Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 80

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 80
52 10. október 2009 LAUGARDAGUR Leikkonan Lindsay Lohan var ráðinn sérlegur ráðgjafi tísku- hússins Ungaro fyrir nokkru og um helgina var fyrsta fram- leiðslan undir leiðsögn Lohan frumsýnd. Flíkurnar hafa þó ekki fengið góða dóma og sagði tímaritið WWD að þau væru til skammar. „Fötin litu út fyrir að vera hallærislega úrelt. Sterkir bleikir og appelsínugulir litir og ofnotað og illa útfært hjarta- munstur,“ segir gagnrýnandinn og bætir við: „Lohan mun standa af sér veðrið og halda sína leið um leið og samning- ur hennar við Ungaro rennur út.“ Misheppnuð Lindsay Lohan MISHEPPNUÐ Lohan var sérleg- ur ráðgjafi Ungaro. Fatnað- urinn fékk þó afleita dóma. Níu hljómsveitir koma fram á Grand rokk í kvöld. Þær ætla að rokka til stuðnings nýju hljóðveri. Það heitir Hljóðstofan og Jóhann Rúnar Þorgeirsson og Friðrik Helgason reka það í sameiningu. „Við kynntumst í S.A.E (School of Audio Engineering) í London en þar hafa margir Íslendingar stund- að nám síðustu árin, eins og Mugi- son og Biggi í Sundlauginni,“ segir Friðik. „Við erum að koma hljóð- verinu upp núna og þessir fjár- öflunartónleikar eru hugsaðir til að komast áleiðis að settu marki. Hugmyndin hjá okkur er að gefa böndum tíma og rými í stúdíóinu og við verðleggjum okkur mjög sanngjarnt, myndi ég segja. Við erum með húsnæði í Hafnarfirði og höfum verið að dunda við þetta síðan um áramót.“ Böndin sem koma fram eru flest verðandi viðskiptavinir Hljóðstof- unnar. „Við erum svona að sanka að okkur ungum og spennandi böndum til að vinna með,“ segir Friðrik. Dagskráin hefst klukkan rúmlega átta og stendur yfir langt fram á nótt. Böndin sem spila eru í þessari röð: Gunnar Jóns- son Collider, Shogun, DLX ATX, Bob, Sudden Weather Change, Caterpillarmen, Swords of Chaos, Cliff Claven og Mammút. Miða- verð er þúsund krónur. - drg Rokkað fyrir Hljóðstofu MAMMÚT Spilar til styrktar hljóðvers- strákum í kvöld. Söng- og leikkonan Jennifer Hud- son, sem eignaðist sitt fyrsta barn í sumar, segist njóta móður- hlutverksins. „Ég hef unun af því að nostra við barnið og dekra við það, mér finnst gaman að sjá annað fólk hamingjusamt og það er fátt yndislegra en að gleðja sitt eigið barn.“ Drengurinn hlaut nafnið David Otunga í höfuðið á föður sínum og segir Hudson að henni hafi ekki þótt erfitt að halda óléttunni leyndri. „Ég og David vorum eina fólkið sem vissum af óléttunni. Stundum gleymdi ég því að ég væri ólétt því þetta gekk allt svo vel, ég varð aldrei veik eða illt. Ég hugsaði með mér að best væri að þegja þar til óléttan kæmi upp um sig sjálf. Það sást ekki á mér fyrr en ég var komin sjö mán- uði á leið þannig að þetta var allt mjög einfalt.“ Hamingju- söm Hudson ÁNÆGÐ Jennifer Hudson segir sína fyrstu meðgöngu hafa gengið vel. Ný plata frá söngkonunni Amy Winehouse er væntanleg á næsta ári. „Ég hef heyrt nokkrar laga- prufur sem heilluðu mig algjör- lega upp úr skónum,“ sagði aðstoð- arforstjóri plötufyrirtækisins Island. Síðasta plata Winehouse, Back To Black, hefur selst í tíu milljónum eintaka og unnið til fimm Grammy-verðlauna. Á þeim þremur árum sem eru liðin frá útgáfunni hefur söng- konan verið tíður gestur í slúð- urblöðunum fyrir sukksamt líf- erni sitt. Núna virðist hún vera á réttri braut því hún hefur stofnað eigið útgáfufyrirtæki sem nefn- ist Lioness. Fyrsti skjólstæðing- urinn er guðdóttir hennar, Dionne Bromfield. Ný plata á næsta ári AMY WINEHOUSE Söngkonan vinsæla gefur út nýja plötu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.