Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 2
2 10. október 2009 LAUGARDAGUR
Jón, þyrfti ekki líka að láta
þýða alla Eurovision-textana?
„Jú, mér líst ágætlega á það. Íslensk-
an er okkar þjóðtunga.“
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, hefur ákveðið að láta þýða
alla texta sem tengjast aðildarumsókn
Íslands að Evrópusambandinu.
Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu
með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund.
Við getum séð um
séreignarsparnaðinn þinn
Velkomin á opna kynningu til okkar
mánudaginn 12. okt. kl. 17:15,
Borgartúni 29, 3. hæð.
Auður fyrir þig
Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður
audur.is - 585 6500
BANDARÍKIN, AP Bandarískt geim-
far brotlenti á suðurpól tungls-
ins í gær. Harkaleg lendingin var
vel skipulögð og taldist vel heppn-
uð. Um borð í geimfarinu eru
mælitæki sem ætlað er að finna
ummerki vatns á tunglinu.
„Þetta er svo flott,“ sagði Jenni-
fer Heldmann hjá bandarísku
geimferðastofnuninni NASA, sem
sendi tunglfarið í þennan leiðang-
ur. „Við erum himinlifandi.“
Nokkur vonbrigði voru þó að
fyrstu myndirnar frá tunglfarinu
reyndust ekki jafnt áhrifaríkar og
vonast hafði verið til.
„Við sáum gígmyndun, við sáum
ljósblossa, svo eitthvað hlýtur að
hafa gerst þarna á milli,“ sagði Anth-
ony Coloprete, einn vísindamann-
anna sem stóðu að geimskotinu.
Vonast var til að myndir næð-
ust af rykstrók, sem væntanlega
hefur myndast þegar tunglfarið
skall á tunglinu. Hugmyndin var
sú að vísindamennirnir myndu
nota tæki sín til að greina efna-
innihald stróksins í von um að sjá
þar ummerki vatns.
Vísindamennirnir hugguðu sig
þó við að allur tækjabúnaðurinn
virtist virka eðlilega. Næstu vikur
og mánuðir verða svo notaðir til að
greina það sem þó sást.
„Þetta mun breyta því hvernig
við sjáum tunglið,“ sagði Michael
Wargo, yfirtunglfræðingur hjá
NASA.
- gb
Geimfari brotlent á tunglinu til að leita þar ummerkja vatns:
Fyrstu myndirnar sýndu lítið
FYLGST MEÐ BROTLENDINGU Fjölmargir
fylgdust spenntir með í höfuðstöðvum
NASA. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Íslenskt fyrirtæki, Kredia
hf., býður nú upp á svokölluð smá-
lán, nokkur þúsund króna neyðar-
lán til fimmtán daga, sem hægt
er að sækja um með SMS-skila-
boðum. Á lánið leggst svokallað
lántökugjald, sem í raun er ígildi
okurvaxta.
Lán sem þessi hafa sætt gríðar-
mikilli gagnrýni á Norðurlöndunum
og víðar síðustu ár. „Þetta eru ekki
góðar fréttir og ég hugsa að maður
verði að finna
einhverjar leið-
ir til að sporna
við þessu,“ segir
Gísli Tryggva-
son, talsmaður
neytenda.
Á vef fyrir-
tækisins, kred-
ia.is, má sjá
skilmálana fyrir
lántökunum. Þar segir að lántak-
endur verði að vera orðnir átján
ára, megi ekki vera á vanskilaskrá
og geti aðeins tekið eitt lán í einu.
Í fyrstu er mest hægt að taka
tíu þúsund króna lán til fimmtán
daga, með 2.500 króna lántöku-
gjaldi, sem er ígildi ríflega 21.000
prósenta ársvaxta. Standi lántak-
andinn í skilum getur hann fengið
hærra lán næst, og svo koll af kolli,
upp í fjörutíu þúsund krónur.
Lán sem þessi hafa skapað mikil
vandræði á Norðurlöndum, þar
sem þau eru kölluð SMS-lán. Í
Finnlandi var til dæmis um fimmt-
ungur vandræðaskulda til kominn
vegna slíkra lána í fyrra, og til stóð
að setja um þau sérstakar reglur.
Í Bandaríkjunum eru til áþekk
lán sem kölluð eru „payday loans“,
með vísan í að þau eigi að fram-
fleyta fólki í vanda fram til næstu
útborgunar. Þau hafa sætt mikilli
gagnrýni, eru sums staðar bönn-
uð með lögum og jafnvel álitin
alvarlegur glæpur.
„Við höfum verið fegin að vera
laus við þetta hingað til,“ segir
Gísli, sem hefur boðað fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins og
lögfræðing hans til fundar við sig
um málið eftir helgi. Starfsem-
in sé hæpin af ýmsum ástæðum;
greiðslumat lántakenda sé ófull-
komið, lánin beri í raun okur-
vexti og síðast en ekki síst höfði
þau einna helst til illa stæðs fólks
eða ungmenna sem ekki kunni
fótum sínum forráð í sama mæli
og aðrir.
Leifur Alexander Haraldsson,
framkvæmdastjóri Kredia, segist
meðvitaður um að lánastarfsemi
sem þessi sé víða umdeild. „En við
erum ekki að fara að þeirri fyrir-
mynd,“ segir hann. „Þar er lánað út
í eitt og menn steypa sér í skuldir
sem þeir eru ekki borgunarmenn
fyrir.“ Hér sé verkefnið aðeins
hugsað sem „neyðarredding“ og að
fólk geti aldrei skuldað meira en
fjörutíu þúsund krónur í einu.
Verkefnið hafi verið í tæknileg-
um undirbúningi í ár og lagalegum
undirbúningi í hálft ár. Búið sé að
fara yfir málið í þaula með lögfræð-
ingum til að fá fullvissu um að allt
standist lög. „Annars myndum við
nú aldrei fara að bjóða svona þjón-
ustu,“ segir hann. stigur@frettabladid.is
SMS-lánin umdeildu
eru komin til Íslands
Smálán á ofurvöxtum sem fást með SMS-skilaboðum standa nú Íslendingum til
boða. Lánin sæta mikilli gagnrýni erlendis. Talsmaður neytenda telur að sporna
þurfi við þeim. Ekki hægt að steypa sér í skuldir, segir framkvæmdastjórinn.
LÉTT LÁN Hægt er að nálgast lánin með því að senda skilaboð á eitt símanúmer.GÍSLI TRYGGVASON
FÓLK „Vissulega má segja að þessi
verslun sé orðin að stofnun, enda
hefur hún verið hluti af uppvexti
og tilveru flestra Húsvíkinga og
Þingeyinga,“ segir Friðrik Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Bóka-
verslunar Þórarins Stefánssonar á
Húsavík, sem fagnar hundrað ára
verslunarafmæli í ár. Í tilefni af
því verður viðskiptavinum boðið
til veislu í dag.
Í veislunni verður viðskiptavin-
um boðið upp á veitingar, auk þess
sem fjöldi tilboða verður í búðinni í
tilefni tímamótanna. Að sögn Frið-
riks og konu hans Magneu Magnús-
dóttur er þetta tækifæri til að gleðj-
ast, breyta til og gera eitthvað nýtt.
- kdk / sjá Tímamót
Ein elsta bókabúð landsins:
Haldið upp á
aldarafmælið
Á TÍMAMÓTUM Hjónin Friðrik Sigurðs-
son og Magnea Magnúsdóttir.
UTANRÍKISMÁL Aðild Íslands að Evrópusambandinu
(ESB) gæti gengið tiltölulega hratt fyrir sig.
Þetta kemur fram í árvissri skýrslu ESB um stækk-
unarferli sambandsins sem kemur út í næstu viku.
Fréttastofa Reuters og írska útvarpsstöðin RTÉ
birtu gögn úr drögum að skýrslunni í gær. Bent er á
að Ísland sé þegar hluti af innri markaði Evrópu og
Schengen-svæðinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir
drögin ekki hafa borist í ráðuneytið, en afstaðan komi
þó ekki á óvart. „Ég hef kynnt málstað Íslands fyrir
öllum ráðherrum Evrópusambandsins og átt mörg
símtöl og fundi með sumum þeirra,“ segir hann og
leggur áherslu á ekki sé farið fram á hraðferð í sam-
bandið þótt landið vilji vera metið að verðleikum. „Við
höfum verið í fimmtán ára samrunaþróun við Evrópu-
sambandið. Frá því við gengum í EES og til Scheng-
en-samstarfsins höfum við tekið upp það sem fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins metur sjálf sem
sjötíu prósent af því regluverki sem þar er að finna.
Af þeim sökum teljum við að þetta formlega ferli eigi
að geta tekið skemmri tíma.“
Össur segist þó vilja leggja á það áherslu að ekk-
ert liggi fyrir um hversu hratt aðildarsamningarnir
gangi. „Þar eru erfiðir kaflar sem þarf að taka og ég
hef sjálfur alltaf gert ráð fyrir að ýmsir þættir þar,
svo sem varðandi sjávarútveg og landbúnað, kunni að
taka langan tíma og vera erfiðir.“ - óká
Utanríkisráðherra segir skilning á stöðu Íslands þótt ekki sé beðið um hraðferð:
Aðild að ESB gæti orðið hröð
SÓTT UM AÐILD Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á
fundi með Carl Bildt utanríkisráðherra Svía eftir að hafa afhent
formlega umsókn um aðild að ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Kona laug til nafns
Lögreglan stöðvaði í fyrradag konu sem
notaði vegöxl á Breiðholtsbraut til að
taka fram úr annarri umferð. Að sögn
lögreglu gaf konan fyrst upp rangt nafn
en lögreglan vissi betur og afhjúpaði að
hér á ferð var réttindalaus ökufantur.
LÖGREGLAN
BRETLAND Gerry McCann, pabbi
hinnar horfnu Madeleine McCann,
hefur nú greint frá því að hann
muni snúa til Praia da Luz ásamt
Kate eiginkonu sinni á þessu ári.
McCann-hjónin dvelja nú á Spáni
en Kate hefur ekki komið til stað-
arins þar sem dóttir þeirra hvarf á
í meira en tvö ár. Það hefur Gerry
hins vegar gert.
„Þetta er staðurinn þar sem hún
sá Madeleine síðast, það rifjar upp
margar tilfinningar,“ segir Gerry.
Gerry útskýrði einnig fyrir fjöl-
miðlum að fjölskyldan hefði öðlast
nýja von um að finna dóttur sína á
lífi, eftir að Jaycee Lee Duggard
fannst á lífi í Bandaríkjunum en
hún hafði verið týnd í átján ár.
Leita enn að Maddy:
Snúa aftur
til Portúgals
ÞÝSKALAND, AP Fertug kona í
Þýskalandi hefur fætt heilbrigt
barn þrátt fyrir að hafa verið í
dásvefni síðustu 22 vikur með-
göngunnar. Starfsfólk á háskóla-
sjúkrahúsinu í Erlangen sagði
aðstandendur konunnar hafa
óskað eftir því að barnið yrði látið
fæðast þrátt fyrir erfitt ástand
móðurinnar, sem fékk hjartaáfall
og hefur verið í dái síðan.
Sjúkrahúsið vildi ekki gefa upp
frekari upplýsingar um móðurina
eða barnsfæðinguna, þar á meðal
ekki hvort vonir stæðu til að móð-
irin vaknaði úr dáinu eða hvort
faðir barnsins hefði átt hlut að
ákvörðun aðstandendanna. - gb
Óvenjuleg fæðing:
Kona í dásvefni
eignast barn
VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækið Acta-
vis skuldar tæpa þúsund millj-
arða króna, billjón, samkvæmt
því sem fram
kom í frétt-
um Stöðvar 2
í gærkvöldi.
Vaxtakostnað-
ur fyrirtækis-
ins í fyrra nam
55 milljörðum.
Tap fyrir-
tækisins árið
2008 var 34
milljarðar og
samkvæmt ársreikningi skuld-
aði það 720 milljarða um ára-
mótin. Inn í þá tölu vantar hins
vegar ýmsar skuldir innan sam-
stæðunnar. Björgólfur Thor
Björgólfsson keypti aðra hlut-
hafa úr fyrirtækinu árið 2007
og nam kaupverðið um billjón
krónum. Gjalddagi á fjögurra
milljarða evra láni Deutsche
Bank vegna yfirtökunnar rennur
upp á næsta ári. - kóp
Actavis tapaði miklu í fyrra:
Skuldaði tæpa
billjón króna
BJÖRGÓLFS THORS
BJÖRGÓLFSSONAR
Aurskriða í Eyrarhlíð
Tólf metra breið aurskriða féll niður
Eyrarhlíð á Hnífsdalsvegi á Vestfjörðum
um klukkan 20 í gærkvöldi. Skriðan,
sem var um tveggja metra djúp, olli
ekki tjóni. Skriðan stöðvaði alla umferð
og unnið var að hreinsun vegarins
þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
VEÐUR
SPURNING DAGSINS