Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 6

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 6
6 10. október 2009 LAUGARDAGUR VEÐUR Eignatjón vegna óveðurs sem gekk yfir Suðvesturland í gær nemur milljónum að því er talið er. Fréttist af útveggjum, þökum og klæðningum víða sem ýmist fuku af húsum eða héldust á með naum- indum. Um 40 björgunarsveitar- menn í tíu hópum höfðu nóg að gera við að hjálpa fólki og fyrirtækjum sem lent höfðu í vandræðum í veð- urbarningnum sem gekk yfir suð- vestanvert landið. Í fyrrinótt og í gærmorgun var veðrið með versta móti í Vest- mannaeyjum; þar fuku þök af húsum og bíll á hliðina. Síðar um morguninn barst veðr- ið síðan til höfuðborgarsvæðisins og tók ekki betra við þar. Síðan þurfti mikill fjöldi björgunarsveit- armanna að fara að kjúklingabúinu Móum á Kjalarnesi þar sem þakið var að fjúka af. Mestu hviðurnar voru á Kjal- arnesi í kringum hádegi, en þær mældust um 53 metrar á sekúndu. Veðrinu slotaði síðan undir kvöld á Suðvestur- og Suðurlandi en búist var við versnandi veðri á Vestur- og Norðvesturlandi. Milljónatjón í óveðri Tugir björgunarsveitarmanna sinntu fjölda útkalla í gær í veðurofsanum sem gekk yfir Suður- og Vesturland. Tjón af völdum veðursins er talið nema milljón- um. Sterkustu hviðurnar voru yfir fimmtíu metrar á sekúndu. KLIFURJURTIN FÉLL Klifurjurtin sem ein- kennt hefur húsið við Austurstræti þar sem Eymundsson er til húsa rifnaði frá húsinu í rokinu og lagðist yfir næsta þak. ÞAKIÐ AF Þakið fauk af þessu útihúsi á Kjalarnesi en heimamenn brugðu á það ráð að aka traktornum ofan á það svo ekki hlytist meira tjón af. TJALDIÐ SKORÐAÐ Nota þurfti marga strætisvagna og rútur til að skýla risavöxnu skemmtitjaldi við Háskóla Íslands fyrir vindinum. Það var við það að fjúka af stað. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N ÓVEÐUR UM ALLT LAND VEÐUR Sjö rútur og strætisvagnar voru kallaðir að Háskóla Íslands í gær vegna veðurofsans til að skýla stærðarinnar veislutjaldi fyrir vindinum. Tjaldið var við það að takast á loft. Í tjaldinu fer fram Októberfest á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem veður veldur vandræðum á Októberfest, sem síðustu ár hefur verið haldið í sama tjaldinu. Fyrir tveimur árum þurfti að rýma tjald- ið eina nóttina af ótta við að það væri að fjúka. - sh Strætóar og rútur skýldu tjaldi: Tjaldið við það að takast á loft Tebollur með rúsínum og með súkkulaðibitum Íslenskur gæðabakstur ný tt Jóhann Ólafsson & Co SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI með OSRAM Friðarsúla Yoko Ono í Viðey er samansett úr níu 7000 W OSRAM XBO perum sem mynda sterka ljóssúlu til himins. Auk þess eru sex 2000 W OSRAM XBO perur sem lýsa lárétt inn göng sem vísa að ljósbrunninum sjálfum og er endurkastað upp á við með speglum innan í brunninum. SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 o n BARIST VIÐ VINDINN Kynslóðirnar börðust í sameiningu gegn storminum. EKKI VIÐRAÐI TIL SJÓFERÐA Sjórinn var úfinn í óveðrinu í gær. VINDBLÁSNAR Ekki héldu allir sig innan- dyra í gær þrátt fyrir rokið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N Hefur þú leitað félagslegrar aðstoðar í kreppunni? Já 9% Nei 91% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að hér verði meira hrun takist ekki að ganga frá Icesave-samningunum? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.