Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 40
6 FERÐALÖG Í myndaðu þér að vakna í dásam- lega fagurri hótelsvítu þegar þjónn ber á dyrnar með dýrind- is morgunverð á bakka. Hann töfrar fram ilmandi heitt kaffi, hrærð egg og beikon, pönnukökur og suðræna ávexti á dúkuðu borði. Á meðan þú gæðir þér á kræsing- unum horfir þú út um svalahurðina en í stað þess að sjá stórborg eða sveitalandslag þá blasir ekkert við nema himinblátt haf svo langt sem augað eygir. Það gæti verið árið 2009 eða árið 1909, því þér líður eins og þú sért í kvikmynd. Svona hefjast dagarnir á skemmtiferða- skipunum í Silver Sea-flotanum. Fljótandi lúxushótel Það er óneitanlega skrýtið að stíga um borð í Silver Sea-skipin því að varla er unnt að greina að maður sé ekki á þurru landi. Í raun er skipið eins og stórt og glæsilegt fljótandi hótel. Þar er að finna glæsilega hótelmóttöku, bari, setustofur, líkamsræktarstöð og heilsulind, sundlaug og sólbaðsað- stöðu, leiksvið og kvikmyndasal og úrval fínustu veitingahúsa. Silver Sea er ítalskt fyrir- tæki og má segja að öll sú feg- urð og klassi sem tengd er við Ítalíu sé endurspegluð í skipa- flotanum. Innréttingarnar eru klassískar og fágaðar og hugað er að minnstu smáatriðum, allt frá mjúkum sloppum í baðher- berginu og kampavíni í kælin- um til stílhreinnar orkídeu á stofuborðinu á káetunum. Í raun er ekki hægt að tala um káet- ur því þær eru innréttaðar eins og lúxusherbergi á hóteli með sjónvarpi, DVD-spilara, ísskáp, Silver Cloud Glæsi- legt skemmtiferða- skip sem rúmar um 250 gesti. Svíta á skipinu Öll sömu þægindi og á lúxushóteli. Skipstjórinn Silver Seas leggja upp úr persónulegum samskiptum við gesti. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS býður upp á spennandi siglingu með Silver Sea 28. mars til 8. apríl til borgarinnar Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. GLER OG STÁL , heillandi menning, sandur og sól eru einkennandi fyrir borgina sem er ein af þeim sem mynda Sameinuðu arabísku fursta- dæmin. Þú getur spænt upp eyðimörk á kraft- miklum jeppa, farið á unaðslegar baðstrendur, baðað þig í heitum hreinum sjó, spilað golf og verslað frá þér vitið. Í Dubai eru heimsins bestu fríverslanir og spennandi gullmarkaðir sem lítið hafa breyst í aldanna rás. Eitt af því sem er svo heillandi við Dubai eru andstæður staðarins, hin skörpu skil á milli austurs og vestur, nýtískulegur byggingastíll, tímalaus eyðimörkin, gamalt og nýtt. Í Dubai sameinast þægindi og lúxus Vestur- landa við dulmagnað andrúmsloft Arabíuskag- ans.Í verslunarmiðstöðvum og mörkuðum má gera betri kaup en víðast hvar annars staðar í heiminum. FERÐAÁÆTLUNIN: SUNNUDAGINN 28. MARS er flogið frá Keflavík til London og þaðan til Dubai. Við komu til Dubai er ekið beint á hótelið, þar sem gist verður í tvær nætur. Gestum gefst tækifæri til að eyða mánudeg- inum í Dubai en borgina er upplagt að skoða fótgangandi. Tignarlegur arkitektúr moskanna stendur fyllilega til jafns við framúrstefnulega hönnun nútíma bygginganna. Í Dubai-safninu er að finna mikið safn gripa frá fyrri tímum, þegar borgin var miðstöð perlukafara og kaupmannalesta. Þröngir stígar kryddmarkað- arins ilma af kardemommu og kanil og meðal vefnaðarvara eru silki, bómull og ullarvörur í öllum heimsins litum og á hvaða verði sem er. Þið getið jafnvel brugðið ykkur á skíði í 22.500 fermetra yfirbyggðri skíðahöll – meðal þeirra stærstu í heiminum, sem tekur a.m.k. 1.500 manns í brekkurnar í einu – sú lengsta er um 400 metrar. Hitastiginu er haldið í einni gráðu undir frostmarki á daginn, en á nóttunni er framleiddur nýr snjór í sex stiga frosti. ÞRIÐJUDAGINN 30.MARS er siglt frá Dubai. Skipið Silver Whisper er tilbúið að taka á móti gestum kl. 15.00 um daginn og öll þjónusta í mat og drykk strax til reiðu. Siglingin tekur sjö daga og skipið stoppar í borgunum Abu Dhabi, Fujairah, Múskat, Bander Abbas í Íran, Kashab í Óman og svo aftur til Dubai 6. apríl. TÖFRAR MIÐAUSTURLANDA SIGLT UM HEIMSINS HÖF Sigling á háklassa skemmtiferðaskipi vekur upp andrúms- loft liðinna alda. Í vor býðst Íslendingum frábært tækifæri til þess að njóta þeirrar einstöku reynslu að ferðast með sannkallaða fágun að leiðarljósi. Seiðmagnað andrúmsloft Ein af mörgum moskum sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.