Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 28
Ég NÝ FRAMHALDSSAGA 12-v jMS er sak- laus 'T ' % RÓMANTÍSK MTÍMASAGA FRÁ HERRAGARÐI í DÖLITM Í SVÍÞJÓÐ — En Louise þá? hugsaði Marianne undrandi. Hann hlýtur að hafa enn meiri áhyggjur af henni. Eða var það svo sjálf- sagt, að Ulf fyndist ekki taka því að nefna það? Það fór Hroll- ur um Marianne. Hvort sem það nú var vegna kuldahreimsins í rödd Ulfs eða hún hafði synt of lengi í köldu vatninu. Hákon stillti sér upp fyrir aftan hana og fór að nudda á henni bakið. Augnabrýrnar á Ulf mættust yfir nefrótinni augnablik. — Farðu upp og kiæddu þig! Við borðum rétt bráðum, sagði hann allt að því óvingjarnlega. Marianne flýtti sér upp brekk- una. Uif var henni þá reiður ennþá. Hann hafði ekki gleymt ólukkans listunum. Það var henni með öllu óskiljanlegt, hvernig þeir höfðu getað týnzt. 1 hvað átti hún að fara? hugs- aði hún með sér, þegar hún stóð framan við opinn klæðaskápinn. Hún yrði líklega að snyrta sig eitthvað, fyrst þau höfðu gest. En á hinn bóginn var þetta bara Hákon Magnússon og hún hafði enga löngun til að halda sér til fyrir honum. Ulf sá hvorki né heyrði neitt nema Louise, — til hvers væri það þá? Þegar hún gekk yfir flötina, kom hún auga á Jannis Per, sem var að skríða út um lúgu á þaki hússins, sem þjónustufólkið bjó i. Hvað var hann að gera þarna uppi? hugs- aði hún undrandi. Louise, Ulf og Hákon sátu á veröndinni með glasabakka fyrir framan sig. Marianne gekk hik- andi gegnum garðstofuna. Ef til vill ætti hún að bíða hérna inni, þar til þau hefðu lokið úr glös- unum? En Tarzan, sem lá við hliðina á Ulf, varð hennar var. Hann lyfti höfðinu og sló róf- unni vingjarnlega en ofurlítið letilega í gólfið. Varla þarf ég að standa upp? virtist hann spyrja. Ég sem hljóp nærri úr mér líftóruna þín vegna, rétt áðan. Þú getur alls ekki gætt þin sjálf... Hákon Magnússon, sem hafði tyllt sér á handriðið um veröndina, kom einnig auga á hana. — Hæ! Hvernig liður þér eftir sundið? spurði hann. Hef- ur þér hlýnað aftur? — Já, að mestu. Það var ekki um annað að velja en að fara til þeirra. Hún virti sem snöggvast fyrir sér útsýnið. Kvöldsólin hellti geisl- um sínum skáhallt yfir vatnið. Ljósgræn blöð birkitrjánna gljáðu eins og silki, en greni- skógarnir kringum vatnið voru myrkari en um miðjan daginn. Uif hellti í kokkteilgias handa Marianne. Þegar hún tók við því, fann hann, að fingur hennar voru ískaldir. Hann fékk löngun til að taka um hendur hennar og verma þær. Hann renndi aug- unum yfir hana... að þvi er virtist hirðuleysislega og af til- viljun. Þessi óbrotna, slétta fata- tízka hlaut að hafa verið fundin upp sérstaklega fyrir hana. Hann hafði aldrei áður séð konu njóta sín til fulls í henni fyrr. Ef til vill var það vegna... filmstjörnumálsins? Ef Hákon, sá erkiasni hefði bara orðið eftir kyrr uppi á veröndinni í stað þess að elta hann niður að vatn- inu, þá hefði hann að minnsta kosti ekki séð hana í þessum baðfötum... — Ég mætti víst ekki bjóða ykkur til kvöldverðar I Falun á morgun? spurði Hákon skyndi- lega. — Þakka þér fyrir, það væri ákaflega gaman, sagði Louise hlæjandi og Ulf tók undir með henni. — Getum við ekki farið strax eftir hádegisverð? Ég myndi gjarnan vilja heimsækja Ornas- stungan og bæ Carles Larsons í Sundborn. Auk þess gætu döm- urnar þurft að verzla eitthvað i Falun áður en við borðum, sagði Hákon. — Það væri fyrirtak, sagði; Louise. Ef mikið er að gera á skrifstofunni, þá getur Marianne tekið áætlunarbílinn klukkan hálffimm og sameinast okkur í < borginni. Það væri auðvitað ólíkt* 1 skemmtilegra, ef þú hefðir get- að verið með okkur allan tím- ann. En ef það reynist ómögu- legt, þá er áætlunarbillinn néyð- arúrræði. — Ég verð þá líklega að taka hann, sagði Marianne. Ég gæti líka misst af honum, hugsaði hún. . — Það kemur ekki til mála. Ég skulda þér uppbót fyrir eftirvinnu, þegar þú gerðir upp launalistana, sagði Ulf dálitið gramur. — Svo þú getur vel fylgzt með okkur eftir hádegis- verð. — Þökk fyrir, ég þarf enga uppbót fyrir það, svaraði Mari- anne stutt i spuna. Þvert á móti átti hún vist skilið refsingu fyr- ir að hafa glatað tveim listun- um, hugsaði hún vansæl. — En góða Marianne, þegar nú Ulf vill leyfa þér það þá kemurðu auðvitað með okkur, sagði Louise lokkandi. Og svo er Jansson heima. Hann er búinn að vera hér svo lengi, að hon- um væri leikur einn, að sjá um þetta allt saman og Ulf treystir honum fullkomlega. Hvaða þörf er þá fyrir mig hérna? hugsaði Marianne. Hafði' Ulf sagt, að hann treysti henni ekki? Það væri ekkert tiltöku- mál... Hún ætlaði að missa af bílnum. Á hinn bóginn var ýmis- legt, sem hún hefði þurft að kaupa sér... Kaupa... verzla ... nú bærði - þessi óljósa minning á sér aftur. Átti hún eitthvað skylt við verzl- anir? ef til vill... Hún ætlaði að taka áætlunarbílinn, aka með honum til Falun um eftirmið- daginn, reika um borgina og ein- beita sér að þvi að breyta þess- um þokukennda grun í skýra mynd. SJÖTTI KAFLI. Gjallhaugarnir við Falun risu fjallháir báðum megin vegarins, 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.