Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 6
HÚN er gleSikona í Hongkong. Hún vinnur í skugga- legri vínstofu og býr í fátœkrahverfinu. Óþekkt, glötuð sál? Nei — allur heimurinn þekkir hana. Hollywood, Broadway og bókaútgefendurnir hafa grœtt milljóriir á henni. Hún er lifandi sagnapersóna, sem viS höfum kynnzt á kvikmyndatjaldinu, í bókum og af auglýsing- um. Hún heitir Chop U Tong. ÖSru nafni: Suzie Wong. ... eftir OLLE LEINO H!N RAUN- C I 171 C VERULECA jUiLllI IMIÐJU sundinu beygir ferjan til vinstxi. Handan við hvít skemmtiferðaskipin, sem liggja þar við landfestar, má greina hið alræmda skuggahverfi í Wanchai. Það er sá hluti Hong Kong, sem sagður er hættulegur dvalarstaður að kvöld- lagi. Þarna átti hún samastað, hin heimsfræga gleðikona kvik- mynda og bókmennta — Suzie Wong. Við höfðum setið og beðið í ofvæni í tvo klukkutíma á Lokwo, sem er hálf sóðalegur sjómannabar á hafnarbakkan- um í Wanchai. Við höfðum unnið að því í mai’ga sólarhringa, að koma þessum fundi í kring. Taugaæsingur gerði vart við sig hjá okkur. Klukkan hálf-tólf um kvöldið voru dyrnar að vínstofunni opnaðar varlega. Lítil kínversk kona í útsaumuðum, hvítum jakka og hvítum rósóttum kjól kom að borðinu til okkar og sagði á vélrænni barstúlku mállýzku: — Hello, how are you? I’m Suzie Wong. Á miðjum sjötta tug aldarinnar skrifaði enski rithöfundur- inn Richard Mason bók, sem hét „Sagan af Suzie Wong“. Hún varð metsölubók um allan hinn enskumælandi heim. Hún var þýdd á 14 tungumál og seldist um allan heim í upplögum, sem námu samtals um tveim milijónum eintaka. Sagan fjallaði um listamann, sem búsetur sig í Wanchai og verður ástfanginn af vændiskonunni Suzie Wong. Þau gifta sig og hann tekur hana með sér heim til Englands. Eftir „Sögunni af Suzie Wong“ var gerður söngleikur, sem náði miklum vinsældum á Broadway. Eftir „Sögunni af Suzie Wong“ var eftir mikinn gauragang gerð kvikmynd, með William Holden og Nancy Kwan í aðal- hlutverkunum. Það var Paramount, sem fyrir henni stóð og þeir kölluðu hana „a multi-million dollar production". „Sagan af Suzie Wong“ var sýnd í hi’ífandi litum í kvik- myndahúsum um allan heim. Borgin Hong Kong naut góðs af hinni stórkostlegu auglýs- ingahei’ferð. „Sagan af Suzie Wong“, — hún gerðist í Hong Kong! Hver einasti ferðamaður varð að finna reykinn af hinum ævintýralegu, rómantísku réttum. Sjáið heimkynni Suzie Wong! æptu skrautlegir auglýsingapésar. í sjálfu Wan- chai hverfinu möluðu peningakvarnirnar látlaust. Nafnið Suzie Wong var gulls ígildi. Þrír skemmtistaðir rifu niður nafnskilti sín og kenndu sig við Suzie Wong í staðinn. Nokkur hundruð barstúlkur víðsvegar um Hong Kong skiptu um vinnunafn og kölluðu sig Suzie Wong og þrefölduðu veltuna í vetfangi með því tiltæki. Enn streyma milljónirnar inn. Fjöldi þeirra, sem hagnast á Suzie Wong framleiðslunni vex stöðugt. í rauninni er aðeins einn aðili af þeim sem eru við málið riðnir, sem ekki hefur haft einn eyri upp úr öllu saman. Það er barstúlka sem heitir réttu nafni Chop U Tong. Það var þessi stúlka, sem átti ástar- ævintýri með rithöfundinum Richard Mason. Það var hún, sem hann sagði frá, og skýrði Suzie Wong. Nú stóð hún við borð okkar sem miðaldra kona og sagði: — Hello, how are you? I’m Suzie Wong. Hvernig fóruð þið að því að finna mig? Það gerðist á þennan hátt: Við reikuðum kvöld eitt um hið fjölmenna Wanchai stræti þar sem götuviðskiptin halda áfram langt fram á nótt og af einhverjum ástæðum höfnuðum við í næturklúbbnum „Heim- ur Suzie Wong“. Okkur var vísað á borð og höfðum brátt félagsskap 22ja ára gamallar barstúlku, Ying Ying Ling, sem hafði flúið frá Shanghai þegar hún var barn. Við ræddum um þennan undar- lega heimshluta, sem nú var kenndur við Suzie Wong, þegar Ýing Ying sagði af tilviljun: — Hin raunverulega Suzie Wong er enn á lífi. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.