Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 13
^ Belinda á heimili sínu. Faðir henn- ar er auðugur hluthafi í trygg- ingafyrirtæki. ^ Rómantísk augu, heitar varir. Ástargyðjan og hefðarkonan í einni persónu. — Belinda Willis. Eina hindrunin á framabrautinni — mamma Belindu. — Ef hún hefði sagt nei, væri ég ekki ljósmyndafyrir- T sæta núna. Ford, hafði hún fengið móður sína til að leggja blessun sína yfir fyrirætlanir hennar. Vegna þess að, —eins og Be- linda segir: — án samþykkis hennar hefði ég aldrei lagt út í þetta. Fjöl- skylda mín er mér mjög mikils virði. Eileen Ford sú sem uppgötvaði m. a. rauðhærðu fegurðar- og kvikmyndadís- ina Suzy Parker þurfti ekki að hugsa sig um nema augnablik í bókstaflegum skilningi. Svo gerði hún samning við Belindu um Ameríkuferð. Eileen Ford segir: — Belinda er æs- andi. Hún hreinlega iðar öll af lífi, og það geislar af henni einhver dulin ögr- un. Hún er persónugervingur þeirra kvenlegu eiginleika, sem eftirsóttastir eru í Ameríku um þessar mundir, en þeir felast í orðunum „ung, ensk hefð- arkona“. Ef Belinda settist að í Ame- ríku, gæti hún náð miklum frama. En Belinda Willis vildi aðeins selja útlit sitt, en ekki allt sitt líf — ekki sál sína. Þess er heldur engin þörf af fjárhagsástæðum. Það gefur nokkra hugmynd um efni föður henhar, að þegar hann gerðist aðili að Lloyds fyrir- tækinu, voru það meira en 10 milljónir sem hann varð að greiða í ábyrgðarfé. Hin fagra dóttir hans segir okkur, að hún hafi sinn eigin framkvæmdastjóra í Englandi, sem stjórnar umboðsmönn- um og ljósmyndurum í hennar þjón- ustu. — Myndir af mér eru ekki ein- ungis á auglýsingasíðum, heldur einnig með lesefni blaðanna, segir Belinda. Hún situr andspænis okkur á litlu kaffi- húsi í London. Hún ber með sér rólegt sjálfsöryggi, gott uppeldi og geislar af kvenlegum yndisþokka. Vöxturinn er grannur og svo nettur að okkur finnst hún hálf brothætt. Andlitið hefur þá töfra, sem karlmannsaugu eiga erfitt með að slíta sig frá, hvort sem athyglin Hún hefur ckkert á móti fót- leggjum. beinist að stórum leyndardómsfullum augum eða boglínunni á neðri vörinni. Kynþokkinn með hinni beinu skíi> skotun til kynlífsins er búinn að vera. Kvenlegur þokki samfara ástleitni er það sem koma skal — segja þeir sem fróðastir eru, og það má líka sjá á hinní skjótu frægð Belindu Willis. Hún telur frægð sína ekki eingöngu fegurð sinni að þakka. Margar stúlkur eru fallegar. En Belinda hefur rétta út- litsfegurð á réttum tíma. Hennar kven- gerð hefur lengi ekki átt upp á pall- borðið hjá tízkuheiminum, en í dag er hún það sem allir vilja sjá. „Baby Doll“, hvíthærðar kynbombur og renglulegar krakkastelpur hafa gengið eins og heii>- ar lummur. Nú verður konan að hafa „stíl“. Framh. á bls. 38. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.