Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 07.03.1966, Blaðsíða 20
LÍKAMSÆFINGAR FYRIR LETIBLÓD Já, þú þarft meira að segja ekki að standa upp úr rúminu til að gera þessa morgunleik- fimi. 1. Ertu að byrja að fá undir- höku? Þegar þú ert vöknuð Skaltu ýta hnakkanum fast Ofan í koddann og telja hægt upp að tíu á meðan. Lyftu hök- unni vel upp. Leggstu nú á magann og ýttu enninu fast ofan í koddann meðan þú telur upp að tíu. Þá er búin fyrsta eefingin. 2. Leggstu á magann og leggðu lófana á dýnuna eins og myndin sýnir. Lyftu höfðinu hægt upp og síðan herðum og brjósti meðan þú telur upp að tíu. 3. Ef þú vilt fá grannt mitti er þetta góð æfing. Liggðu á bakinu eins og stúlkan á mynd- inni, spenntu greipar um hnakkann og rístu hægt upp þangað til þú situr flötum bein- um. 4. Nú liggurðu á bakinu og heldur koddanum milli fótanna. Meðan þú telur upp að tíu pressarðu koddann fastar og fastar saman, slakar síðan á. Hafðu hnén bein. 5. Þessi æfing er til að grenna upphandleggina. Þú liggur á bakinu með útrétta arma, kreppir hnefana fast meðan þú telur upp að tíu, slakar svo aftur á. 6. Jæja, nú hlýturðu að vera glaðvöknuð og geta komizt fram úr rúminu. Stattu 30 cm frá glugga eða vegg, réttu úr þér, styddu flötum lófa á vegginn eða gluggakarminn og ýttu eins fast og þú getur meðan þú telur upp að tíu. Síðan gerirðu eins með hinni hendinni. Nú ertu komin á fætur, en þú getur gert þessar æfingar í vinnunni þannig að lítið beri á. 1. Notaðu tækifærið hvert skipti sem þú svarar í símann. Um leið og þú lyftir tólinu dregurðu magann inn, herðir magavöðvana, lætur þá síðan slakna aftur. Þetta geturðu gert nokkrum sinnum. Það hef- ur fjarska góð áhrif á línurn- ar. 2. Þegar þú lokar rennihurð á skáp, styðurðu með flötum lófa á hlið hans og ýtir hurð- inni þétt að meðan þú telur upp að tíu. Þessi æfing styrkir axlir og brjóstvöðva. 3. Ef þig langar að fá grennri ökla skaltu sitja eins og stúlk- an á myndinni og snúa fætin- um í hring, fyrst til hægri, síðan til vinstri. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum, skiptu síðan um fót. 4. Nú ertu búin í vinnunni og slappar af í ró og kyrrð með hendurnar fyrir aftan hnakka. Þrýstu nú fast á hnakkann með lófunum, en jafnframt skaltu keyra höfuðið aftur á bak. Þetta er mjög styrkjandi fyrir bakvöðvana. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.