Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 17
okkur svo við hlupum til bæj- ar. Mögnuð kynngi þessarar sýnar hafði veitt okkur tengsl við ógn og skelfingu, sem við kunnum engin ráð við. En þegar við komum heim og sögðum frá viðburðinum sagði pabbi ekki annað en þetta: — Já, þið þurfið aldrei að vera hrædd við Þorgeirsbola. Hann fer ekki inn fyrir tún- garðinn hjá mér. — Svo þú telur, Jón, að þarna hafi verið um Þorgeirs- bola að ræða? —^ Ekki vafi. Bæði sáum við öll sex furðu greinilega allt út- lit þessarar skepnu, og Gísli, sem var í beztu aðstöðunni, sá líka greinilega hornin. Nei, þar kemst enginn efi að. — Og hvaðan kom hann? — Sjálfsagt úr Blönduhlíð- inni. Hann fylgdi fólki þaðan, sem án efa hefur farið þessa leið á undan eða eftir, þó ég muni nú ekki eftir að við veitt- um því athygli. —- En Ábæjarskotta hefur ekki verið með í förinni. Var ekki sagt að hún fengi að sitja á skinnbleðlinum hjá bola? — Skotta var ekki með. Kannski er þetta líka bara þjóðsaga með samneyti hennar við Þorgeirsbola. Enda mun hún aðallega hafa haldið sig framfrá. ★ ÚTBURÐUR HEGRANESI. Það er margt, sem fram kem- ur í spjalli okkar Jóns. Ýmis- legt frá gleymdri gamallri tíð. Hann er fjölfróður um yfirskil- vitlega hluti og segir skemmti- lega frá. Með sínum hógværa og látlausa hætti, fær hann mig til að fylgja sér um annar- lega vofuheima, sem ég í fá- fræði minni hélt að væru flest- um týndir. Lág röddin og trún- aðartraustið gagnvart söguefn- inu og gagnvart viðmælanda gaf þessari kvöldstund, þegar við sátum í skrifstofu minni, einhvern hljóðlátan, en þó kyngimagnaðan blæ af bað- stofulífi fyrri alda, þegar allt var tínt til, sem mátti gleðja eða fræða söguþyrsta alþýðu. Og eftir að við höfðúm þeg- ið kaffibolla og Jón tekið sinn vana skammt í nefið, þá segir hann mér frá útburðinum í Hegranesi: —- Á milli Hröarsdals og Kárastaða í Hegranesi er klöpp, sem við kölluðum Drauga- klöpp. Við höfðum orðið vör við eitthvað óhreint í urð við klöppina. Meðal annars var það eitt sinn er við mamma vorum að koma úr kaupstaðarferð af Uppdráttur af svæðinu. Króknum. Þá var ég strákling- ur, sennilega kringum 1910. Þá sáum við einhvern mórauðan vindil skjótast undan hestun- um, skömmu áður en við kom- um að urðinni, en þegar þang- að kom stakk þetta sér niður í hana. Líkt þessu kom oftar fyrir. Svo var það í nóvember 1915, að ég labbaði í rökkrinu með nokkrar bækur út í Kárastaði. Ég hafði verið með þær að láni frá Sigurði Ólafssyni frænda mínum og vini. Við vorum oft vanir að skiptast á bókum. Á Kárastöðum var lítil bað- stofa og lág. Rúm voru með hliðum og náði súðin niður að þeim. Sigurður var ekki heima, en tíminn spjallaðist af hjá okkur engu að síður. Sé ég þá að komið er að fjósatíma, svo ég þurfti að fara að hafa mig heim. En þá komu allt í einu í mig einhver ónot, þó ég væri enn inni í baðstofu, og ég fann hvaðan þau stöfuðu. Þau streymdu til mín frá klöpp- inni og urðinni. Þar var eitt- hvað sem vildi mér illt. Ég fann það. Og það var fleira, sem var á hræringi þetta haust- kvöld. Önnur ónotaleg taug lá til mín neðan frá Vötnum. Þar var eitthvað óhugnanlegt, sem mér fannst liggja í leyni og vilja skapa mér voða. Þó fann ég að ekkert samband var milli þessara bölvilja, en leið mín þurfti að liggja milli þeirra og það vakti mér óróa. Þetta vildi sitja fyrir mér. Það var auð jörð, gott veður en örtungla. Ég tvístíg á bað- stofugólfinu og er að bræða það með mér, hvað ég skuli gera. Síðast spyr ég Sigur- björgu systur mína (móður Sigurðar og Einars), hvort Einar megi ekki fylgja mér suður fyrir merkin, en Drauga- klöppin er aðeins norðan þeirra.* * Sigurður Ólafsson, fræðimað- ur á Kárastöðum og Einar voru bræður, synir Sigurbj. systur Jóns Normanns. Einar dó úr lungna- bólgu um tvítugt, mesti efnismað- ur. Einar er strax til í að fylgja mér, og við leggjum af stað. En samfylgdin varð ekki löng. Strax er við komum suður fyr- ir túnið og yfir bæjarlækinn, sem þar rennur, finnur Einar til slíkra ónota, að hann treyst- ist á engan hátt til að fara lengra, og reynir sem hann getur til að fá mig til að snúa við aftur. Við ræddum þetta nokkra stund, en útkoman varð sú, að Einar fór til baka, en ég fylltist þráa og hélt því, að aldrei skyldi ég snúa við, held- ur færi ég einn hvað sem á dyndi. Það var afar dimmt til jarð- arinnar og illt að sjá. Götu- slóðar lágu hér og þar eftir þíðum móum sunnan lækjar- ins. Og meðan ég er að pauf- ast í myrkrinu, hugsa ég mér að ég skuli fara neðan við klöppina og milli þessara tveggja vera, sem ég fann altaf hvað leið. Mér fylg'di mórauður hund- ur, sem hét Tryggur, og bar nafn með rentu. Nú hafði hann Framh. á bls. 36. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.