Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 35
honum um leið og hann gekk framhjá. Höndin sem afhenti miðann, snart hans og það var eins og hann yrði fyrir dálitlu losti um leið. Hún virtist óeðli- lega gróf og heit. Hann leit framan í gefandann um leið og hann fór hjá, en myndin, sem hann fékk af honum var svo óskýr, að þegar hann reyndi að muna hana eftir á> gat hann ekki gert sér grein fyrir henni. Hann gekk hratt og leit um leið á blaðið. Það var blátt. Nafnið Harrington skrifað með stórum upphafs- stöfum, blasti við augum hans. Hpnum brá við og hann stanz- aði til að setja upp gleraugun, en á næsta andartaki var mið- inn þrifinn úr hendi hans af manni, sem flýtti sér framhjá honum og hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann. Hann hljóp nokkur skref til baka, en hvar var maðurinn? Og hvað var orðið af dreifimiðamanninum? Hr. Dunning var þungt hugs- andi, þegar hann gekk næsta dag inn í handritadeild British Museum og fyllti út pöntunar- miða fyrir Harley 3586 og nokkrum öðrum ritum. Hann fékk þau til sín eftir nokkur augnablik og hann var að koma því fyrsta fyrir á borðinu, þegar honum heyrðist nafn sitt vera hvíslað aftan við sig. Hann sneri sér við í flýti, en um leið sópaði hann lausblaða- blokkinni sinni á gólfið. Hann kom ekki auga á neinn, sem hann þekkti, nema einn af starfsmönnunum, sem kinkaði til hans kolli og hann tók til við að tína upp blöðin af gólf- inu. Hann hélt að hann væri búinn að ná þeim öllum og ætlaði að taka til við verk sitt, þegar stórvaxinn maður, sem hafði setið við borðið fyrir aftan hann, tók saman plögg sín og bjóst til brottferðar, en lagði um leið höndina á öxl Dunnings og sagði: *— Leyfið mér að fá yður þetta. Ég býst við að þér eigið það? og hann rétti honum eitt blaðið. — Ég á þetta, þakka yður fyrir, sagði hr. Dunning og á næsta andartaki var maðurinn horfinn út úr herberginu. Þegar Dunning hafði lokið verki sínu um kvöldið átti hann nokkur orðaskipti við aðstoðarmann- inn, sem var á vakt og greip tækifærið til að spyrjast fyrir um stórvaxna manninn. — Nú já. Hann heitir Kars- well, svaraði aðstoðarmaður- inn. — Það er ekki nema vika ALLTAf FJÖLGAR VOLKSWAGEN / Hve lengi getum við boðið yður þetta útlit? Um alla framtíð, — von- um við. Ætlunin er að breyta alls ekki útliti Volkswagen. — Við eyðum ekki fjármun- unum í útlitsbreytingar, heldur til tæknilegra end- urbóta á bílnum. Þetta fyrirkomulag veitir KDMIÐ, KYNNI5T okkur mjög mikilvægan kost: Tíma. Við fáum tíma til að bæta hina ýmsu hluta bílsins og tækifæri til að ,,stuðla“ þá þannig, að þeir henti hinum ýmsu árgöngum Volkswagen. Þetta er m. a. ástæðan fyrir því að varahluta- þjónusta Volkswagen er örugg og ódýr. Volkswagen-útlitið er allt- af eins, en þó er um stöðug- ar endurbætur að ræða. □ G RÉYNSLUAKIÐ VDLKSWAGEN FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.