Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 35
Vörubiladekkin endast yfir 100 þús. k m. BRIDGESTOIME * mest seldu dekk á Islandi Treystið BRIDGESTONE HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. avríl: Það er á allan hátt heppilegra fyrir big að dvelja heima fyrir en að vera á ferða- lagi. Gættu þess að ættingjar þinir og ná- grannar fái ekki tilefni til að set.ia út á þig eða reita þig til reiði. Nautiö, 21. apríl—21. maí: Ef þú ætlar að ferðast eitthvað í þessari viku, er mikið heppilegra fyrir þig að fara eitthvað stutt heldur en iangar leiðir. Þú ættir einnig að skipulegg.ia sem mest fyrir- fram, því annars gæti allt lent í óreiðu. Tvíburarnir. 22. maí—21. júní: Þú ert í dálitlum vafa um framtiðina bæði hvað starfi viðkemur og einnig með tilliti til fiölskyldunnar. Þetta truflar nokkuð mikið dagleg störf þín. Taktu engar fljót- færnislegar ákvarðanir í þessu. Krabbinn, 22. júní—23. júli: Hugsaðu vandlega um allar hliðar mál- anna, þegar þú gerir áætlanir fyrir fram- tíðina. Þó að þú sért ekki fljótfær að eðlis- fari getur þér sézt yfir mikilvæg atriði. Vertu ekki mikið á ferðinni. LjóniÖ, 21/. júli—23. áqúst: Þú ættir að notfæra þér skipulagshæfi- leika þinn til að koma reglu á fjármálin og setja þér visst mark í þessum efnum, ekki veitir af. Taktu vinsamlegum ráðleggingum vina þinna og undirskrifaðu enga samninga án þess að hafa kynnt þér vel innihald Þeirra. Meyjan, 21,. áqúst—23. sept.: Þú hefur löngun til að endurskipuleggja bæði starf þitt og hjónaband eða samstarf við aðra yfirleitt. Það getur þú gert en að- eins að vel athuguðu máli, þannig að ekki aðeins þú heldur og mótpartar þínir verði ánægðir, en þá er líka tilgangi náð. Voain. 21,. sept.—23. okt.: Fréttir, sem þú færð langt að, koma Þér á óvart og gætu valdið þér óþægindum. Þú ættir að bíða með ferðalög um tima eða bar til bæði atvinna þín og heilsa leyfa. Taktu þér hvíld um helgina, ef þú getur. Drekinn, 21,. okt.—22. nóv.: Vertu ekki svo upptekinn af eigin vanda- málum að þú takir ekki eftir því sem ger- ist í kringum þig, sérstaklega meðal vina og kunningja, og vertu þeim til aðstoðar. Þú munt fá það launað þótt síðar verði. Boqmaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú skalt vera vel á verði gagnvart þeim manneskjum, sem gera sér það til dundurs að eyðileggja mannorð annarra og varaðu maka þinn eða félaga við að taka mark á slúðursögum. Þú kannt að koma auga á n-ýiar leiðir í fjármálum. Steinqeitin, 22. des.—20. janúar: Þér er nauðsyn á einhverri tilbreytingu, en þó er óráðlegt að skipta um starf eða dvalarstað. nema í nauðsvn. Þú ættir ekki að búast við miklu af ferðalögum, þau gætu orðið erfiðari fvrir big en þú heldur. Vatnsberinn, 21. janúar—19. fébrúar: Þú verður að vera sérstaklega varkár í peningamálum núna, Því smámistök gætu leitt af sér stórt tap fyrir þig. Nokkur ágreiningur kann að verða um fjármál milli þin og félaga þíns. Eyddu ekki miklu í skemmtanir. Fiskarnir, 20. fébrúar—20. marz: Ágreiningur, sem kann að risa milli Þin og maka þíns eða félaga getur orðið upphaf | alvarlegrar deilu ef ekki er greitt úr vanda- málunum sem fvrst, og þar verður bú að hafa frumkvæðið FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.