Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 70
42 10. október 2009 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Kannski er
þurrktækið of
hátt stillt!
... þar fór
það!
Hæ
Sara.
Ég þarf að
rjúka. Ég læsti
skápnum
okkar!
„Skápnum
okkar“
Það hljómar
bara vel.
Bara mjög
alvarlegt...
Skápurinn okkar
gæti breyst í
húsið okkar...
Drengur!
Það er
plakat af
Johnny
Depp í
skápnum
þínum!
SARA!!!
... skjótt
skipast veður
í lofti.
(Skell)
„Raunveruleikaþáttur“!?!
HA!
Ég hef ekki séð
einn einasta
hárbolta ennþá!
EINS GOTT AÐ ÞETTA SÉU
EKKI NÝJU SKÓRNIR ÞÍNIR!
Þegar ég rumska við skerandi óp vekjara-
klukkunnar líður mér eins og hræddri
skepnu sem hefur tölt í sakleysi sínu út á
þjóðveg. Hljóðið færist nær og ég rétt næ
að líta upp áður en … BÚMM! Ég ýti á
takkann og fell í rúmið. Steindauður
eins og skepnan sem skilin var eftir.
Eins og hörðustu eiturlyf er snús-
takkinn fullkomlega ill uppfinning.
Bölvun sem hönnuð er til að minnka
lífsgæði fólks á kerfisbundinn
hátt. Maður ánetjast
snústakkanum
eins og heróíni og
getur ekki hætt
án utanaðkomandi
hjálpar. Loks
breytist maður í
fíkil og fíkillinn
breytist í lyga-
mörð sem gerir
hvað sem er fyrir næsta skammt. Það sem
gerir snústakkann margslungnari en heró-
ín er að hann er ókeypis í notkun. Maður
getur snúsað eins oft og maður vill án þess
að eiga á hættu að borað verði í hnéskeljar
manns í köldum, yfirgefnum sumarbústöð-
um. Í staðinn fyrir að ráðast á miðtauga-
kerfið eins og heróín rústar snústakkinn
fíklinum andlega og minnkar möguleika
hans á því að halda vinnu og félagsskap við
annað fólk.
Í stuttu máli: Snústakkinn er andlegt
hertól djöfulsins sem hefur dramatísk
áhrif á líf þess sem ánetjast. Hann er eplið
og ég er bæði Adam og Eva. Ég má ekki
ýta, en geri það samt fyrir níu mínútur.
Níu unaðslegar mínútur af svefndrukkn-
um draumförum sem enda alltaf eins.
Heimska skepnan sem ég er töltir út á þjóð-
veg – þrátt fyrir að heyra í vekjaraklukk-
unni æpa í fjarska áður en … BÚMM!
Raunir B-manns 2: Snúsbölvunin
NOKKUR ORÐ
Atli Fannar
Bjarkason
Aðeins 8.-18. október
Opið 12 - 18 alla daga
Dúndur
útsölumarkaður
Skeifunni 17
Buxur
2.500,-
Jakkar
5.000,-
Bolir
1.500,-
Toppar
1.500,-
Fylgihlutir
500,-
Kjólar
3.000,-
Peysur
2.000,-
Jólapappírog jólakort áklink!