Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 32
KLIMALUX RAFGJAFI - LOFTHREINSARI Klimalux fyrir heimili. Klimalux Super fyrir stór húsakynni. Ákjósanlegt þar sem mikil upphitun veldur þurru lofti. Klimalux er með innbyggðri síu, en í Klima- lux-Super fer loftið gegnum vatnsúða. Hvorttveggja bætir raka í loftið og hreinsar úr því óhreinindi og tóbaksreyk. Síur (filter) til endurnýjunar fyrirliggj- andi. Rakagjafinn er með snúru og kló sem stungið er í tengil, og gengur nálega hljóðlaust. Mjög lítil raf- magnseyðsla. Hreinna og heilnæmara loft og aukin vellíðan. Hinn þekkti danski læknir, Knud Lundberg, sem mikið hefur ritað um heilbrigðismál segir svo (lítið eitt stytt í þýðingu): „Gömlu ofnarnir eru nú að hverfa, enda lítil eftirsjá að þeim, sérstaklega húsmæðrum. En einn kost höfðuþeir umfram hitun sem nú tíðkast. Þeir endurnýjuðu loftið betur en miðstöðvarhitun, en miðstöðvarofnar valda ó- þægindum að því er snertir rakastig loftsins. Inniloft okk- ar er tiðum of þurrt, það veldur óþægindum í slímhimn- inum og þurrum hálsi, með þeirri vanlíðan sem slíku fylgir. Tilraunir hafa sannað að slímlagið á slímhimn- um í nefi veitir minni vörn þegar rakastig loftsins lækk- ar of mikið, en þannig fer víða í nútíma húsakynnum með upphitun frá miðstöð. Oft er rakastigið langt fyrir neðan 50 — 70 sem talið er æskilegt. Jafnframt hefur rakastig- ið áhrif á stöðurafmagnið í loftinu, en það er mál sem við munum brátt heyra meira um. Það er því auðskilið að rakagjafar eru vinsælir, enda þótt misjafnir séu. Þær gerðir sem venjulega hafa verið notaðar og komið fyrir á miðstöðvarofnum, eru yfirleitt of litilvirkar Rakagjafar tengdir við rafmagn eru miklu kröftugri. Beztir þeirra eru líklega hinir nýju rafmagns- rakagjafar með innbyggðri lofthreinsun, en að hreinsi- sían hafi þýðingu, getur hver sem vill séð sjálfur. Hún verður fljótlega gulleit af tóbaksreyk. Fram að þesu hefur reynzt erfitt að fá rakagjafa sem fullnaégðu stórum húsakynnum, en nú er það vandamál leyst. Nýr stórvirkari rafmagnsrakgjafi með lofthreinsun fæst nú, án þess að rafmagnsnotkun aukist að mun. Við erum smámsaman að læra hvaða þýðingu rakastig loftsins hefur fyrir vellíðan okkar, og svo mun verða hvað Hður, að hæfilegt rakastig verður álitið jafn nauð- synlegt og hæfilegur stofuhiti, þegar fleiri kynnast því hversu mikilvægt það er.“ J- ÞORiÁKSSON & MORÐIVIAIMINI HF. Bankastræti 11 — Skúlagotu 30 • Svarti Galdur Framh. af bls. 13. — Hvort ég man. En ég held að ég hafi ekki heyrt frá honum allt frá því að ég út- skrifaðist, þangað til réttar- höldin fóru fram vegna hans. — Réttarhöld? Hvað kom fyrir hann? spurði önnur kon- an. — Það sem kom fyrir var það, að hann datt ofan úr tré og hálsbrotnaði. En hinsvegar var það ráðgáta, hvað hafði komið honum þangað upp. Það var mjög leyndardómsfullt, myndi ég segja. Þarna var maður, hreint ekki íþrótta- mannslega vaxinn, myndi ég segja og sem aldrei hafði gert sig beran að neins konar sér- viskulegum uppátækjum — á heimleið eftir sveitavegi seint um kvöld. Engir flækingar í námunda. Hann var vel þekkt- ur og vel liðinn og allt í einu byrjar hann að hlaupa eins og vitfirringur, týnir af sér hatt- inum og stafnum og klöngr- ast að lokum upp í tré. Hreint ekki svo árennilegt tré, sem óx í limgerði. Visnuð grein lætur undan og hann húrrar niður með henni og hálsbrotn- ar og þarna finnst hann svo morguninn eftir og andlitið af- myndað af ótta. Það var auð- vitað nokkurn veginn augljóst að hann hafði verið eltur og fólkið gat upp á grimmum hundum og kvikindum, sem höfðu sloppið úr haldi, en það fékkst aldrei neinn botn í það. Þetta gerðist árið 1889 og ég held að Henry bróðir hans, sem ég man vel eftir frá Cam- bridge en þú sennilega ekki, hafi verið að reyna að finna skýringuna alla tið síðan. Hann fullyrðir auðvitað að það sé maðkur í mysunni, En ég er ekki viss. Það er erfitt að gera sér það í hugarlund. Eftir stundarkorn barst tal- ið aftur að „Sögu svartagald- ursins“. — Leiztu nokkurn tíma í hana? spurði gestgjafinn. — Jú, reyndar. Ég gekk svo langt að lesa hana, svaraði rit- arinn. — Var hún eins slæm og þeir vildu vera láta? — Hvað formi og stíl við- víkur var hún algerlega von- laus og átti skilið alla þá niður- sallandi dóma sem hún fékk. En þar að auki var þetta ill bók, Maðurinn trúði greinilega hverju orði, sem hann skrif- aði og ef mér. skjöplast ekki því hrapalegar, hefur hanp prófað meiri hlutann af galdrai brögðunum. — Jæja, en ég man bara eftir dómi Harringtons um hana og það verð ég að segja, að hefði ég verið höfundurinn hefði hann slökkt hjá mér alla löngun til frekari bókmennta- starfa um tíma og eilífð. Ég hefði aldrei getað litið framan í nokkurn mann upp frá því. — Sú hefur ekki orðið raun- in á í þessu tilfelli, en nú verð- um við að fara. Klukkan er orðin fjögur. Á heimleiðinni sagði kona ritarans: — Ég vona að þessi hræði- legi maður komist aldrei að því að hr. Dunning hafi ráðið því að erindi hans var hafnað. — Ég held að það sé engin hætta á því, sagði ritarinn. — Dunning mun ekki minn- ast á það sjálfur og enginn okkar hinna, vegna þess að þetta er trúnaðarmál. Karswell getur ekki kannast við hann, því að hann hefur ekki gefið neitt út um sama efni ennþá. Eina leiðin fyrir hr. Karswell til að komast að því er að spyrja starfsfólkið í British Museum, hver það sé sem leggi í vana sinn að rannsaka hand- rit um gullgerðarlist og það er ekki svo gott fyrir mig að segja þeim að þegja, eða hvað? Það myndi setja talfærin í þeim í gang á stundinni. Við skul- um vona að honum detti það ekki í hug. En Karswell var klókari en margur hugði. Þetta var eins konar inn- gangur. Kvöld nokkurt seinna í sömu vikunni var hr. Edward Dunning á heimleið frá British Museum, þar sem hann hafði verið önnum kafinn við ranh- sóknir. Hann bjó einn í þægi- legu húsi í úthverfi borgarinh- ar, en tvær ágætar konur önh- uðust hann. Engu er við að bæta þá lýsingu á honum, sem þegar hefur verið gefin, en við skulum fylgjast með honum, þar sem hann er á heimleið eins og venjulega. Hann fór úr lestinni eina eða tvær mílur frá heimili sínu og hélt áfram í rafmagnsspor- vagni. Endastöðin var um þrjú hundruð metra frá útidyrun- um heima hjá honum. Hann hafði nóg að lesa, þegar hann fór inn í vagninn, en í raun- inni var birtan ekki meiri en svo að hann gat rétt lesið aug- lýsingarnar á vagnrúðunni gegnt honum. Eins og eðlilegt verður að teljast, voru auglýs- FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.