Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 20

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 20
20 10. október 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Svafa Grönfeldt skrifar um háskóla Ísland þarf sterka og framsækna háskóla og víðsýnt og hugrakkt háskólafólk sem aldrei fyrr. Það er hlutverk háskólanna að skapa og miðla þekkingu en ekki síður að þroska og blása ungu fólki hvatn- ingu í brjóst til að berjast fyrir hugsjónum sínum og hafa áræðni og þekkingu til að skapa nýja framtíð. Hámenntað vinnuafl er að margra mati talið geta ráðið úrslitum um vöxt og afkomu þjóða á næstu áratugum. Áhættan fyrir fámennar þjóðir getur falist í bylgju fólksflutninga í formi þekk- ingartaps (e. brain drain) frá einu landi til annars. Þær þjóðir sem illa verða úti missa sitt hæfasta fólk sem leiðir til minnkandi fram- leiðni, lægra tæknistigs, minnk- andi nýsköpunar og lægri skatt- tekna. Hvað gerist á Íslandi? Afturhvarf til fortíðar er ekki ávísun á framfarir Í heimi þar sem samkeppnishæfni þjóða er best tryggð með þekk- ingarafli stöndum við nú frammi fyrir miklum niðurskurði til háskólamenntunar. Líkt og aðrir í samfélaginu munu háskólarn- ir axla þær byrðar en samtím- is verðum við að standa vörð um gæði og valfrelsi fræðimanna og háskólanema þó kreppi að. Enda hefur engin af þeim þrem- ur skýrslum sem unnar hafa verið fyrir menntamálaráðuneytið síð- astliðið ár mælt með því. Það er einmitt á krepputímum sem víð- sýni, samstaða og umburðar- lyndi fyrir því sem ólíkt er skilar mestum árangri. Erum við ofmenntuð þjóð? Uppbygging þekkingarsamfélags er vopn 21. aldarinnar. En hvernig stöndum við? Erum við ofmennt- uð þjóð sem ekki hefur efni á fjöl- breyttri flóru háskóla? Í skýrslu OECD, Education at a Glance (2009), kemur fram að Íslending- ar verja aðeins sem nemur 1,1% þjóðarframleiðslu til háskóla- menntunar. Til samanburðar verja Finnar 2,6% þjóðarfram- leiðslu til háskólamenntunar, Danir 1,7% og Svíar 1,6%. Í töl- fræðiárbók norrænu ráðherra- nefndarinnar frá 2008 má svo sjá tölur um menntunarstig á Norður- löndum. Þar kemur fram að aðeins 18% íslenskra karla á aldrinum 15-74 ára hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-24% karla á öðrum Norðurlöndum. Ísland er einnig lægst þegar kemur að háskólamenntun kvenna, en 20% íslenskra kvenna (á aldrinum 15- 74 ára) hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-31% annarra norrænna kvenna. Enn er því mikið verk óunnið og efla þarf íslenska háskóla á komandi árum til að skapa ungu fólki tæki- færi til náms og starfa í samfélagi sem heillar og getur boðið starfsskil- yrði og lífskjör eins og best gerist. HR hefur skapað 200 ný sérfræðistörf Ísland þarf öfluga sjálfstæða háskóla. Háskólinn í Reykjavík hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna. Á undanförnum árum hefur Háskólinn í Reykjavík skap- að hátt í 200 sérfræðistörf. Störf sem laðað hafa aftur heim marga af fremstu sérfræðingum lands- ins. Nú eru á fjórða tug sprotafyr- irtækja starfandi í samstarfi við eða innan veggja HR sem hafa nú þegar skapað tugi starfa og eru líkleg til að skapa hundruð nýrra starfa á komandi árum. Yfir 100 viðskiptaáætlanir hafa litið dags- ins ljós það sem af er þessu ári. Samstarf um rekstur Klaksins; nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu- lífsins og um rekstur Hugmynda- húss háskólanna með Listaháskóla Íslands eru dæmi um þá áherslu sem HR leggur á nýsköpunar- og frumkvöðlastarf. Rannsóknarvirkni og akademísk- ur styrkur HR hefur vaxið hratt HR er nú með fleiri birtingar á alþjóðlegum ritrýndum vett- vangi á sínum meginfræðasvið- um en aðrir háskólar hér á landi. Alls eru birtingar fræðimanna HR á þessum vettvangi yfir 400 á ári og hafa þær tvöfaldast síðan árið 2005. HR hefur jafnframt á að skipa hæsta hlutfalli doktors- menntaðra kennara í íslenskum háskólum á sviðum viðskipta- og lagamenntunar. HR hefur forskot á sviði atvinnulífsgreina Háskólinn í Reykjavík hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins: HR er stærsti tækni- og viðskiptaháskóli lands- ins. Skólinn útskrifar um 2/3 af öllu tæknimenntuðu háskólafólki hér á landi (sjá mynd). Jafnframt útskrifast nú fleiri viðskiptafræð- ingar frá HR en öðrum innlendum háskólum. Mikil ásókn er í nám við skólann enda er hann þekkt- ur fyrir framsæknar kennslu- aðferðir og öfluga stúdentaþjón- ustu. Opni háskólinn í HR þjónar síðan fjölbreyttum símenntun- arþörfum atvinnulífsins með fleiri hundruðum námsleiða og þúsundum þátttakenda ár hvert. Frammistaða nemenda HR á inn- lendum og erlendum vettvangi talar einnig sínu máli. Sem dæmi má nefna að HR-ingar hafa unnið hönnunarkeppni verkfræðinema tvö ár í röð, hlotið bronsverðlaun á heimsleikum MBA-nema, orðið heimsmeistarar í gervigreind sl. tvö ár og náð langt í erlendum málflutningskeppnum laganema. Auk þess sem þeir eru eftirsóttir til starfa í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Háskólafólk standi saman Fjöldi rekstrareininga á háskóla- stiginu skiptir minna máli en gæði þeirra og skilvirkni. Háskól- inn í Reykjavík og Háskóli Íslands eru tveir stærstu háskólar lands- ins. Báðir gegna þeir mikilvægu hlutverki og báðir hafa þeir sína sérstöðu. Annar er í eigu ríkisins hinn í eigu atvinnulífsins. Annar hefur breiddina en hinn hefur sér- hæft sig á tilteknum fræðasviðum. Við þurfum að nýta það besta úr ólíkum rekstrarformum háskól- anna. Einn ríkisháskóli með vel á annan tug þúsunda nemenda og starfsfólks er ekki endilega trygg- ing fyrir skilvirkni í rekstri. Gæði menntunar eru ekki heldur háð heildarstærð háskóla nema að litlu leyti. Einstök fagsvið þurfa hins vegar að ná ákveðinni lágmarks- stærð til að tryggja hagkvæmni og gæði hvert á sínu sviði. Þetta rennir stoðum undir hugmyndir menntamálaráðherra um verka- skiptingu háskólanna. Mikið og gott starf hefur verið unnið í háskólunum undanfar- in ár. Nú þurfum við að gera enn betur fyrir minna fjármagn. Ég vil hvetja nemendur og starfs- fólk háskólanna allra til að sýna hvert öðru vinsemd og virðingu og skapa þannig frjóan jarðveg fyrir nýjar lausnir, samvinnu og enn kröftugra háskólastarf. Höfundur er rektor Háskólans í Reykjavik. UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um erlend lán Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangs- laus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjáls- hyggjunnar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annars stað- ar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollend- inga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fall- inn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmats Það virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þing- vilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórn- valda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætl- unin sé endurskoðuð ársfjórðungs- lega. Þannig er samið um AGS-lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efna- hagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxta- kostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar verði lánsþörfin endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætl- unarinnar að sýna fram á að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjár- mögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri mynt Í efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadala, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við end- urskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismark- aði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóð- ur þarf að geta sýnt fram á að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuld- bindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyris- varasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjár- magns á næstu mánuðum og lina síðan höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköp- um. Seðlabanka Íslands opnast von- andi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoð- un sjóðsins á framgangi efnahags- áætlunarinnar. Færeyingar hafa hins vegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána? Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjár- eigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjár- magnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis, að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjald- eyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleið- ingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frek- ara fall krónunnar, sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vina- þjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar, auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborgan- ir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endur- reisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra. Óþarfi eða nauðsyn? Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Sjálfstæð þjóð þarf sterka og framsækna háskóla 650 600 550 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 H ás kó lin n í R ey kj av ík H ás kó li Ís la nd s H ás kó lin n á B ifr ös t H ás kó lin n á Ak ur ey ri Viðskiptafræði Lögfræði Tæknigreinar Útskrifaðir nemendur úr grunn- og meistara- námi árið 2008 SVAFA GRÖNFELDT T Ý R BRAGI ÞÓRSMÖRK Hlýir og góðir með gott grip. Mjög hlý og vatnsfráhrindandi.Vindhelt og vatnsfráhrindandi. vettlingar barna dúnvesti úlpa Verð: 64.800 kr.Verð: 19.800 kr.Verð: 3.200 kr. Einnig fáanleg í rauðu & svörtu Einnig fáanlegirí svörtu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.