Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Page 17

Fálkinn - 20.06.1966, Page 17
ég gæti ekki lagt annað eins á mig aftur. Ég hreint og beint þyldi það ekki heilsu minnar vegna. Var það afi yðar seni sendi yður til Harvard? Já. Ég hafði sjálfur valið MIT (Massachusetts Insti- tute of Technology). Vissuð þér þá, að þér átt uð að taka við tign afa yðar? Nei. Enginn veit hver Verður næsti Aga Khan þangað til lesin er upp erfða- skrá Imamsins. Afi minn hafði búið okkur alla undir að taka við, föður minn, föðurbróður, bróður og mig. Enginn okkar vissi hver yrði fyrir valinu. Er það rétt, að trúarbrögð Ismailíta séu eins konar dul- speki að því leyti, að ein- ungis lærisveinar og hinir útvöldu fræðarar lesi helgi- ritin sem hafa að geymá kjarna trúarinnár og lykil að launungunum? Já, það stendur heima. Og teljið þér yður sér- fræðing á þessu sviði? Vissulega. Afi minn sá til þess, að við fengjum full- komna fræðslu varðandi innsta kjarna trúarinnar. Ef þér hefðuð ekki orðið Aga Khan, haldið þér þá, að þér hefðuð orðið góður kaupsýslumaður eða verk- fræðingur? Ég get ómögulega sagt um það. Þetta er starf mitt, og ég hugsa ekki um annað á rheðan. Allavega er ég ekki nema tuttugu og átta ára gamall, og ég get átt eftir að breytast mikið í smekk og tilhneigingum. Hvort kunnið þér betur við yður í Austurlöndum eða V.esturlöndum? Austurlöndum. En ég verð að dveljast hér til að læra það sem Vesturlandabúar géta kennt okkur Austur- landabúum. Auk þess er náuðsynlegt, að ég haldi mig í vissri fjarlægð frá Ismailítum. Finnst yður vestræn nienntun nokkurn tíma stríða gegn kenningum trú- ar yðar? ! Já. Hvernig leysið þér það vandamál? Ef þetta tvennt er í andstöðu hvort við ann- að, hvort verður þá yfir- sferkara í huga yðar? Eg er ekki gefinn fyrir alhæfingar. Það er ýmist. Hvað finnst yður erfiðast að sainræma þegar tr.ú. yðar , er annars .vegar og vestrænn hugsunarháttur hins végar? Trú okkar, Islam, er lífsleið, ekki trúarjátning. Þetta er kannski gatslitið orðatiltæki, en það er satt engu að síður. En ef við viljum færa lífshætti okkar í nútímalegra horf verðum við að aðlaga okkur gerólík- ,um siðum og venjum. Ismai- lítar geta valið á milli hins austræna kommúnisma — en það myndi þýða afneitun trúarinnar — og hins vest- ræna hugsunarháttar sem byggist á allt öðrum sjón- armiðum, jafnt veraldleg- um sem trúarlegum, en okkar menning. Þér getið ímyndað yður, að við hik- um við að líkja of nákvæm- lega eftir siðmenningu sem myndi hafa neikvæð áhrif á trúarlíf okkar ef við tækj- um upp siði henhar, jáfn- vel þótt lífsskilyrði vest- rænna þjóða séu að minnsta kosti tuttugu árum á undan okkur hvað snertir þægindi, spítala, gatnagerð o. s. frv. Valið er örðugt: annað hvort þurfum við að taka upp siði og lífsviðhorf sem örva efnahagslega uppbyggingu en eru gagnstæð kenning- um trúar okkar, eða við verðum að halda fast við okkar gömlu hefð sem seink- ar öllum efnahagslegum framförum. Hafið þér aldrei haft nein- ar efasemdir um gildi trúar yðar? Nei, aldrei eitt augnablik. Hvað eru margir Ismailít- ar í Afríku? Ég veit það ekki nákvæm- lega. Það eru talsverðir flutningar til og frá, og við gerum engar manntals- skýrslur. Ég geri ráð fyrir, að Ismailítar í Afríku séu eitthvað milli sjö hundruð og fimmtíu þúsunda og einn- ar milljónar. En kannski eru þeir fleiri en það. Ef Ismailítar hugsuðu sér að setjast að í t. d. Bretlandi eða Bandaríkjunum myndu þeir lenda í harðri sam- kcppni efnahagslega, en í Afríku standa þeir sennilega betur að vígi en innfæddir bæði hvað viðvíkur . tækni- menntun og fjármálaviti. Þar hafa þeir því betri tæki- færi til að auðgast. Hafið þér athugað þetta sjónar- mið? Eða er spurningin of nærgöngul? Alls ekki. Já, við gerum okkur þetta mætavel ljóst. Á hinn bóginn hafa margir Ismailítar setzt að á Vestur- löndum og gengið ágætlega að koma sér áfram. Pólitískt séð eruð þið Ism- ailítar í einkennilegri að- stöðu í Afríku. Þið eruð dreifðir um mörg ríki sem hafa sitt hvert stjórnskipu- lagið. Það er satt. Sjálfur blanda ég mér aldrei í staðbundnar pólitískar deilur, en Ismai- lítum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar stjórnmála- skoðanir. En þeir ráða engu um stjórnmálastefnu hvers ríkis og reyna aldrei að steypa neinni stjórn og koma annarri að. Meðan þeir hafa fullt trúfrelsi og venju- leg mannréttindi eru þeir ánægðir; annars flytja þeir úr landinu með allt sitt fjár- magn og setjast að í öðru ríki þar sem engar hömlur eru lagðar á trúfrelsi þeirra. Og flytja þeir úr landi ef þér ráðleggið þeim það? 'Já. Getið þér nefnt dæmi? Fyrir nokkrum árum var Ismailítum ráðlagt að flytj- ast á brott frá Suður-Afríku. Var það af siðferðislegum eða efnahagslegum ástæð- um? Siðferðislegum. Við erum algerlega á móti kynþátta- legu misrétti í hvaða mynd sem er. Ef ég hefði verið viss um, að allir þegnar Suður-Afríku fengju að njóta sömu réttinda, myndi ég hiklaust hafa ráðlagt Ismailitum að dveljast þar um kyrrt í lengstu lög. Efna- hagur ríkisins er traustur. En fyrir hverja? Ekki fyrir austræna kaupsýslumenn. Þeir fá ekki sömu tækifærin og hvítir menn, og það er aðeins vegna þess að hör- und þeirra er öðruvísi á lit- inn. Þess vegna tók ég ákvörðun , mína fyrst og fremst af siðferðislegum ástæðum, en með hliðsjón af efnahagslegri fr.amtíð Is- mailíta í landinu. Fyrst við erum farnir að tala um kynþáttalega for- dóma — hvert er álit yðar á Black Muslim stefnunni meðal bandarískra blökku- manna? Er það ekki kyn- þáttaleg hreyfing? Þeirri spurningu er vandi að svara. Við Ismailítar höf- um ekki tekið neina afstöðu til trúar þeirra. Kóraninn segir, að enginn Múhameðs- trúarmaður megi leggja dóm á trú annars Múhameðstrú- armanns. Bláck Muslim stefnan var ekki til sem pólitísk hreyfing þegar ég fór frá Bandaríkjunum. En ég gæti trúað, að útbreiðsla hennar hafi v'axið svona ört vegna þess að Islam er trú sem byggist á jafnrétti allra manna og er því huggun og hughreysting kúguðum þjóð- um og kynþáttum. Farið þér oft til Afríku? Já, mjög oft. Hvað viljið þér segja um Indland og Pakistan? Meðan styrjöldin milli landanna stóð yfir var ástandið mjög alvarlegt, og það er það enn. Meira vil ég ekki segja. Getið þér sem leiðtogi Múhameðstrúarmanna í báð- um löndunum haft nókkra milligöngu um sættir? Möguleikarnir eru því miður ákaflega litlir. , Ég held satt að segja, að. deil- urnar milli þessara tveggja landa séu orðnar illleysan- legur hnútur. Það er lítill sem enginn samkomulags- vilji lengur. Hafa Ismailítarnir lént í þessari styrrjöld? Já. Eru þeir herskáir í eðli sínu? Nei, þvert á móti. Þeir eru sérstaklega friðsamir. Þér eruð lánsamur þjóð- Iiöfðingi að þurfa scnnilega aldrei að leiða þegna yðar út í styrjöld. Já, það er ég. Eruð þér ánægður með lífið þrátt fyrir þá miklu ábyrgð sem á yður hvílir? Já. Ég er mjög ánægður. Starf mitt er mér mikils virði. Það var erfitt í fyrstu, en ég er farinn að venjast því að leggja hart að mér. Og það hefur fært mér innri hamingju — lífsfyllingu. ★ Sjúklingurinn: — Hve mikið skulda ég yður fyrir lækninguna á heyrnárleys- inu? Læknir: — Það verða 50 krónur. Sjúkl.: — Ha, 70 krónur. Læknir: — Nei — 100 krópur. Ríki maðurinn segir við tilvonandi tengdason sinn: — Ég vona að þú metir það mikils, að hún Ingibjörg er viðmótsþýð og hjartagóð stúlka. — Það geri ég, svaraði tengdasonurinn. — Og ég vona að hún hafi það frá honum föður sinum. FÁUKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.