Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 21

Fréttablaðið - 10.10.2009, Side 21
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VIÐ STÖNDUM FYRIR RÉTTLÆTI – EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! Ályktun ÖBÍ Ekki meir, ekki meir! Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega að ríkisstjórn, sem kennir sig við félagshyggju og jöfnuð, skuli áforma að halda áfram að skerða kjör öryrkja umfram aðra þegna landsins. Álögur á öryrkja jukust í „góðærinu“ vegna heilbrigðismála, t.d. jókst lyfja- og lækniskostnaður. Auk þess fylgdi lífeyrir ekki verðþróun að fullu. Um síðustu áramót voru lög frá 1997, sem áttu að tryggja að lífeyrir hækkaði sem svaraði kjarasamningum eða framfærsluvísitölu, tekin úr sambandi. Aðeins lítill hluti lífeyrisþega fékk þá hækkun sem lögin sögðu til um. Þann 1. júlí sl. voru breytingar gerðar á greiðslum almannatrygginga þegar lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum tóku gildi. Tekjutengingar jukust þannig að bætur almannatrygginga skertust meira og fyrr en áður. Sú breyting hafði þau áhrif að margt fólk missti ákveðin réttindi sem fylgdu bótunum, s.s. niðurgreiðslu á sjúkra-, iðju- og talþjálfun og tannlæknakostnaði. Auk þess hafa komið fram eða eru í bígerð beinar hækkanir, eða aukin þátttaka í lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaði. Til að standa vörð um það sem eftir er af íslensku velferðarkerfi krefst Öryrkjabandalag Íslands að Alþingi endurskoði fjárlög 2010 með það að markmiði að verja kjör lífeyrisþega. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands, 7. október 2009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.