Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 41
900 KRÓNA VERÐLAUN AFORÐI Það var ekki mjög gáfulegt af okkur að koma með orðið sölumaður í 5. umferð og eðlilegt, að Þið vissuð ekki al- mennilega hvað ætti að gera við stafinn Ð. Við skulum bara draga hann frá og láta sem hann sé þarna ekki. Þrenn verðlaun voru dregin úr fimmtán hæstu réttum lausnum. og þau hljóta: Sigurður Draumland (við þökkum öll þessi skemmti- legu kvæði Sigurður), Box 261, Akureyri, 259 stig. Lausn: söðulmar — ölmusur — lömuðu — urmul — mörlaus — ausuröð — urðum — raðsölum. Bergur Ingimundarson, Melhól, Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu 274 stig. Lausn: smöluðu — ölmusu — lausum — urðlaus — mörlausu — alsmurðu — urðlaus — rausum. Esther Laxdal, Tungu, Svalbarðsströnd, S.-Þing., 293 stig. Lausn: söðlurum — örðulaus — lömuðu — urmuls — mörlausu — alsmurðu — urmuls — rösluðum. Næsta þraut: Næsta lykilorð er ÁÆTLANIR. Nýjum þátttakendum skal bent á, að eingöngu má nota þá stafi sem korria fyrir 1 lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Ekki má nota i fyrir í, a fyrir á, o. s. frv. og ekki i fyrir y, þá ekki persónuheiti eða staðaheiti, heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð samkvæmt ríkjandi stafsetningarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 300,00 fyrir hverja lausn, en þær eru dregnar úr fimmtán hæstu rétt- A" SAMT. \ k s \ \ S \ \ \ j\ V S s n S V k \ fh S s s Nafn: ........ 'Heimilisfang: Samtals:............. um lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vel að merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 9. Utanáskrift: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. -)<-)<-)<-K-K ^<-)<-K-K-)<-)<-)<-K-K-K-K -K-K-K ^ Kæri Astró! Mig langar mikið til að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædtl 1948 kl. 7,10 e. h. Ég vinn við skrifstofustörf en mig langar til að skipta um, heldur þú að það væri rétt af niér? Hvaða störf mundu henta mér bezt? Mig langar mikið til að ferðast til útlanda heldurðu að það gæti orðið á næstunni, ^annski næsta sumar? Ég er mjög hrifin af pilti, sem er einu ari eldri en ég og langar mig til að vita hvort við eigum eftir að vera eitthvað saman í framtíðinni. Giftist ég seint eða snemma og verð ég hamingjusöm? Á ég eftir að eignast *hörg börn? Hvernig verða peningamálin? Með fyrirfram þakklæti. Dúna. Svar til Dúnu: Ég held að þú ættir að halda áfram við skrifstofustarfið því að það mun varla líða á löngu þar til heimilisstörf verða þitt aðalverkefni. Ég tel að þú munir giftast bráðlega jafnvel á næsta ári. Þetta er nokkuð sem verður ákveðið dálítið skyndilega. Pilturinn sem þú minntist á í bréfi þínu er á margan hátt heppilegur sem eiginmaður fyrir þig en ég get ekki sagt um hvort það verður hann sem þú giftist til þess þarf ég fæðingartíma hans, en þó er það ekki ólíklegt þar sem breytinga verður að vænta hjá honum. Hann þarf að taka á sig ábyrgð, en vegna þess að fæðingartímann vantar get ég ekki sagt á hvaða sviði það verður. Ferðalag næsta sumar væri mjög heppilegt fyrir þig, því óvíst er að þú hafir annað tækifæri í náinni framtíð til að ferðast. Þegar þú hefur gift þig mun heimili og fjölskylda skipta megin máli fyrir þig. Ég efast um að þú hafir áhuga á að vinna utan heimilis, en þú ættir að taka dálítinn þátt í félagslífi jafnvel þótt þér finn- ist þú varla hafa tíma til þess. Framan af er líklegt að það verði fremur smátt um peninga en þú ert hagsýn og getur snið- ið þér stakk eftir vexti, svo þér mun með árunum safnast þó nokkur auður. Þannig að seinni hluta ævinnar munt þú hafa úr nógu að spila og vel það. Þú munt eignast mörg börn og jafnvel fleiri en eitt í einu, en börnin verða það mikill þáttur í lífi þínu að þér finnst þú ekki eiga of mikið. Þú ert dálítið stjórnsöm og mun það oft koma sér vel fyrir þig, en vertu þess minnug að eigin- menn þola sjaldan að konan stjórni þeim að minnsta kosti verða þeir að halda að þeir stjórni til þess að vera ánægð- ir. Þetta skaltu alltaf taka með í reikninginn og ef þú vilt frið- samt hjónaband skaltu stjórna án þess að of mikið sé eftir því tekið. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.