Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 4
4 10. október 2009 LAUGARDAGUR
Ef menn ætla virkilega að
fara að hlaupa þetta sjálf-
ir án aðkomu AGS vegna rifrildis
út af einhverjum greiðslum árið
2025, þá held ég að menn hafi
misst sjónar á samhenginu.
ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON
PRÓFESSOR Í HAGFRÆÐI VIÐ HÍ
GENGIÐ 09.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,1425
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,94 125,54
199,6 200,58
184,11 185,15
24,73 24,874
22,123 22,253
17,896 18
1,4058 1,414
198,27 199,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
FRAKKLAND, AP Frakkar létu í gær
undan kröfum Egypta um að
ómetanlegum menningarminj-
um á Louvre-safninu í París yrði
skilað aftur til
Egyptalands.
Egyptar,
með fornleifa-
fræðinginn
Zahi Hawas í
fararbroddi,
hættu í vik-
unni samstarfi
við Louvre-
safnið til
þess að þrýsta á kröfu sína.
Samstarfsslitin hefðu orðið til
þess að fornleifauppgröftur á
vegum Louvre í Egyptalandi
væri í uppnámi.
Frederic Mitterand, menn-
ingarmálaráðherra Frakklands,
skýrði í gær frá því að egypsku
minjarnar yrðu sendar til
Egyptalands. Um er að ræða
brot úr máluðum veggmyndum
úr grafhýsi skammt frá Luxor.
- gb
Sigur Egypta á Frökkum:
Louvre skilar
verðmætum
MANNRÉTTINDI Í dag ætlar Íslands-
deild Amnesty International að
reisa svolítið hreysi í verslunar-
musterinu Smáralind. Gestum
verður boðið upp á afrískt te
og trumbuslátt frá Miðbaugs-
Gíneu.
Þetta er gert til þess að minna
á fátæktina í heiminum, einkum
þó í Afríku þar sem fjöldi fólks
hefur verið hrakinn burt frá
heimilum sínum.
Ljósmyndir verða til sýnis og
fólk er hvatt til að rita nafn sitt á
„hús undirskriftanna“.
Viðburðurinn hefst klukkan 13
í Dropanum á neðri hæð Smára-
lindar, rétt hjá Hagkaupum. - gb
Amnesty International:
Fátækrahreysi
í Smáralind
LÖGREGLUMÁL Tveir piltar um tví-
tugt voru handteknir í Reykja-
vík aðfaranótt fimmtudags eftir
að gleðskapur framhaldsskóla-
nema fór úr böndunum, að því er
kemur fram í frétt frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
„Lögreglan var kölluð á stað-
inn en hinir handteknu höfðu
tekið þátt í slagsmálum og í engu
sinnt fyrirmælum lögreglu. Jafn-
framt var fólki í gleðskapnum
vísað á dyr en umgengni þess var
ekki til fyrirmyndar og voru ein-
hverjar skemmdir unnar á sam-
komustaðnum. Ölvun veislugesta
var áberandi,“ segir í lögreglu-
fréttinni. - gar
Fullir framhaldsskólanemar:
Handtóku tvo
pilta í gleðskap
EFNAHAGSMÁL Töf á endurskoðun
efnahagsáætlunar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS) mun draga úr
tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda
heima og erlendis, seinka afnámi
gjaldeyrishafta, auka líkur á lægra
gengi en hærri verðbólgu, draga
úr svigrúmi til vaxtalækkunar og
auka líkur á vaxtahækkun. Láns-
hæfismat ríkissjóðs mun lækka í
flokki ótryggra fjárfestinga, sem
mun hafa slæm áhrif á endurfjár-
mögnun skuld-
bindinga inn-
lendra aðila.
Þessi svarta
spá er sett fram
í greinargerð
efnahags- og
viðskiptaráðu-
neytisins til for-
sætisráðherra,
sem birt var
í gær. „Ég er
þessu mjög sammála,“ segir Þór-
ólfur Matthíasson, prófessor í hag-
fræði við Háskóla Íslands. „Það er
vonum seinna að stjórnvöld reyni
aðeins að útskýra samhengið fyrir
almenningi. Við megum ekki búa
okkur til einhverja draumaveröld
og flytja síðan inn í hana.“
Í greinargerð ráðuneytisins segir
að frestun á því að ganga frá samn-
ingum við Breta og Hollendinga
um Icesave eigi stóran þátt í töfum
á endurskoðun áætlunar AGS. Hinn
23. október renni út lokafrestur til
þess að greiða innistæðueigendum
Landsbankans og Glitnis þá fjárhæð
sem þeir eigi rétt á. Allar heimildir
til að lengja frestinn séu fullnýttar;
frekari tafir auki líkur á málshöfðun
gegn stjórnvöldum, sem geti valdið
því að lánshæfismat ríkissjóðs lækki
enn frekar. „Endurreisn atvinnulífs-
ins, og þar með aukin atvinnusköp-
un, byggir á því að dregið verði úr
óvissu og fjármálakerfi landsins
endurreist,“ segir í greinargerð-
inni. Yfirtaka kröfuhafa og skila-
nefndar á Íslandsbanka og Nýja
Kaupþingi skipti mjög miklu máli.
Um áhrif af frestun endurskoðun-
ar efnahagsáætlunar á þá vinnu
segir: „Vandséð er að þau geti verið
jákvæð. Sama má segja um skulda-
stöðu heimilanna.“
„Ég held að þeir séu ekkert að
mála þetta neitt dökkum litum,
frekar hitt,“ segir Þórólfur.
„Þetta liggur allt í kortunum,“
segir hann. „Mér líður mjög illa yfir
þessu ástandi. Ef menn ætla virki-
lega að fara að hlaupa þetta sjálfir
án aðkomu AGS vegna rifrildis út af
einhverjum greiðslum árið 2025, þá
held ég að menn hafi misst sjónar á
samhenginu.“
Í gær var einnig birt bréf frá
Seðlabankanum til forsætisráðherra
þar sem lýst er svipuðum áhyggjum
af töfum á endurskoðun efnahags-
áætlunar AGS. peturg@frettabladid.is
Svört spá um áhrif
tafa á áætlun AGS
Tefjist endurskoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins enn frekar mun það
seinka afnámi gjaldeyrishafta, veikja gengi krónunnar, auka verðbólguþrýsting
og líkur á vaxtahækkun, auk þess að stuðla að verra lánshæfismati ríkissjóðs.
ÞÓRÓLFUR
MATTHÍASSON
UMDEILT Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS/IMF) á sér marga andstæðinga og þessi
var mættur á ársfund sjóðsins í Tyrklandi í upphafi vikunnar til að láta andstöðu sína
í ljós. NORDICPHOTOS/AFP
VÍSINDI Innan fárra ára munu
genapróf kosta milli eitt og tíu
prósent af því sem þau kosta í dag,
enda verða verkfærin sífellt ódýr-
ari, sem þarf til að gera þau. Svo
segir Kári Stefánsson, stofnandi
Íslenskrar erfðagreiningar.
„Ég er sannfærður um að nær
allir Vesturlandabúar muni fara
í slík próf innan nokkurra ára,“
sagði hann í gær á alþjóðlegri líf-
tækniráðstefnu IJP-samtakanna í
Heidelberg í Þýskalandi.
Genapróf, eða arfgerðagrein-
ingu, má kaupa á internetinu hjá
nokkrum fyrirtækjum og kosta
þau á bilinu 399 til þúsund Banda-
ríkjadali. Með þeim er svo reiknað
út hversu líklegt er að hver og einn
fái hina ýmsu sjúkdóma.
Spurður hvort þessi próf séu
sambærileg, hvort sömu niðurstöð-
urnar kæmu út úr prófi til dæmis
frá samkeppnisaðilanum Navigen-
ics og úr prófi frá Íslenskri erfða-
greiningu, segir Kári að arfgerðin
sem greind er sé alltaf sú sama.
Hins vegar sé ákveðinn munur
á aðferðafræði fyrirtækjanna,
þegar þær túlki niðurstöðurnar.
„Það er því rými fyrir hárfínan
mun á þeim,“ segir hann. Sama
megi segja um kólesterólpróf milli
landa. Niðurstöðurnar yrðu ekki
endilega nákvæmlega þær sömu.
- kóþ
Kári Stefánsson segir að genapróf verði ódýrari innan skamms:
Genapróf verði fyrir alla
FRÁ RÁÐSTEFNU IJP Fyrirlestri Kára var
vel tekið, en margar spurningar úr sal
snerust um siðfræði frekar en erfða-
fræði. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
21°
14°
11°
15°
15°
14°
12°
12°
24°
18°
27°
18°
34°
7°
19°
19°
8°
Á MORGUN
NA 3-8 m/s
hvessir um kvöldið
MÁNUDAGUR
SA- og A- átt
8-15 m/s.
11
19
18
16
13 15
13
20
9
15
18
8
5
2
3
2 4
4
6
7
9
1
7
2 0
0
6 9
5 4
5
7
ÓVEÐUR Áfram
verður hvasst á
landinu í dag,
einkum NV-til og
SA-lands en það
lægir heldur í
kvöld. Á morgun
verður fremur hæg-
ur vindur framan
af degi en hvessir
við suðurströndina
annað kvöld. Á
mánudaginn verð-
ur rok og rigning.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
ZAHI HAWAS
EFNAHAGSMÁL „Það er verið að
breyta stjórnkerfinu í eina alls-
herjar áróðursmaskínu fyrir rík-
isstjórnina,“
segir Bjarni
Benediktsson,
formaður Sjálf-
stæðisflokksins,
spurður um mat
Seðlabankans og
efnahags- og við-
skiptaráðuneyt-
isins á afleiðing-
um frekari tafa
á efnahagsáætlun AGS.„Þetta eru
vinnubrögð ríkisstjórnar sem er
ráðþrota. Í staðinn fyrir að gera
okkur grein fyrir því hverjar eru
kröfur Breta og Hollendinga, þá
velur ríkisstjórnin það að skapa
jarðveg fyrir slæmar fréttir. Það
er eins og henni séu allar bjargir
bannaðar í hagsmunagæslu fyrir
Ísland.“ - gb
Formaður Sjálfstæðisflokks:
Örþrifaráð rík-
isstjórnarinnar
BJARNI
BENEDIKTSSON
EFNAHAGSMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, segir greinar-
gerðina vera hótunarbréf frá ríki-
stjórninni.
„Þarna er
verið að hamra
á því að ef menn
fari ekki þessa
einu leið sem
ríkisstjórnin
hefur lagt upp
með þá fari hér
allt í hundana.
Aðalatriðið er
að það er ekki búið að sýna fram á
hvernig þessi AGS-leið á að gagn-
ast okkur betur en hún hefur gert
í mörgum öðrum löndum. Og nú er
að koma á daginn að ríkisstjórnin
hefur ekki einu sinni kannað aðra
möguleika, og þá er verið að keyra
hitt í gegn af offorsi.“ - gb
Formaður Framsóknarflokks:
Hótunarbréf
frá ríkisstjórn
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON