Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 26
26 10. október 2009 LAUGARDAGUR
N
ámufyrirtækið Petra
Diamonds tilkynnti
heiminum í lok
september að gríð-
arstór demantur
hefði verið grafinn
upp úr námu í sinni eigu. Demant-
urinn er 507 karöt, sem setur hann
í tuttugasta sæti yfir stærstu dem-
anta sem vitað er til að hafi nokkru
sinni fundist í heiminum. Stein-
ninn fannst ásamt þremur öðrum.
Þeir eru einnig stórir: 168, 58 og 53
karöt. Þeir eru taldir fullkomnir
hvað lit og hreinleika varðar og við
fundinn var stærsti steinninn met-
inn á tólf milljarða króna.
Steinarnir fundust í Cullinan-
demantanámunni, einni fræg-
ustu demantanámu heims, nálægt
Pretoríu í Suður-Afríku. Náman
er fræg fyrir að þar fannst lang-
stærsti demantur heims árið 1905.
Sá var 3.106 karöt óskorinn og ber
nafn námunnar. Hann var skorinn
niður í nokkra minni steina, sem
allir prýða nú bresku krúnudjásn-
in og eru ekki metnir til fjár. Cull-
inan-náman er þó kannski frægust
fyrir að vera nafli demantanáms og
-verslunar. Sú saga er þó langt frá
því að vera átakalaus enda er saga
stóru og verðmætustu demantanna
sveipuð dulúð og oft grimmum
örlögum.
Bræðurnir De Beers
Tveir suður-afrískir bændur,
þeir Diederik Arnoldus De Beers
og Johannes Nicholas De Beers,
keyptu sér land til ræktunar árið
1893. Æ síðan hefur demanta-
heimurinn verið nátengdur nafni
þeirra þó svo að þeir bræður hafi
aldrei lagt fyrir sig þá iðju að leita
demanta í stórum stíl. Hins vegar
reyndust þeir hafa keypt land þar
sem tvær verðmætustu demanta-
námur heims eru. Fljótlega eftir
að þeir keyptu landið fundu þeir
demanta. Fréttin spurðist út og
næstu mánuðina flæddu ævintýra-
menn inn á land þeirra til að stela
demöntum. De Beers-bræður, sem
voru aðeins bændur í eðli sínu,
seldu jörðina fljótlega vegna þess
hversu hættulegt og streituvald-
andi það var að verja landið fyrir
ágangi óvelkominna gesta.
Upp hófst blóðugt stríð um land-
ið. Þar fóru fremst í flokki tvö fyrir-
tæki, annað í eigu Cecil Rhodes og
viðskiptafélaga hans. Þegar upp var
staðið höfðu þeir haft betur í barátt-
unni við Barnado-námufyrirtækið,
sem þeir keyptu upp og stofnuðu
De Beers-demantafyrirtækið, sem
hefur verið allsráðandi á þeim mark-
aði síðan. Cecil Rhodes varð ríkasti
og valdamesti maður heims undir
lok nítjándu aldar og var haft á orði
að breska heimsveldið tæki engar
ákvarðanir án samráðs við hann.
Auðlegð hans og völd voru ekki síst
byggð á eigu hans á tveim námum
á landi bræðranna; Kimberly-nám-
unni og Premier-námunni sem síðar
var nefnd upp á nýtt. Hún heitir nú
Cullinan og gaf steininn góða í lok
september.
Einokun
Segja má að De Beers hafi stjórn-
að demantaheiminum allt frá stofn-
un fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti
bestu námurnar og stjórnaði verð-
lagningu og framboði annarra fyr-
irtækja með því að hafa milligöngu
um sölu. Þetta var gert með stofn-
un dótturfélags sem kaupir nær
alla demantaframleiðslu heimsins
og ákveður hve mikið skuli selt á
hverju ári. Segir sagan að fyrirtæk-
ið eigi demanta í hundraða tonna vís
í geymslum sínum. Í eigu fyrirtæk-
isins eru einnig margir af stærstu
og verðmætustu steinunum. De
Beers hefur eina höfuðreglu í við-
skiptum sínum: Verð á demöntum
lækkar ekki.
Marilyn
De Beers hefur í gegnum árin eytt
morð fjár í að móta hugsunarhátt
heimsins að eigin hagsmunum. Hug-
myndina um að trúlofunarhringur
skuli vera skreyttur demöntum er
alfarið hægt að rekja til fyrirtæk-
isins. Árið 1939 hrinti fyrirtækið af
stokkunum herferð til að koma inn
þessari hugmynd í Bandaríkjunum
og hún breiddist síðan út um heim.
Þetta er óumdeilanlega ein skilvirk-
asta auglýsingaherferð mannkyns-
sögunnar því fyrir þann tíma var
mjög sjaldgæft að trúlofunarhring-
ir væru skreyttir þessum dýru eðal-
steinum.
Slagorðið „diamonds are forever“
er öllum kunnugt enda hafa allir
sem hafa hent snuðinu séð kvikmynd
um njósnara hennar hátignar sem
hét eftir þessu frægasta slagorði
allra tíma. De Beers kom því einnig
til leiðar að leikkonan fræga Mari-
lyn Monroe, söng frægt lag sem bar
annað slagorð fyrirtækisins: Dia-
monds Are a Girl‘s Best Friend.
Blóðdemantar
Stór demantur er jafngildi mikils
auðs. Þess vegna hefur saga stein-
anna ætíð einkennst af miskunn-
arlausri baráttu. Afríka er helsta
uppspretta demanta í heiminum og
ásamt óstöðugu stjórnarfari hefur
það valdið því að borgarastríð hafa
brotist út vegna baráttu um námurn-
ar. Því hafa steinarnir verið nefnd-
ir blóðdemantar, en þrátt fyrir að
vandamálið sé stórt er aðeins lítill
hluti demantaverslunar þessu marki
brenndur.
Jarðarinnar dýrustu djásn
Fyrir nokkrum dögum var grafinn úr jörðu í Suður-Afríku einn stærsti demantur sem vitað er til að fundist hafi nokkru sinni.
Steinninn fannst í hinni frægu Cullinan-námu sem hefur gefið af sér marga af frægustu eðalsteinum sögunnar. Svavar Hávarðs-
son kynnti sér sögubrot um þessa steina sem mannkynið girnist umfram flest annað og er tilbúið að deyja og drepa fyrir.
„Það er kaldhæðnislegt að liturinn kemur vegna óhreininda. Í því felst fegurð þeirra sem gerir þá sjaldgæfa. Fullkom-
inn tær demantur selst á 130 milljónir á karat en bestu lituðu demantarnir eru tíu sinnum dýrari, og verð þeirra hækk-
ar dag frá degi,“ segir François Curiel, demantasérfræðingur og formaður uppboðsfyrirtækisins Christie’s í Evrópu.
Köfnunarefni, sem er litlaus gastegund, gefur af sér gula eða appelsínugula demanta. Ef grafít er í steininum verður
hann svartur. Frumefnið bór gefur af sér bláa steina og úraníum græna. Vetni gefur bleika, fjólubláa og rauða steina.
Eftir því sem meira er af „mengunarefnum“ dýpkar liturinn.
➜ LITAÐIR DEMANTAR SÍFELLT EFTIRSÓTTARI
BLEIKUR Bleikir demantar finnast á örfáum stöðum
í heiminum. Þeir eru afar hátt metnir á alþjóðlegum
skartgripamörkuðum. Þeir urðu enn eftirsóttari eftir
að leikkonan Jennifer Lopez bar trúlofunarhring
með 6,1 karats steini árið 2002.
RAUÐUR Þessi litur er sjaldgæfastur litaðra demanta. Innan við
tuttugu steinar teljast undir þennan flokk sem fullkomnir. Flestir eru
innan við karat að þyngd. Þeir eru keyptir af söfnurum sem borga frá
120 til 300 milljónir fyrir stykkið þó að þeir séu á stærð við brenni-
stein á eldspýtu. Ekkert í heiminum er talið halda verðgildi sínu eins
STÓRI Steinninn er 507 karöt og sá 20. stærsti sem vitað er til að hafi fundist. Það er þó með ólíkindum að steinn sem er 100
grömm skuli vera metinn á tólf milljarða króna. Verðmæti hans á síðan eftir að margfaldast við meðhöndlun. MYND/PETRA DIAMONDS
Hope-demanturinn
Fannst á Indlandi á 14. eða
15. öld og hefur verið í eigu
konunga, soldána, breskra
aðalsmanna, skartgripasala og
þjófa um aldir. Honum fylgir
bölvun að sagt er, og kannski
ekki að ástæðulausu, því
eigendasaga steinsins er saga
dauða og óhamingju.
Marie Antoinette, drottning
Loðvíks XIV. Frakklandskon-
ungs, bar steininn í hálsfesti
þegar hún var hálshöggin
í algleymi frönsku bylt-
ingarinnar árið 1793, en í
persónulegri eigu var hann
lengst hjá ríkri amerískri
konu, Evalyn Walsh McLean,
í 36 ár. Hún bar steininn alltaf á sér, fór með hann í sund og lét hundinn sinn
bera hann um hálsinn þegar þannig lá á henni. Hún lánaði öðrum konum
steininn á brúðkaupsdegi þeirra og leyfði barnabarni sínu, henni Mamie litlu, að
naga hann þegar hún var að taka tennur. Mamie vildi líka hafa hann í sandkass-
anum seinna, og var leyft það. Evalyn missti son sinn níu ára í slysi en dóttir
hennar fyrirfór sér 25 ára gömul. Eiginmaður hennar var úrskurðaður geðveikur
stuttu eftir að hún fékk steininn og dvaldi hann á geðsjúkrahúsi alla tíð eftir það.
Steinninn er í dag tryggður fyrir 36 milljarða króna og er geymdur á Smithson-
ian safninu í Washington.
Cullinan-demanturinn
Var 3.106 karöt þegar hann fannst árið 1905 í samnefndri námu. Var klofinn
niður í níu stóra steina og 96 litla. Sá stærsti er kallaður Stjarna Afríku. Cullinan
I-IX eru í eigu bresku konungsfjölskyldunnar og prýða veldissprota og kórónur í
hennar eigu. Þeir eru geymdir í Tower of London.
Frægur hollenskur handverksmaður, Joseph Asscher, var fenginn til að skera
steininn. Hann stúderaði steininn í fjóra mánuði áður en hann lét til skarar
skíða. Í dagbók hans kemur fram að hann hafi fengið lækni til að vera við hlið
sér á meðan, svo hræddur var hann um að fá hjartaáfall af streitu. Eftir að hann
hafði klofið steininn í tvennt, fullkomlega á þeim stað sem hann ætlaði sér,
örmagnaðist hann og það tók hann tvö ár til viðbótar að ljúka lauk verkinu.
Koh-I-Noor
Saga hans nær aftur til 1304 og á enginn demantur sér eins langa skrásetta
sögu. Hann er indverskur, eins og allir þekktir demantar fram á 19. öld, en nafn
hans merkir „Fjall ljóssins“ á persnesku. Á honum hvílir bölvun sem segir til um
að allir sem hann eiga muni lifa óhamingjusamir.
Breska konungsfjölskyldan eignaðist steininn á Viktoríutímanum þegar
heimsveldið var á hátindi sínum. Elísabet II. drottning bar steininn þegar hún
var krýnd. Steinninn er geymdur í Tower of London.
➜ FRÆGIR STEINAR OG ALRÆMDIR
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í
yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: „Nú þýðir
ekkert annað en harkan sex ef ná á árangri.“
Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám
þeirra er gegn rispum. Demantur var talinn hafa
hörkuna sex þegar reiknað var með mælikvarðanum
1–6.
Nú er notaður svokallaður Mohs-kvarði frá 1–10
(kenndur við steindafræðinginn Friedrich Mohs) og
hefur demantur þar hörkuna tíu.
Harðasta steind í íslenskri náttúru er kvars (til
dæmis jaspis) með hörkuna 7 á Mohs-kvarða.
Hvað er átt við með „harkan sex“?
Það er kannski lyginni líkast en þúsundir manna bera ástvini
eða gæludýr sín á sér formi demanta. Nokkur fyrirtæki sjá
um að breyta ösku framliðinna í demanta með sömu aðferð-
um og náttúran gerir á milljónum ára. Allt sem þarf er réttur
þrýstingur og hiti. Þannig er ösku breytt í grafít og síðan í
demant.
Fyrirtækin sem annast þjónustuna líta á þetta sem viðbót
í útfararþjónustu. Bandaríkjamenn eru þar fremstir í flokki
og sætta sig ekki lengur við greftrun heldur vilja heiðra
minningu þeirra sem kveðja þennan heim með því að breyta
viðkomandi í það fegursta form sem náttúran hefur upp á að
bjóða; skínandi fagran demant.
Að varðveita hund eða mann
HOPE-DEMANTURINN Sennilega frægasti demant-
ur heims. Hann er tryggður fyrir 36 milljarða.