Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Page 12

Fálkinn - 20.06.1966, Page 12
ANDLIT ARSINS 1966 Kvenleg fegurð hefur fengið nýjan fulltrúa, 18 ára enska stúlku, Belindu Willis. Skyndiframi hennar sem Ijósmynda- fyrirsætu sýnir að hinn ögrandi kyn- þokki hefur vikið fyrir ástleitni. Athygli tizkuljósmyndara, umboðs- fólks fyrirsæta og auglýsingaskrifstofa beinist nú alls staðar að sama atriðinu: Kvenlegum yndisþokka. Líta ekki við yfirdrifnum kynþokkamerkjum eins og barmi sem virðist vera að vella upp úr hálsmálinu, fussa að kvenpersónum se!m minna á grimma ketti og safaiaus- um baunastöngum til þess að hengja föt á. Þeir hafa snúið sér að hinni „sönnu konu“. Hin sanna kona, sem sameinar allt það sem hinir sérfróðu menn í tízku- heiminum sækjast eftir, er nýorðin 18 ára. Hún heitir Belinda Willis, og það er ekki lengra en ár síðan hún sat enn á skólabekk í enskum heimavistarskóla. Eina metnaðarmál hennar þá var að fá sem mest af sem beztum einkunnum í einkunnabókina sína — til þess að gera pabba ánægðan. Hann er hluthafi í hinu gamaltrausta tryggingafyrirtæki „Lloyds“ og metur traustleika og heiðar- leika mest allra dyggða. Belinda Willis olli föður sínum ekki vonbrigðum, þegar hún kom heim með prófskírteinið sitt, síður en svo. Að prófi loknu sveittist hún við að æfa sig á ritvél og læra hraðritun á einkaritara- námskeiði. Þangað til að því kom sið- astliðið haust, að hún hafði fengið sig fullsadda á þessu skrifstofustússi — yfir sig sadda. Þá ákvað Belinda Willis að verða fyrirsæta. Forsíðustjarna, tízkuhúsa- og tízkublaðast j arna. Slíka hluti er auðvelt að ákveða, en ekki að sama skapi auðvelt að fram- kvæma. Eða svo er sagt. Stúlkubarnið Belinda settist einfaldlega upp í járn- brautarlest og lagði af stað til Parísar. Þegar þangað kom, marséraði hún beint inn á skrifstofu Eileen Ford, hinnar þekktu umboðskonu ljósmyndafyrir- sæta, án meðmælabréfa eða nokkurs viðbúnaðár. Nei, ekki án alls viðbún- aðar, því að áður en hún fór til Eileen 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.