Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 21
Það er dásamlegt að vera maðurinn hennar segrr Richard Johitson um eiginkonrj sína Kim Novak Þau giftu sig í kyrrþey. Aðeins einn fréttamaður komst á snoðir um leyndarmál þeirra, og hann var frá dagblaði í London. „Það var þó bót í máli, að Englendingur skyldi verða á undan Ameríkumönnum," segir Richard Johnson með ekta brezku stolti. Hann er þaulvanur að leika Shakespeare á sviði, en nú er honum spáð mikilli frægð sem kvikmyndastjörnu. Hann kynntist Kim Novak þegar þau léku saman í ÁSTARÆVINTÝRI MOLL FLANDERS, og það leið ekki á löngu áður en eftirsóttasta stúlkan í Hollywood var orðin Mrs. Johnson. „Okkur kom ekki alltaf vel saman. Við hnakkrifumst út af sumum atriðunum. En það gerði ekkert til. Það verður að vera skap í leikurum. Kim er næmgeðja og til- finningaheit, og hún leggur hart að sér. Hún hætti ekki fyrr en hún náði enska hreimnum fullkomlega — ég hef aldrei heyrt bandarískum leikara takast jafn vel.“ Richard lék Shakespeare í Stratford og fussaði þegar minnzt var á Hollywood. „Ég tek kvikmyndir ekki alvar- lega,“ sagði hann þá. En núna er hann búinn að skipta um skoðun. „Mig langar ekki lengur á svið. Átta sýningar á viku og verða alltaf að vera vel fyrirkallaður — það fer hrollur um mig við tilhugsunina." Og Kim hefur haft sín áhrif á hann. „Við hliðina á henni er ég eins og viðvaningur. En bezti kosturinn á Kim er sá að hún lætur frægðina ekki stíga sér til höfúðs. Gagnvart almenningi er hún eins og ætlazt er til af henni, en í einkalífinu er hún alltaf hún sjálf, gerólík stjörnunni sem fólk dáir. Hún er fyrst og fremst mannleg, laus við hina tilbúnu gerviframkomu kvikmyndaheimsins. Það er gott að leika á móti henni, en dásamlegt að vera maðurinn hennar.“ FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.