Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 36
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR Sigríður B. Tómasdóttir skrifar BESTI TÍMINN ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nee Bing Pennar Hólmfríður H. Sigurðardóttir, Sigríður B.Tómas - dóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Þórður Grímsson, Getty Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög OKTÓBER 2009 Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu Siglt um heimsins höf Fágun og andrúmsloft liðins tíma á skemmtiferðaskipi. SÍÐA 6 Tónlistarsenan í Kína skoðuð: BRITPOPP, ROKK OG SÍÐPÖNK! Morð á Búðum Skemmtilega dularfull helgi á Snæfellsnesi. SÍÐA 2 2 FERÐALÖG Hinn 9. nóvember næstkomandi verða tuttugu ár liðin frá falli Berl- ínarmúrsins. Mikið hefur verið um hátíðarhöld frá byrjun árs en þau ná hápunkti sínum við Brandenborgar- hliðið einmitt hinn níunda með hátíð sem nefnist „Fest der Freiheit“ eða frelsishátíðin. Fyrirmenn alls staðar að úr heiminum hafa boðað komu sína á viðburðinn en um þúsund gervimúrsteinar hafa verið reistir þar sem múrinn áður lá og þeim verður kollvarpað eins og dóminó- spili á hátíðardag. Tónleikahald og stórfengleg flugeldasýning munu einnig setja svip sinn á daginn. Nú er um að gera að drífa sig til Berlín- ar til að fylgjast með þessum spenn- andi viðburðum. - amb FALLS MÚRSINS MINNST Mikið verður um dýrðir í Berlín á næstunni þegar tuttugu ár verða liðin frá falli Berlínarmúrsins. M orðgátuhelgarnar hafa verið haldnar á Hótel Búðum í nokkur ár og hitt ræki- lega í mark hjá þátt- takendum. Helgarnar eru reynd- ar ekki morðgátuhelgar strangt til tekið heldur vinahelgar. Vinskapur- inn á meðal gesta er þó eitthvað málum blandinn því það bregst ekki að einn „vinurinn“ er drepinn strax við upphaf hennar. Hótelgestir eru beðnir um að hafa augu og eyru hjá sér strax á föstudags- kvöldi, þó að dagskráin sé formlega sett klukkan níu. Gestirnir eru ekki í hlutverkum, en allir eiga hins vegar að setja sig í spor leynilögreglufólks, því inni á milli alsaklausra hótelgesta er nefnilega einnig að finna fólk sem ekki er með tandurhreint mjöl í pokahorn- inu. Sumir eiga óuppgerðar sakir við suma, aðrir hafa lengi lagt fæð á aðra og svo mætti lengi telja. Þeir sem fylgjast vel með munu vafalaust verða vitni að alls kyns uppákomum, þar sem óvild og fjand- skapur, leynimakk og pukur munu birt- ast í hinum ýmsu myndum. Sú gamla drottning spennusagnanna, Agatha Christie, notaðist oft við þá fléttu í sínum sögum að láta morðin ger- ast á tiltölulega lokuðu svæði, til dæmis óðalssetri eða lest. Þannig var hópur grunaðra takmarkaður en iðulega kom í ljós að margir áttu óuppgerðar sakir við hinn myrta. Morðgátuhelgarnar sækja þannig fyrirmynd sína til Agöthu Christie en höfundur gátunnar að þessu sinni er aðdáendum íslenskra spennusagna vel kunnur, Ævar Örn Jósepsson. Að sjálfsögðu er leynilögreglumaður á staðnum, en gest- irnir liðsinna honum. Og áður en kvöldverð- ur er fram borinn á laugardagskvöldi eru gestir beðnir um að skila til hans sinni rökstuddu lausn gátunnar. Leyni- lögreglumaðurinn hneppir hinn seka í varðhald og gestir geta slappað af vissir um að morðinginn sé bak við lás og slá. Eða hvað? Nánari upplýsingar um bókanir og verð er hægt að nálgast á www.budir. is. - sbt MORÐ Á HÓTEL BÚÐUM Fyrir þá sem langar í spennandi helgarferð er morðgátuhelgi á Hótel Búðum kræsilegur kostur. Rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson semur gátuna sem boðið er upp á fyrstu helgina í nóvember. ÍS L E N SK A S IA .I S F LU 4 74 00 0 9. 20 09 1 kr. aðra leiðina + 990 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir 1. – 31. október – bókaðu á www.flugfelag.is Þ eir sem híma í bænum allan veturinn og kvarta yfir myrkri og leiðindum eru beinlín- is furðufólk að mínu mati. Haustin eru nefni- lega yndislegur tími til ferðalaga. Fátt jafn- ast á við að bruna út úr bænum og njóta helgarinnar fjarri erli borgarinnar og alls kyns vanræktum heim- ilisverkum. Þá skiptir ekki máli hvernig veðrið er, því það er alltaf jafn notalegt að slaka á í sveitinni. Ég fór með fjölskyldunni í sumarbústað síðustu helgi. Eins og oft áður urðu uppsveitir Árnessýslu fyrir valinu, ekki vegna þess að ég búi svo vel að eiga sumarbústað þar heldur er þar urmull húsa í eigu stéttarfélaga og því hef ég, eins og líklega ansi margir, farið æði oft á Þessar slóðir. Og það er ekkert hægt að kvarta yfir þessum slóðum, þarna er fagurt um að litast og falleg fjallasýn. Ískalt og ægifagurt haustveðrið var frábær umgjörð fyrir afslöppun og gönguferðir við hæfi lítilla kríla. Vissulega var átak að koma sér af stað í haustroki og rigningu, það lá við að ferðinni væri frestað um dag. En sem betur fer var lagt af stað á föstudagskvöldi og vaknað í sveitinni á laugardegi. Heiti potturinn hitti strax í mark og urðu ferðirnar í hann ófáar þessa tvo daga. Það er svo svakalega notalegt að slaka á í pottinum, hinum séríslenska sjálfsagða hlut. Ekki síst var kvöldferðin í pottinn ógleyman leg bæði fyrir börn og fullorðna. Þá voru ljósin í bústaðnum slökkt og svo var bara legið í mak- indum og stjörnurnar skoðaðar, svona eins og aldrei er hægt að gera í bænum. Helgarferð til útlanda er ekki fyrirhuguð á næst- unni, sem ég játa að ég væri alveg til í ef evrureikn- ingurinn væri ekki svona átakanlega tómur. Í staðinn gleðst ég bara yfir því að útlöndin ætla að koma til mín í líki tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst í næstu viku. Hátíðargestir setja nefnilega svo skemmtilegan, hressan og framandi blæ á Reykjavík á meðan hún stendur yfir. Göngutúr í bænum verður miklu meiri upplifun en venjulega, það er svo margt fólk á ferli og mikil stemning, og í hinum ýmsu búðum og kaffihúsum troða tónlistarmenn upp, gestum og gangandi til ánægju. Næstu helgi mæli ég þannig með helgarferð í miðbæ Reykjavíkur, fyrir Reykvíkinga og alla hina. Ævar Örn Jósepsson Hótel Búðir Magnað umhverfi hótels- ins myndar dramatíska umgjörð fyrir æsilega morðgátuhelgi. BÓKAÐU NÚNA Flugeldasýning og tónleikar Hátíðarhöld verða við Brandenborgarhliðið hinn 9. nóvember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.