Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 15

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 15
Hugmyndirnar þróast nú hver á sínum forsendum, m.a. í samvinnu við N1, og lofa góðu fyrir framtíðina. En við höfum lagt fleiri lóð á vogarskálar uppbyggingar á Íslandi. Á þessu ári réðumst við m.a. í umfangsmikið kynningarátak á íslenskum vörum auk þess að bjóða upp á sérstök afsláttarkjör sem gera tryggum viðskipta- vinum N1 um allt land kleift að lækka rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda króna á ári. Einnig kynntum við fjölda áhugaverðra áfangastaða fyrir íslenskum ferðalöngum í sumarleik sem sló öll þátttökumet. Loks höfum við haldið áfram öflugum stuðningi bæði við íþróttahreyfinguna í landinu og Slysavarnafélagið Landsbjörgu auk þess að láta myndarlega að okkur kveða í ýmsum góðagerðar- málum. Við erum þakklát fyrir þann velvilja sem þjóðin hefur sýnt þessum átaksverkefnum okkar á undanförnum misserum. Að sjálfsögðu er þessari vegferð ekki lokið. Verkefnin eru mörg og tækifærin svo sannarlega fyrir hendi þegar bjartsýnin, frumkvæðið og sköpunargleðin ráða ferðinni. Framtíðin er góð hugmynd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.