Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Page 8

Fálkinn - 20.06.1966, Page 8
f sumt Hann heitir Albertó Fedele og er ítalskur eins og nafnið bendir til. Um tíma tókst honum að lifa kóngalífi á samúð alls heims- ins, en svo var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svindlbrask. Hann hóf feril sinn fyrir 12 árum í litlum bæ í nágrenni Napólíborgar, þar sem hann varð gjald- þrota og flýði undan skuldheimtumönnun- um til afskekkts staðar annars staðar á Ítalíu. Hann komst fljótlega að því að íbú- arnir þar voru mjög trúaðir og nú brá svo við að stytta ein af heilagri Maríu tók upp á því að gráta blóði, en aðeíns þegar Alberto var viðstaddur með tómat- sósuna sina. Ekki tókst honum að leika á fólkið nema nokkurn tíma og varð að flýja aftur, í þetta sinn til Napólí. Þar datt honum snjallræði í hug. Hann lét leggja sig inn á spítala og tókst að sann færa Iæknana um að hann væri alvarlega veikur. Síðan falsaði hann skjal með undir- skriftum tveggja valinkunnra vísinda; manna, þar sem þeir staðfestu að maður-i inn þjáðist af ólæknandi krabbameini og! ætti ekki nema nokkra mánuði eftir. Þessu kom hann á framfæri við blöðin og bar sig um leið mjög mannalega, þrátt fyrir „sjúkdóminn“. Ekki leið á löngu áður, en peningar og alls konar gjafir fóru að ber-; ast í stríðum straumum, til að létta hon- um stutta hérvist. Synir hans tveir nutu! líka góðs af, því að þeir komust að við góða háskóla á ríflegum styrkjum. Þær gjafir, sem ekki voru í peninguin seldi faðirinn jafnóðum. En auðvitað gat þetta ekki gengið til lengdar og þessi heims- frægi krabbameinssjúklingur var afhjúp- aður sem stórsvikari. Þegar hann hafði; afplánað refsingu sína, gerðist hann píanó- leikari á krá einni í Napólí og þar er hann enn. Myndirnar sýna Alberto við píanóið, á leiðinni í réttarsalinn umkringd- an glottandi lögregluþjónum og á þriðju myndinni er umferðasirkus að stytta hon-; um stundir með sýningu fyrir utan glugg-, ann á íbúðinni hans. Því má og bæta við að meðan hann hékk í hlutverkinu, voru sjúkrabílar á þönum með hann á alls kon-; ar sýningar og kappleiki og hann aflaði sér mikillar samúðar með þvi að kunn- gera að hann arfleiddi einhvern blindan mann að augum sínum þegar hann dæi úr „krabbanum“. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.