Fálkinn - 20.06.1966, Síða 22
8. hluti
Þetta kvöld var ekkert sím-
samtal við Milano.
Hún var á fótum til miðnaettis
og beið, en síminn þagði. Loks
dró hún ábreiðurnar af rúminu
og lagði sig. Um stund lá hún
og reyndi að ímynda sér Lars
í hinu rúminu. Hún reyndi að
tala við hann, en ímyndunarafl
hennar veitti henni ekkert svar.
Herbergið virtist óendanlega
stórt og hún var mjög einmana.
Að lokum féll hún í eins kon-
ar éráðsdvala, fullan af kynja-
draumum þar sem Lárs og
Proehega voru orðnir að einum
og sama manni. Hún hentist í
sífellu milli Stokkhólms og snjó-
sléttunnar uppi á fjallinu, hún
sat í þunnum náttkjól á kletta-
syllunni i gljúfrinu, og fyrir
framan hana stóð Proehega i
svörtum einkennisbúningi með
siifraðan og þó lifandi örn á
höfðinu og miðaði á hana marg-
hleypunni...
Um fimmleytið um morguninn
vaknaði hún með hræðilegar
þrautir í kviðarholinu. Er hún
kom niður til morgunverðar var
hún föl og magnlaus og kona
gestgjafans réðst á hana eins og
heilbrigðisfulltrúi:
— Ungfrú Rosenberg, þér eruð
veik. Hvað hefur komið fyrir?
Hún færðist undan að svara
eldri konunni en kvartaði óljóst
um magaverki.
— Þér skuluð tala við hann
herra Meyer okkar, sagði konan.
Hann getur hjálpað yður.
— Er hann læknir? Ég er
barnalega hrædd við lækna.
Konan hristi höfuðið og hló
uppörvandi.
— Herra Meyer er enginn
læknir, aðeins mjög vitur maður.
Það sem læknarnir ráða ekki við,
getur herra Meyer læknað með
sínum óbrotnu lyfjum.
— Ég er líka hrædd við töfra-
menn, sagði Grete og færðist
enn undan.
Það var djúp alvara í augum
eldri konunnar, er hún sagði:
— Herra Meyer er mjög vitur
maður. Þér ættuð að tala við
hann. Aldos getur ekið yður
þangað upp eftir í snjósleðan-
um eftir morgunverðinn.
Grete vildi ekki sýna slíkri
velvild frekari mótþróa, og eftir
morgunverðinn settist hún í snjó-
sleðann. Aldos var Itali sem sá
um hitapönnuna fór smásendi-
ferðir fyrir gestina, en gerði
annars flest sem honum datt i
hug. Hann var augsýnilega mjög
hrifinn af að aka snjósleðanum,
og þau þutu af stað niður í dal-
inn og upp hlíðina hinum megin.
Skröltandi ökutækið sniglaðist
upp eftir krókóttum stíg og nam
staðar fyrir utan bjálkahús, sem
hefði haft stórkostlegt útsýni
yfir dalinn ef það hefði ekki ver-
ið hálffalið bak við hávaxin
grenitré.
Herra Meyer kom út I fylgd
með úlfhundi, sem gelti hástöf-
um, en hundurinn þagnaði strax
við stuttorða skipun frá hús-
bónda sínum.
Grete var boðið inn fyrir. Mót-
tökuherbergi herra Meyers var
miklu líkara bókastofu en lækn-
ingastofu. Erfitt var að geta sér
til um aldur hans, en eftir silfr-
uðum gagnaugunum að dæma
virtist hann vera rúmlega fimm-
tugur.
— Hvað get ég gert fyrir
yður?
Hann sýndi aðeins hóflegan
áhuga á máiefnum hennar, en
það gerði henni auðveldara um
vik. Hún kynnti sig og skýrði
honum í stuttu máli frá hinum
sífelldu verkjaköstum sinum og
frá örinu sem hún hafði á mag-
anum.
Herra Meyer hlustaði þögull
og þegar hún hafði lokið máli
sínu, sagði hann aðeins:
— Ég get ekki orðið yður að
liði, ungfrú Rosenberg. Þér þurf-
ið að gangast undir allsherjar
rannsókn á sjúkrahúsi. Ég legg
til að þér farið til Chur. Þar í
kantónusjúkrasúsinu er mjög
fær kvensjúkdómalæknir. Hún
heitir frú Weisenfeld. Hún getur
hjálpað yður. Ég get það ekki.
Herra Meyer kveikti sér í pípu
og leit á hana rannsóknaraug-
um. — Ég fer ekki oft niður í
bæinn, sagði hann, en af til-
viljun var ég þar í gærkvöldi.
Þá heyrði ég rætt um slys, sem
orðið hafði uppi á hásléttunni
hinum megin við dalinn. Þar sem
þér sögðuð mér nafn yðar, verð-
ur mér á að spyrja: Voruð það
þér, sem voruð í lífshættu þarna
i gljúfrinu ásamt einhverjum
manni, sem ég man ekki nafn-
ið á?
— Senor Prochega. Já, það
var ég.
— Proehega, endurtók Meyer
með sjálfum sér. Prochega —
nei, það nafn kannast ég ekki
við.
Hann stóð upp. — Leitið til
doktor Weisenfeld í Chur, sagði
hann og tók í höndina á Grete.
Þér fáið ekki betri hjálp!
Þegar Aldos stýrði snjósleðan-
um niður í dalinn, hafði Grete
þegar tekið ákvörðun. Klukkan
tólf steig hún upp i áætlunar-
bílinn, og klukkan fjögur sat
hún í biðstofunni og reyndi að
bæla níður óróleika sinn fyrir
fundinn við doktor Weisenfeld.
En enda þótt læknirinn væri
kona, fann hún hinn gamla ótta
sinn við hvita læknasloppa eins
og kalda greip um kverkarnar.
Eða var það ef til vill ekki mað-
urinn i hvíta sloppnum, sem hún
óttaðist, heldur úrskurðurinn
sem hún kveið fyrir en myndi
alltaf fá að heyra?
9. KAFLI.
Lars Stenfeldt kom með áætl-
unarbilnum tveim dögum síðar
en áætlað var. Til hins síðasta
hafði hann vonað að Grete myndi
standa við vegarbrúnina og bíða
eftir honum, en hún var þar
1ÍRJ3NNIMERKT
22
FALKINN