Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 16

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 16
16 10. október 2009 LAUGARDAGUR 224 lítrar á ári fyrir Aukakrónur Þú getur keyrt bílinn þinn 2240 kílómetra á ári á bensíni frá ÓB fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * M .v . 1 5 0 þ ús un d kr . i nn le nd a ve rs lu n á m án uð i, þ. a. 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . S já n án ar á w w w .a uk ak ro nu r.i s. B en sí nv er ð 1. ok tó be r 20 0 9 h já Ó B G ra fa rh ol ti va r 1 78 ,4 k r./ l * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B I h f. (L an ds ba nk in n) , k t. 47 10 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 11 skipta um dekk Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu vetrardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Hafnarfjörður: Dalshrauni 5 (opnar á næstunni). Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Sparaðu, láttu Ný vetrardekk Dekkjaskipti hjá Max1 Opið í dag frá 9 til 13 á öllum Max 1 stöðvum Lokað í Knar rarvogi KJÖT KOSTAR VATN Þetta par brá sér í sturtu í París bak við borða sem á stendur: 1 kg kjöt = 15.500 lítrar af vatni. Parið vildi vekja athygli á því hve mikið af vatni þarf til að standa undir kjötneyslu. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra opnaði á fimmtudag nýja og endurbætta heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að viðstödd- um stjórnendum og starfsfólki félagsins. Heimasíð- an er mikilvægt tæki fyrir þá sem leita upplýsinga um krabbamein og sem þurfa að nýta sér þjónustu Krabbameinsfélagsins. Þegar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði síðuna sagðist hún sjálf hafa komið í leitarstöð félagsins nokkuð reglulega frá því að hún var tvítug og þær heimsóknir hefðu skipt sköpum í hennar lífi. „Ég hvet alla en þó sérstaklega ungar konur til að vera duglegar að kynna sér vefinn og að mæta reglu- lega í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Vefurinn er miðill unga fólksins, þess vegna vænti ég þess að nýr og viðmótsþýður vefur Krabbameinsfélagsins gagn- ist vel til að koma upplýsingum og fræðslu til nýrra kynslóða,” sagði Álfheiður Ingadóttir. Heilbrigðisráðherra opnaði nýja heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands: Skoðun getur skipt sköpum HEIMASÍÐAN OPNUÐ Heilbrigðisráðherra hvatti ungar stúlkur sérstaklega til þess að mæta reglulega í krabbameinsskoðun. DÓMSTÓLAR Piltur innan við tví- tugt hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot í fimm skóla á höfuð- borgarsvæðinu, svo og innbrot á tvö heimili. Pilturinn var ýmist einn við innbrotin eða í félagi við aðra. Samtals hundruðum þús- unda var stolið úr skólunum og íbúðarhúsunum, auk fjölda af dýrum tölvum og tækjum. Pilturinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Að auki var honum gert að greiða ríflega hálfa milljón króna í skaðabætur. - jss Innbrotsþjófur dæmdur: Braust inn í fimm skóla NOREGUR, AP Ákvörðun norsku Nób- elsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkja- forseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni seg- ist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heim- inn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað marghátt- uðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Wal- esa, fyrrverandi baráttumað- ur gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en marg- ir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formað- ur norsku Nóbelsnefndarinn- ar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaun- in of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkja- forsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woo- drow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlot- ið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráð- herrar hafa einnig fengið friðar- verðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóð- arleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti. gudsteinn@frettabladid.is Úthlutun friðarverð- launa vekur furðu Barack Obama Bandaríkjaforseti segist ekki eiga skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Formaður Nóbelsnefndarinnar segir að hugsanlega verði of seint að bregðast við eftir þrjú ár. „Þetta er alltof fljótt,“ segir Lech Walesa. OBAMA Á SKRIFSTOFU SINNI Bandaríkjaforseti á mikið verk fyrir höndum að standa undir kröfum Nóbelsnefndarinnar. NORDICPHOTOS/AFP VIÐBRÖGÐ VERÐLAUNAHAFANS Barack Obama sagðist vera bæði undrandi og finna til auðmýktar gagnvart ákvörðun Nóbelsnefndar- innar: „Ég lít ekki á hana sem viðurkenningu fyrir mín eigin afrek, heldur frekar sem staðfestingu á forystuhlutverki Bandaríkjanna í þágu þeirra vona sem búa í brjóst- um fólks af öllu þjóðerni. Satt að segja finnst mér ég ekki eiga skilið að vera í hópi þeirra fjölmörgu umbótamanna sem hafa verið heiðraðir með þessum verðlaun- um,“ segir forsetinn. Hann segist þó átta sig á því að verðlaunin hafi ekki alltaf verið veitt fyrir áunninn árangur heldur verið notuð til þess að hraða þróun ákveðinna atburða: „Og þess vegna mun ég veita þeim viðtöku sem hvatningu til verka.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.