Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 15
anir. Þorbjörg kona hans var með honum og fleira fólk. Þau voru að fara yfir í Hofsós að hitta séra Pálma, föður Þorbjargar. Jóhann segir mér, að þau komi til baka á sunnudags- kvöldið, en verði trúlega seint á ferðinni, biður hann mig að bíða þeirra til klukkan tólf um kvöldið. — Var þér ekki heldur miður við, að þurfa að dvelja þarna svona seint, sitthvað gat þér nú dottið í hug frá nýrri og garmalli tíð, sem betra er að hugsa um innan um fólk, en einn á slíkum auðnarstað? — Nei, ég leiddi ekki hugann að því. Mér var vel við þetta fólk, og án alls hiks lofaðist ég til að bíða eftir því, mér fannst það alveg sjálfsagt, maður gerði þetta yfirleitt, þegar líkt stóð á. Það var þegjandi skylda. Sunnudagurinn leið að kvöldi. Ég hafði olíulukt hjá mér í byrgisgarminum, lá uppi í bedda og las í einhverju blaði til að drepa tímann. Klukkan var orðin tíu, eða rétt byrjuð að ganga ellefu, þá heyrist mér riðið að byrginu og kringum það. Gott að þurfa ekki að bíða lengur, hugsa ég, rís upp og ætla út. En rétt um leið og ég tek í hurðina heyri ég drynjandi nautsöskur úti fyrir. Það eina sem mér dettur í hug, er að ekki sé of gott lagið á þeim beljunum í Nesi (Utanverðu- nesi), bezt fyrir mig að stugga við þeim, annars verði langt í mjaltirnar, og óvíst að fólkið finni þær hér. Ég þríf því luktina 0f snarast út en sé ekki neitt. Ég geng allt í kringum byrgið, en það kemur út á það sama, engar kýr sjáanlegar né heyranlegar. Fer ég nú inn aftur, og það er mér eiður sær, að mér datt ekkert í hug annað en beljuskammirnar í Nesi, ég hefði bara ekki getað fundið þær. Og ég fór aftur að lesa. En viti menn. Klukkan ellefu heyri ég þetta sama, alveg eins. Þá hugsa ég með mér, að ég skuli ekki láta belju- fjandana leika á mig í annað sinn, nú skuli ég leita almenni- lega. Ég þramma því með luktina út og geng norður eyrina, alla leið að Gíslahaug, sem var þar yzt þar sem kletta- veggurinn lokaði að sjónum, haugurinn er víst horfinn núna, hvarf þegar grjótið var sprengt þarna í Sauðárkróks- höfn. En ég varð einskis vísari, svo ég sneri til baka að Ósklettinum, þar sem brúarendinn er nú. En það er ekkert að finna, svo ég fer enn inn. Og nú er klukkan á seinni tímanum í tólf, og þá heyri ég allt eins. Fer ég nú að hugleiða málið. Voru þær uppi á brún? spyr ég sjálfan mig, en gef mér jafnharðan neikvætt svar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.