Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 76

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 76
48 10. október 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Breski snillingurinn Alexander McQueen fékk áhorfendur til að missa andann á nýyfirstaðinni tískusýningu í París þar sem hann sýndi föt fyrir næsta vor og sumar. Fyrirsætur minntu á einhvers konar furðu- verur frá Atlantis, nú eða hreinlega úr geimmynd James Cameron, Avatar. Stuttir kjólar voru úr eðlumynstri í skærum litum sem minntu á hafið. Buxur voru með einhvers konar uggum og minntu á hákarlaskinn og punkturinn yfir i-ið var svo himinháir hælaskór sem fyrirsæturnar áttu í töluverðum vandræðum með að ganga á. - amb SÆSKRÍMSLI OG GEIMVERUR Í PARÍS Ævintýraveröld Alexanders McQueen MARBLÁTT Stuttur kjóll með þröngu mitti með dularfullu marglyttu- mynstri. Það hlaut að koma að því. Loksins kom haustpestin, hundleiðinlegt kvef sem er búið að hrjá mig núna í viku. Ekki svona alvöru flensa þar sem maður liggur kófsveittur í tvo daga og hressist svo heldur svona viðbjóðslegt klassískt kvef sem gerir mann bæði ljótan og leiðinlegan. Eina ráðið við slíku útlitslega séð er að ganga með risastór svört sól- gleraugu allan daginn, hvort sem það er innandyra eða utan, í stormi eða snjókomu. Ég hef líka verið að hrjá vinnufélaga mína með einhvers konar berklahósta sem hlýtur að vera skelfilegt að þurfa að hlusta á dag eftir dag. Fegin er ég þó að hafa einhvern tímann heyrt það í uppeld- inu að maður ætti ekki að sjúga upp í nefið, sport sem margir samlandar mínir stunda grimmt, eins og það sé ekkert eðlilegra en að ræskja sig á almannafæri. Kvefið gerir mig senni- lega önuga líka. Til þess að hressa mig verulega við í vikunni var mér boðið á popp og kók og Antichrist-mynd Lars von Trier. Þar fór kona sem sat fyrir framan mig í bíósalnum og borðaði hráar gulrætur úr poka meira í taugarnar á mér en blóðslettur úr kyn- færum á skjánum. En jú, aftur að Antichrist. Willem Dafoe og Char- lotte Gainsbourg, aðalleikarar hennar, eru óneitanlega ofsalega töff fólk. Það er erfitt að greina nákvæmlega hvað það er sem gerir þau töff en sennilega hefur það eitthvað að gera með þessa skemmtilega teknu andlitsdrætti yfir „ljótfallegri“ beinabyggingu. Lars von Trier lætur ekki farða leikarana sína í myndum og það var skemmtilegt að sjá manneskju eins og hina limafögru Charlotte með hræðilega bauga og jafnvel hrukkur og misfellur hér og þar sem verkaði aðeins á þann hátt að gera hana meira töff. Það hlýtur að vera plús í kladdann að geta ráfað um skóg hálfnakinn og öskrandi með blóðslettur um sig allan og vera samt smá sexí. Ljótt getur nefnilega líka verið fallegt. Það er þá kannski bara spurning um að líta á þetta kvef í nýju ljósi. Að vera ljótur og töff Fallega haustlega vara- liti úr nýju Ivy League línunni frá Bobbi Brown. Hina fullkomnu svörtu partítösku frá Birnu Design sem er þar að auki vatnsheld. VÍÐAR BUXUR Mars- búaleg múndering í grænum tónum. Á STULTUM Kjóll með eðlu- augum og snákaskór. PRINSESSULEGT Stuttur ljósbrúnn kjóll með púffermum. LISTAVERK Hælaskórnir frá McQueen voru með því ótrúlegasta sem sást á tískuvikunni í París. EÐLUMYNSTUR Stórfeng- legur kjóll í grænum og gulum tónum. OKKUR LANGAR Í … > STEFNUMÓTAVEFUR CONDÉ NAST Fæstum finnst stefnumótavefir mjög smart en það kann að breytast með tilkomu Trulymadly- dating.com sem er nýr vefur í eigu Condé Nast-útgáfunnar sem gefur meðal annars út Vogue. Síðan hefur það markmið að kynna tískuþenkjandi konur og karlmenn hvert fyrir öðru. Hvers vegna ekki... Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. Æðislegan köflóttan kjól frá Marc Jacobs frá KronKron, Laugavegi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.