Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.10.2009, Qupperneq 42
VEGAGERÐIN veitir upplýsingar um færð í síma 1777, símsvaranum 1779 eða á vefsíðunni www.vega- gerdin.is. Einnig má leita upplýsinga um veður á vef Veðurstofu Íslands á www.vedur.is. „Hugmyndin að sýningunni vakn- aði eftir að ég opnaði vefinn www. trommari.is í janúar,“ segir Hall- dór Lárusson, trommari til þrjátíu ára, sem stendur að sýningunni Trommarinn 2009 á laugardag- inn. „Vefurinn fékk mun betri við- tökur en ég bjóst við og því datt mér í hug að setja saman sýn- ingu þar sem trommuleikarar og trommuáhugafólk á landinu gætu komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir hann og útskýrir að vefurinn trommari.is sé töluvert sérhæfður. Þar sé að finna samfélag trommara með spjallþráðum, upplýsingum og myndum af trommurum í gegnum tíðina, allt frá árinu 1925. Hann er beðinn um að lýsa því hvað verður á boðstólum á sýning- unni. „Þarna verður fjöldi uppák- oma, til dæmis munu nokkrir landsþekktir trommu- og slag- verksleikarar stíga á svið og hafa sumir samið sérstök verk fyrir sýn- inguna,“ segir Halldór. Sem dæmi um þekkta trommuleikara má nefna Gunnlaug Briem, Einar Val Scheving, Áskel Másson og Ragnar Sverrisson ásamt mörgum öðrum. „Þá munum við einnig heiðra Guð- mund Steingrímsson, eða Papa Jazz, fyrir ævistarf sitt í þágu tón- listar á Íslandi,“ upplýsir Halldór. Á sýningunni verða auk þess hljóðfæraverslanirnar Tónastöð- in, Hljóðfærahúsið/Tónabúðin og Rín með allt það nýjasta til sýnis í trommum og slagverki. Einn- ig munu íslenskir trommusmiðir sýna verk sín og nokkur eldgöm- ul og flott trommusett mun einn- ig bera fyrir augu gesta en það elsta er að sögn Halldórs frá 1918. „Svo vildum við í anda kreppu hafa frítt inn og bjóða líka upp á nokkra vinninga í boði hljóðfæraverslan- anna og trommari.is,“ segir hann. Og hvernig hafa viðbrögðin verið? „Vægast sagt góð. Nú hef ég bara mestar áhyggjur af því að salurinn sé of lítill,“ segir Halldór en níutíu manns hafa þegar boðað komu sína á Facebook. Hann segir vel geta farið svo að sýningin verði að árlegum viðburði. „Ef þetta gengur vel munum við strax hefj- ast handa við að skipuleggja næstu sýningu,“ segir hann spenntur. Sýningin Trommarinn 2009 verður haldin í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði á laugardaginn frá 13 til 18. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. solveig@frettabladid.is Trommarar landsins halda taktfasta sýningu Sýningin Trommarinn 2009 verður haldin í fyrsta sinn í dag í sal Tónlistarskóla FÍH. Þar munu víðfrægir trommarar berja húðir auk þess sem Guðmundur „Papa Jazz“ Steingrímsson verður heiðraður. Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, stendur fyrir sýningunni Trommarinn 2009 í sal Tónlistarskóla FÍH í dag, laugardag, frá 13 til 18. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýningu á íslenskum húsgögnum á Hönnunarsafni Íslands lýkur á morgun. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu í Hönnunarsafni Íslands á íslenskum húsgögnum frá árun- um 1950 til 1970 en henni lýkur á morgun. Íslensk húsgagnaframleiðsla stóð með miklum blóma á tíma- bilinu 1950 til 1970 og víða leyn- ast enn húsgögn frá þeim tíma á íslenskum heimilum og stofnunum. Arndís S. Árnadóttir hönnunar- sagnfræðingur mun í leiðsögn um geymslusýningu Hönnunarsafns- ins skyggnast um og greina frá helstu áföngum í sögu íslenskrar húsgagnasmíði og -hönnunar á síð- ustu öld og tengja við gripi safns- ins. Safnið verður opnað klukkan 13 á morgun og hefst leiðsögnin klukkan 15. Nánari upplýsingar www.honnunarsafn.is. Áfangar í húsgagnahönnun Stuttverkahátíðin Margt smátt verður hald- in í fimmta sinn á laugardaginn. Að þessu sinni verða einnig sýnd færeysk verk og verður áhuga- vert að sjá leikformið í meðförum Færeyinga. Leiklistar hátíðin verður haldin í Félagsheimili Sel- tjarnarness og hefst klukkan 12 með setningarat- höfn og stendur til klukkan fimm. Alls verða tut- tugu leikverk sýnd með tveimur hléum og að því loknu mun Sigrún Valbergsdóttir fjalla um sýningar hátíðar innar. Aðgöngumiða verður hægt að kaupa við innganginn á 1.500 krónur. Færeysk og íslensk verk Frá einu stuttverkanna sem sýnd voru á hátíðinni Margt smátt árið 2003. Íslensk húsgagnaframleiðsla stóð í blóma frá 1950 til 1970. Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is Lótus jógasetur • www.this.is/asta YOGA MORGUN HÁDEGI SÍÐDEGI BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 12. OKT Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeið í almennri skyndihjálp þriðjudaginn 20. október kl. 18-22 í Hamraborg 11, 2 hæð. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Skráning er til 16. október. Kannt þú skyndihjálp? Námskeiðsgjald 4.500 á mann. Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini. Leiðbeinandi er Laufey Gussurardóttir Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fá 10% afslátt. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. SKARTHÚSIÐ • LAUGAVEGI 44 • SÍMI 562 24 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.