böli ofdrykkjunnar og hjálpa öðrum til að gera slíkt hið sama. SAMEINING — ÞJÓNUSTA — BATI. Þessi þrjú orð eru letruð á skjöld AA-samtakanna, og þau leitast félagarnir við að hafa sífellt í huga. Þeir vinna verk sitt í kyrrþey og sækj- ast ekki eftir umtali og auglýsingum, en hver sá er þarf á hjálp að halda í baráttu gegn drykkjuskap getur snúið sér til þeirra. Inntökuskilyrði er eitt og aðeins eitt: einlægur vilji til að hætta áfengisneyzlu. Sögur ræðumannanna eru í höfuðatriðum ekki ósvipaðar, þótt hver og einn hafi margt persónulegt til málanna að leggja. Hófdrykkjumaðurinn sem var orðinn að ofdrykkju- manni án þess að honum væri það sjálfum ljóst. Árangurs- lausar tilraunir ættingja og vina til að leiða honum fyrir sjónir hvernig komið væri. Örðugleikar á öllum sviðum, innan heimilisins og út á við, síversnandi fjárhagur, atvinnu- missir, heilsutjón, loks algert hrun. Og þá björgunin. Þeir tala af aðdáanlegri hreinskilni og reyna ekki að bera í bætifláka fyrir sig eða fegra framkomu sína. Það hafa þeir gert of oft áður. Það þarf kjark til að standa upp og segja rólega og ögrunar- laust: „Ég er alkóhólisti“. Jafnvel í hópi félaga sem þekkja drykkjuástríðuna af eigin reynd og dettur ekki í hug að áfellast neinn eða fordæma, hversu oft sem hann kann að falla fyrir freistingunni. Eftir fundinn er sameiginleg kaffidrykkja, og það er rabbað saman í bróðerni yfir bollunum. Nýir félagar fá vinsamlegar móttökur, og von þeirra glæðist þegar þeir sjá, að hér eru margir sem barizt hafa harðri baráttu og unnið sigur. „Okkur er ráðlagt að hugsa um einn dag í einu,“ segir Pétur sem er einn þeirra er töluðu á þessum fundi. „Dagur- inn í gær er liðinn og honum verður ekki breytt, dagurinn á morgun er ókominn en daginn í dag eigum við og getum notað að vild.“ Hann heitir ekki Pétur, en við getum kallað hann það hér. „Oss ber að nota persónulega nafnleynd í samskiptum vorum við blöð, kvikmyndir og útvarp“ segir í reglum AA-samtak- anna. „Ég var búinn að drekka í mörg ár áður en ég varð alkóhól- isti,“ segir hann. „Og þaðan af lengri tími leið þangað til ég gat viðurkennt fyrir sjálfum mér og öðrum, að ég væri ofur- seldur áfengisnautninni.“ Það virðist næsta ótrúleg tilhugsun, að fyrir sex árum hafi þessi maður verið orðinn andlegt og líkamlegt rekald, knúinn áfram af óslökkvandi þorsta í áfengi, sinnulaus um allt annað, hugsandi sýknt og heilagt um það eitt að ná sér í flösku, aftur flösku og enn flösku og gleyma þannig um stundarsakir áhyggjum og stríði hversdagslífsins. Hann er maður á bezta aldri, og útlit hans ber engar menj- ar þeirra fimmtán ára sem hann fórnaði á altari Bakkusar. Augun eru skír og íhugul, munnsvipurinn festuleguf, en bros- ið er glaðlegt og lýsir upp andlit hans. Hann hefur þægilegan málróm, og fas hans er rólegt og fumlaust. „Ég gerði engan greinarmun á sannleika og lygi, ég lifði í eigin blekkingaheimi og útilokaði mig frá fjölskyldu og vinum,“ heldur hann áfram. „Það var eilíft basl að ná sér í peninga fyrir brennivíni, hitt varð að bjargast einhvern veginn.“ Hann talar hóglátlega og hlutlaust líkt og hann væri að segja frá öðrum manni. „En þótt böl drykkjumannsins sé mikið er það ekkert á móti þeirri þjáningu sem hann leggur á saklaust fólk, einmitt þá sem honum þykir vænst um, konuna og börnin, ættingja og vini. Enginn er svo vesæll. að hann eigi ekki einhverja vini sem taka nærri sér þegar honum farnast illa. En drykkjumaðurinn finnur aldrei neitt athugai vert við sjálfan sig. Hann kennir þjóðfélaginu um allar sínar hörmungar. Hann hefur það ekki nógu gott, hann fær alltof 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.